Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Síða 40

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Síða 40
 40 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 mönnunum sameiginlegir samkvæmt frá- sögn kvennanna: • Skapvonska • Ofur afbrýðissemi • Ofur stjórnsemi • Ógnandi hegðun • Harkaleg viðbrögð við smámunum • Niðurlægingaþörf. Allir mennirnir beittu strax andlegu ofbeldi, níu notuðu líkamlegt ofbeldi, sex beittu fjárhagslegu ofbeldi og átta beittu kynferðisofbeldi í samböndunum. Flestir beittu að minnsta kosti tveimur tegundum ofbeldis. Flestir mennirnir höfðu mjög mikið sjálfsálit en sumir lítið. Í töflu 3 má sjá yfirlit yfir ofbeldismennina og í töflu 4 má sjá yfirlit yfir ofbeldi mannanna flokkað eftir tegundum ofbeldis. Allar sögðu konurnar að andlegt ofbeldi hefði byrjað strax eða mjög stuttu eftir að samband hófst. Þær sögðu hins vegar að þær hefðu ekki áttað sig á því en séð eftir á að þetta byrjaði strax. Það sem þær töldu í fyrstu að væri umhyggjusemi hefði í reynd verið ráðríki og yfirgangur. Konurnar tala um að þær hafi aldrei fengið frið, þær hafi stöðugt verið á varðbergi og vissu aldrei hvað myndi koma næst. „Þú veist þegar maður var að labba út úr bílnum þá skrans- aði hann alltaf aðeins áfram skilurðu alltaf svona niðurlæging allan liðlangan daginn, skilurðu það var aldrei .. þú veist ég fékk aldrei frið í rauninni” segir Anna. Undir þetta tekur Bára: „Stundum þegar ég gekk fram hjá honum … fram á klósettið, þá gaf hann mér svona spark … sparkaði svo aftur með fætinum í mig eða hnykkti svona í mig með olnboganum til að meiða mig. Ég var yfirleitt arspurningin sem lögð var fram í þessum þætti rannsóknarinnar var: Hver er lýsing íslenskra kvenna af mönnum sem beita þær ofbeldi á heimili sínu á meðgöngu og endranær? Nánar tilgreint: Hvað einkennir ofbeldismennina? Hver er aldur þeirra? Menntun? Atvinna? Eru þeir haldnir fíkn? Glíma þeir við geðveiki? Eru þeir þunglynd- ir? Hversu stjórnsamir eru þeir? Hvað með sjálfsálit þeirra? Hafa þeir hótað sjálfsmorði eða gert tilraun til þess? Hvers konar ofbeldi beittu þeir? AÐFERÐAFRÆÐI Til að svara rannsóknarspurningunni var valin fyrirbærafræðileg aðferð, Van- couver-skólinn í fyrirbærafræði (Sigríður Halldórsdóttir, 2000, 2003), sem lýst var í tveimur síðustu tölublöðum Ljósmæðra- blaðsins þar sem fyrstu tveir hlutar rann- sóknarinnar voru kynntir. Þar voru kynnt þrep rannsóknarferlisins í Vancouver-skól- anum og hvernig þeim var fylgt í þessari rannsókn, vitrænum meginþáttum í rann- sóknarferlinu lýst sem og þátttakendum, gagnasöfnun og gagnagreiningu ásamt umfjöllun um réttmæti rannsóknarinnar. Að lokum var fjallað um siðfræði rann- sóknarinnar og getið þess leyfis sem fengið var hjá Vísindasiðanefnd (tilvísun SVNb2009010006/03.7) og að rannsókn- in var tilkynnt til Persónuverndar (tilvísun: S4206/2009/LSL/-). NIÐURSTÖÐUR Hér á eftir er ofbeldismönnunum lýst ásamt ofbeldi þeirra samkvæmt frásögn kvennanna. Sex þættir voru öllum ofbeldis- þessa mælikvarða og skiptu ofbeldismönn- unum í þrennt: 1. Ofbeldismenn sem beita ofbeldi ein- göngu innan fjölskyldunnar 2. Ofbeldismenn með jaðarpersónuleik- aröskun 3. Ofbeldismenn sem sýna andfélagslega hegðun og almennt ofbeldi í samfélaginu. Þau