Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 35
H ú s s k á l d s i n s á S k r i ð u k l a u s t r i o g h ö f u n d u r þ e s s
TMM 2010 · 3 35
markast af álmum hússins og opnast á ská á móti suðri – veggir þessa útirýmis
líkjast faðmandi handleggjum. […]
Í þessari víðáttu byggjum við honum [Gunnari] heimili og bæ. Hér ræður
lífsförunautur hans ríkjum í herbergjunum, hún umlykur hann – og þau mynda
eina heild. Og allt, sem hann þráði, umlykur hann – og frá þessum einmanalega
stað sendir hann geisla sína út í heiminn, líkt og norðurljósin á löngum vetrar
nóttum.
Skriðuklaustur og Arnarhreiðrið
Eins og getið var um í upphafi gekk sú saga snemma á Íslandi að arkitekt
Skriðuklausturs væri sá sami og teiknað hefði svonefnt Arnarhreiður
Hitlers í Bæjaralandi. Slíkt fær ekki staðist, þar sem Fritz Höger kom
hvergi nærri hönnun síðarnefnda hússins.26
Sú bygging sem kölluð er Arnarhreiðrið (e. Eagle’s Nest) kallast á þýsku
„Das Kehlsteinhaus“. Arnarhreiðursnafnið, sem er óþekkt á þýsku, er
rakið til fransks sendiherra en Bretar og Bandaríkjamenn tóku það síðan
upp. Húsið var reist árið 1938–39 á toppi fjallsins Kehlstein, í 1834 m hæð,
skammt frá bænum Berchtesgaden, syðst í Þýskalandi, rétt við landamæri
Austurríkis. Hugmyndina að byggingunni fékk Martin Bohrmann árið
1937. Skyldi það vera gjöf til Hitlers á fimmtíu ára afmæli hans árið
1939.27
Bohrmann sá „Das Kehlsteinhaus“ fyrir sér sem griðastað fyrir For
ingjann. Hann leitaði til arkitektsins og prófessorsins Roderichs Ficks,
Skriðuklaustur