Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 23
J ó n S i g u r ð s s o n s n ý r a f t u r
TMM 2010 · 3 23
sanna sig meðal þjóða,“ segir Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur.26
Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur gengur svo langt að segja að
sjálfstæðisbaráttan hafi verið „mýta“.27 Þörfnumst við ef til vill, þegar
öllu er á botninn hvolft, ekki neinnar þjóðhetju? Hvert sem svar okkar
er við þeirri spurningu og hver sem afstaða okkar er til annarra álita
mála í þjóðarsögunni, þá er leiðin til að gera upp við sjálfstæðisbarátt
una ekki sú að forðast tilvísanir til hennar í þjóðmálaumræðu líðandi
stundar. Sama gildir um Jón Sigurðsson. Hví skyldum við ekki vitna í rit
hans í rökræðum um deilumál samtímans? Í því þarf ekki að felast nein
sögufölsun. Eða er þjóðhetjan einungis til brúks á tyllidögum? Sagan
er samofin samtímanum. Mislíki sagnfræðingum og öðrum hvernig
Jóni er beitt í þágu tiltekinna stjórnmálaviðhorfa eiga þeir hinir sömu
einfaldlega að skerast í leikinn. Því verst af öllu væri ef við gleymdum
Jóni Sigurðssyni.
Tilvísanir
1 Sjá vefsíðu Eglis, Silfur Egils, þann 16. júní 2009. Slóð, http://silfuregils.eyjan.is//2009/06/16/17
juni2009/.
2 Sverrir Jakobsson, „Hverjir eiga Jón Sigurðsson? Þankar um þjóðhetju“, TMM 64:1 (2003), bls.
10–14.
3 Þjóðólfur 9. febrúar 1880.
4 Guðjón Friðriksson, Ég elska þig stormur. Ævisaga Hannesar Hafstein, Reykjavík, 2005, bls.
485.
5 „Félag stjórnarliða á Ísafirði“, Ingólfur 12. apríl 1908.
6 „Það sem í boði er“, Lögrétta 3. júní 1908.
7 „Stjórnmálafundur í Hafnarfirði“, Lögrétta 24. júní 1908.
8 „Samanburður“, Reykjavík 9. september 1908.
9 „Sagan endurtekur sig“, Lögrétta 22. júlí 1908.
10 „Mundi Jón Sigurðsson–?“, Ísafold 17. júní 1908.
11 „Fullveldið fengið“, Lögrétta 4. desember 1918.
12 „Dagurinn“, Morgunblaðið 1. desember 1918.
13 Einar Olgeirsson, „Hlutur vor“, Þjóðviljinn 17. júní 1944.
14 „„Sá er ég kyssi, hann er það““, Þjóðviljinn 19. júní 1949.
15 Hannes skrifaði þetta í athugasemd við færslu Egils Helgasonar á vefsíðunni Silfri Egils 24.
apríl 2008. Slóð: http://eyjan.is/silfuregils/2008/04/24/hvadhefdijonviljad/.
16 Einar Már Guðmundsson, Hvíta bókin, Reykjavík, 2009, bls. 111–112.
17 Ræðu Hrundar má nálgast á vef Samtaka verslunar og þjónustu, http://www.svth.is. Grein Jóns
sem hún vitnar til heitir „Um alþíng“ og birtist í öðrum árgangi Nýrra félagsrita árið 1842, bls.
1–66.
18 Páll Eggert Ólason nefndi stytta útgáfu af fimm binda ævisögu sinni um forseta „Jón Sigurðsson
– foringinn mikli: líf og landssaga“. Hún kom út 1946–47.
19 Sjá t.d. Jón Sigurðsson, „Stjórnarskrá Íslands“, Andvari 1 (1874), bls. 91.
20 Vefþjóðviljinn 28. júlí 2009. Slóð, http://www.andriki.is/default.asp?art=28072009.
21 „Frá degi til dags“, Fréttablaðið 16. júlí 2009.
22 Sjá vefsíðu Sturlu, www.sturla.is. Nákvæm slóð á ræðuna er http://sturla.is/Files/Skra_0035722.
pdf.