Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 45
B e r í s l e n s k a þ j ó ð i n á b y r g ð i n a á H r u n i n u ? TMM 2010 · 3 45 Þjóðarsátt um þjóðarsnilld Einn hópur er þó undanskilinn í greiningu Einars Más Jónssonar, en það er íslenska þjóðin sjálf. Ljóst er að hugmyndarfræðingar nýfrjáls­ hyggjunnar, stjórnmálamennirnir og auðmennirnir störfuðu ekki í tómarúmi, hvorki saman né aðgreindir hver frá öðrum. Þeir bjuggu allir í þjóðfélagi sem studdi þá að mestu, og reyndar æ meir eftir því sem á leið. Sjálfstæðisflokkurinn, sem var sá flokkur sem helst tók nýfrjáls­ hyggjuna upp á sína arma, vann kosningar undir merkjum hennar 1991, 1995, 1999, 2003 og 2007. Ljóst er því að flokkurinn starfaði ekki í ósátt við þjóðina. Erfiðara er að mæla viðhorf þjóðarinnar til auðmanna, þar sem þeir eru ekki kjörnir, en þó er hægt að fullyrða að þeir nutu almennt mikils álits. Jón Ólafsson reynir einmitt í grein sinni „Innri þroski …“ að sýna fram á að víðtækur samfélagssáttmáli hafi ríkt um góðærið og útrásina,3 sem bæði voru jú talin afsprengi nýfrjálshyggjunnar. Nefnir hann sem dæmi skýrslu Viðskiptaráðs frá 2006, ræður forseta Íslands og jafnvel tónlistarmyndina Gargandi snilld, en allt þetta sýndi fram á yfirburði Íslendinga og fáir settu sig upp á móti.4 Nýfrjálshyggjan var innflutt hugmyndafræði sem á rætur sínar að rekja til nokkurra kennara í háskólum í Vín og Chicago. Eigi að síður náði hún meiri tökum á íslensku þjóðinni en flestum öðrum. Hvernig er hægt að útskýra þetta? Erfitt er að tímasetja nákvæmlega hvenær nýfrjálshyggjan kom til landsins. Heimsókn höfuðpostulans Miltons Friedman árið 1984 má telja táknrænt upphaf, en líklega var stefnan þó farin að skjóta rótum talsvert fyrr. Nýfrjálshyggjan varð fyrst að alþjóðlegu afli í umrótinu upp úr 1970, og vafalaust hefur vírusinn borist hingað til lands í farteski ótal útskriftarnema í hagfræði og stjórnmálafræði uppfrá þeim tíma, ekki síst hjá þeim sem höfðu lært í hinum enskumælandi heimi. Hún fór þó ekki almennilega að breiða úr sér hérlendis fyrr en á seinni hluta 9. áratugarins. Sumir höfðu af þessu áhyggjur, en ekkert mótefni virtist fáanlegt.5 Stjórnmálafræðingurinn Andrew Gamble lýsir því hvernig kapítal­ isminn gekk í gegnum tvær meiriháttar kreppur á 20. öld, fyrst þá sem hófst í kringum 1930 og síðan aftur þá sem hófst í kringum 1971–73, og lýsti sér meðal annars í aftengingu dollars frá gullfætinum og olíu­ kreppu.6 Í fyrra skiptið var helsta vandamálið atvinnuleysi og niður­ staðan keynesískur kapítalismi með miklum ríkisafskiptum og nánast fullri vinnu. Kreppan um 1970 birtist meðal annars í mikilli verðbólgu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.