Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 47
B e r í s l e n s k a þ j ó ð i n á b y r g ð i n a á H r u n i n u ? TMM 2010 · 3 47 Ris og fall nýfrjálshyggjunnar Vandamálin sem fyrstu nýfrjálshyggjumennirnir gagnrýndu voru raun­ veruleg. Ísland hafði lengi verið fast í viðjum spillts flokkakerfis. Því er ekki að undra að stefnan hafi virkað heillandi á marga Íslendinga. Nýfrjálshyggjan átti að vera patentlausn á öllum þeim vandamálum sem fylgdu íslensku fyrirgreiðslupólitíkinni. Vinstrimenn höfðu enga sambærilega lausn. Í staðinn voru þeir settir í þá stöðu að þurfa að verja kerfi sem þeir höfðu raunverulega aldrei trúað á til að byrja með. Byltingunni hafði verið stolið af þeim, því er ekki að undra að þeir hafi verið hálf áttavilltir. Þetta var ein ástæða þess að flestar gagnrýnisraddir hljóðnuðu hægt og rólega. Kjarni hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar felst í túlkun (og stundum rangtúlkun) á hugmyndum Adams Smith. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er einn helsti (mis)túlkandi hans hérlendis og segir: Markaðsskipulagið varð til af sjálfu sér, það er sjálfsprottið. Smith átti að sjálfsögðu við það, þegar hann ræddi um „ósýnilegu höndina,“ sem ýmsir hafa misskilið. Hann átti við það, að regla hefði komist á, án þess að nokkur hefði komið henni á.12 Ein af grunnhugmyndum nýfrjálshyggjunnar var sú að allt eftirlit og regluverk væri óþarft, þar sem markaðurinn stillti hagkerfið sjálfkrafa af. Það var einmitt þetta eftirlitsleysi sem síðar reyndist svo dýrkeypt, en var stefna nýfrjálshyggjumanna frá upphafi. Segja má að hugmyndin hafi hrunið með afgerandi hætti haustið 2008 í helsta vígi hennar, Bandaríkjunum. George W. Bush, sem oft var kenndur við nýfrjálshyggjuna, neitaði þá að koma Lehman Brothers bankanum til bjargar. Hann taldi að slíkt væri ekki í verkahring ríkisins og að markaðurinn ætti að sjá um þetta.13 Markaðnum mistókst hins­ vegar að stilla sig af, með þeim afleiðingum að ríkið þurfti á endanum að bjarga fjölda annarra banka og var kostnaðurinn mun meiri heldur en ef ríkið hefði bjargað Lehman. Hið sama gerðist á Íslandi þegar Glitnir féll, markaðurinn stillti sig ekki af heldur þurfti stórfelld ríkisafskipti þegar bankarnir hrundu. Ólíkt því sem gerðist í Bandaríkjunum voru peningar hinsvegar ekki til í björgunaraðgerðir,14 og því varð hér hrun í stað niðursveiflu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.