Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 26
P é t u r H . Á r m a n n s s o n o g S i l j a Tr a u s t a d ó t t i r
26 TMM 2010 · 3
Hver var Fritz Höger?
Fritz Höger fæddist 12. júní 1877
í þorpinu Bekenreihe, norðvestan
við Hamborg í Þýskalandi, þar
sem faðir hans var smiður og
smá bóndi. Hann lauk sveinsprófi
í smíðum og múrverki 1896 og
stundaði meistara nám við iðn
skóla í Hamborg (Bau gewerbe
schule) á árunum 1897–1899. Eftir
að hafa gegnt herskyldu í Berlín
starfaði hann sem tækniteiknari
og byggingarstjóri á arkitekta
stofunni Llund & Kallmorgen
í Hamborg. Árið 1905 kvæntist
Höger Annie Oldenburg og næstu
tvö ár starfaði hann við bygg
ingafyrirtæki tengdaföður síns.
Árið 1907 hóf hann rekstur teiknistofu og starfaði á eigin vegum sem
arkitekt til æviloka. Hann gegndi herskyldu í fyrri heimsstyrjöldinni,
aðallega í Frakklandi og Belgíu. Á árunum 1934–35 gegndi hann stöðu
prófessors við listaháskóla í Bremen (Nordische Kunsthoch schule).3
Höger var synjað um aðild að þýska arkitektasambandinu vegna skorts
á akademískri menntun. Hann var um skeið formaður í viðskipta
samtökum þýskra arkitekta (Wirtschaftlichen Vereiningung deutscher
Architekten). Hann lést í júní 1949.4
Nafn Högers er vel þekkt í þýskri og alþjóðlegri byggingarlistarsögu
20. aldar. Hans er getið sem eins helsta fulltrúa norðurþýsks múr
steinsexpressíónisma (Backsteinexpressionismus). Hugtakið „express
íónismi“ í byggingarlist hefur verið notað til að lýsa verkum nokkurra
framsækinna arkitekta í Tékklandi, Þýskalandi, Hollandi, Austurríki
og Danmörku á árabilinu frá 1910 til 1924. Í verkum þeirra má greina
tengsl við samnefnda strauma í leiklist og myndlist, þar sem tilfinn
ingarík tjáning höfundar var í öndvegi. Auðkennandi fyrir express
íónískar byggingar eru óvenjuleg form, stílfært skraut – oft með vísun í
náttúruna, skörp horn og kröftugar lóðréttar línur.
Í NorðurÞýskalandi var notkun dökkgljáandi múrsteins einkennandi
fyrir þetta tímabil, og á það sérstaklega við um verk Högers. Þekktasta
bygging hans er Chilehaus í Hamborg, reist á árunum 1922–24. Þar
Chilehaus í Hamborg, byggt 1922–
1924.