Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 13
B a n k a r o g e l d f j ö l l
TMM 2010 · 3 13
tungu föðurins. Er það stórmerk saga. Ekki veit ég hvort rekja megi
reiði Gordons Brown í garð Íslendinga til þessara fornu kvennamála, en
bloggfærslan sem stendur hér að ofan gæti vitnað um svipaðan ótta. Það
er þó alls ekki víst að breski bréfritarinn eða Gordon Brown eða hans
eftirmenn geri sér grein fyrir þeim ótta, því hann býr í dulvitundinni.
Hinu má halda fram með gildum rökum að til séu staurblankir Bretar
vegna þess að íslenskir auðjöfrar stálu sparifé þeirra eða réttara sagt,
þeir tóku við fé þeirra og lánuðu það til vina sinna sem eyddu því í
tóma vitleysu. Það er þó viss sárabót fyrir Bretana að íslensk alþýða
mun þurfa að borga brúsann, en íslensku auðjöfrarnir sem stundum
voru kallaðir útrásarvíkingar stálu einfaldlega öllu steini léttara og
keyptu fyrir það leikföng, þotur og snekkjur, skíðabrekkur og lúxus
íbúðir og héldu veislur þar sem þeir leyfðu stjórnmálamönnum að
leika sér og bankamönnum að skemmta sér og það ekki í smáum stíl
ef marka má reikinga frá fylgdarkonuþjónustum og fleiri kjaftasögur
sem sagðar hafa verið eftir að allt hrundi, en þó mun enginn þeirra hafa
komið heim með írska konungsdóttur einsog Höskuldur Dalakollsson
forðum, enda engir kóngar á Írlandi lengur. Flestir þessara auðjöfra búa
í London, þar sem þeir störfuðu með sína peninga, svo það ættu að vera
hæg heimatökin fyrir bresk yfirvöld að rukka þá, en þau hafa meiri
áhuga á að rukka íslenskan almenning og við bíðum bara eftir að þau
geri okkur ábyrg fyrir eldgosinu líka og setji hryðjuverkalög á eldfjöll.