Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 61
H i n n TMM 2010 · 3 61 Það varð löng þögn. Ég spurði: – Í Malagnou númer 17, gegnt rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni? Hann svaraði játandi. – Fyrst svo er, sagði ég ákveðinn, heitið þér Jorge Luis Borges. Ég er líka Jorge Luis Borges. Árið er 1969 og við erum í Cambridge. – Nei, svaraði hann með röddu minni, sem virtist þó ögn fjarlæg. Eftir smástund sagði hann með áherslu: – Ég er hér í Genf, á bekk nokkrum skrefum frá Rón. Vissulega er undarlegt að við líkjumst, en þér eruð miklu eldri, með grátt hár. Ég svaraði honum: – Ég get sannað fyrir þér að ég lýg ekki. Ég ætla að segja þér hluti sem ókunnugur maður gæti ekki vitað. Heima eigum við mate­tekrús úr silfri á snákafæti, sem langafi okkar kom með frá Perú. Þar er líka silfur­ þvottaskál, sem hékk úr hnakki hans. Í skápnum í herberginu þínu eru tvær raðir af bókum. Þrjú bindi af Þúsund og einni nótt Lanes, með stál­ stungu og minnispunktum skrifuðum með smárri skrift á milli kafla, latnesk orðabók Quicherats, Germanía Tacitusar á latínu og í útgáfu Gordons, Don Kíkóti í útgáfu Garniers, Tablas de Sangre eftir Rivera Indarte, með áritun höfundar, Sartor Resartus eftir Carlyle, ævisaga Amiels og – falin á bak við hinar bækurnar – er pappírskilja um kyn­ lífsvenjur á Balkanskaganum. Ég hef heldur ekki gleymt kvöldi á fyrstu hæð við Duborgtorg. – Dufour, leiðrétti hann. – Jæja þá. Dufour. Er þetta nóg? – Nei, svaraði hann. Þetta sannar ekki neitt. Ef mig er að dreyma er eðlilegt að þér vitið það sem ég veit. Langdregin upptalning yðar er til einskis. Andmæli hans voru réttmæt. Ég svaraði honum: – Ef þessi morgunn og þessi fundur okkar eru draumur, hljótum við báðir að telja að okkur sé að dreyma. Kannski hættir okkur að dreyma, kannski ekki. Augljós skylda okkar, á meðan á þessu stendur, er að viðurkenna drauminn, rétt eins og við höfum viðurkennt alheiminn og að hafa verið getnir og að sjá og anda. – Og ef draumurinn varir áfram? spurði hann kvíðafullur. Til að róa hann og róa mig lét ég sem ég væri fullur öryggis og sagði: – Draumur minn hefur nú þegar varað í sjötíu ár. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki til sá maður sem er ekki með sjálfum sér þegar hann vaknar. Það er að koma fyrir okkur núna, nema við erum tveir. Viltu ekki vita eitthvað um fortíð mína, sem er framtíð þín? Hann játti því án þess að segja orð. Ég hélt áfram örlítið hikandi:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.