telja reyndar að þetta séu ekki að- skildir flokkar heldur nokkurs konar ás (continuum). Mennirnir í þriðja flokknum eru reyndar hættulegastir konunum. Þeir eru oft haldnir einhvers konar fíkn, vilja hafa vald og stjórn og ofbeldi þeirra er oft handahófs- kennt og felur í sér meiri ógnun og vekur þess vegna meiri hræðslu hjá konunum (Delsol, o.fl., 2003). Johnson (1995) hefur flokkað heim- ilisofbeldi og heimilisofbeldismenn í tvennt: hjónaofbeldi, þar sem ofbeldi milli hjóna eða para kemur upp einstöku sinnum sem afleiðing af rifrildi og hins vegar í nándar- hryðjuverkastarfsemi (intimate terrorism) þar sem um mikið, títt og alvarlegt ofbeldi er að ræða þar sem ofbeldi er markvisst beitt til að ná valdi yfir annarri manneskju. Fjárhagslegt ofbeldi, ógnanir, hótanir, ein- angrun og fleira er þá notað í sama tilgangi. Johnson (1995) segir þessa tegund ofbeldis afar hættulega og bjarga verði konunni tafarlaust út úr þeim helgreipum. Heimilisofbeldi getur verið andlegt, líkamlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt. Það geta verið ein eða fleiri tegundir eða allar tegundir saman. Í töflu 2 má sjá flokkun á helstu tegundum ofbeldis. En hvernig lýsa konurnar þessum karl- mönnum sem beita þær ofbeldi? Rannsókn- Andlegt ofbeldi Andlegt ofbeldi felur í sér niðurlægjandi hegðun sem hefur það að markmiði að ná stjórn eða valdi á maka eða leiðir til slíkra yfirráða. Andlegt ofbeldi getur birst í mörgum myndum svo sem niðurlægjandi athugasemdum, ógnunum, hótunum, því að skemma hluti sem konunni finnst vænt um og eftirliti sem felst í því að konan þarf stöðugt að gera grein fyrir ferðum sínum og gerðum. Andlegu ofbeldi fylgir yfirleitt afneitun ofbeldis, þvinganir, einangrun og fleira. Þetta er hegðun sem leiðir til ofríkis þess sem henni beitir eða styrkir slíka hegðun. Líkamlegt ofbeldi Líkamlegt ofbeldi kemur oft í kjölfar andlegs ofbeldi. Það kemur fram í mörgum myndum eins og: Konan er hrist, lamin, kýld, klóruð, brennd, rasskellt, tekin kverkataki, svelt, bundin, stungin, heitu vatni hellt á hana, barin með hlutum, hlutum hent í hana, henni hrint og hent til. Oft gætir ofbeldismaðurinn þess að merki líkamlegs ofbeldis dyljist undir fötum konunnar en oft vill hann líka að þau sjáist þannig að konan fari ekkert út. Kynferðislegt ofbeldi Kynferðislegt ofbeldi kemur meðal annars fram í að kona er þvinguð til kynlífsathafna sem hún er mótfallin eða kynferðislegum svívirðingum. Maðurinn þvingar hana til að horfa á klámmyndir og skoða klámblöð, nauðgar henni eða hótar nauðgun, hótar smitun kynsjúkdóma, þvingar í vændi eða hindrar brjóstagjöf. Fjárhagslegt ofbeldi Meðal þess sem fellur undir fjárhagslegt ofbeldi er takmörkun aðgangs að peningum. Maki skammtar konunni peninga sem duga vart fyrir nauðsynjum, konan verður að gera grein fyrir hverri krónu, maki heldur stöðu fjármála leyndri fyrir konunni, kemur í veg fyrir að hún vinni sér fyrir launum eða ráðstafar launum hennar, tekur af henni alla peninga svo sem arf eða innistæðu í bankabók, ráðstafar einn sameiginlegum peningum þeirra o.fl. Tafla 2. Yfirlit yfir tegundir ofbeldis (Byggt á Ingólfur V. Gíslason (2008) og Samtök um Kvennaathvarf (2008)).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.