Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 63
H i n n TMM 2010 · 3 63 Ég hafði ekki sleppt orðinu þegar ég fann að spurningin var guðlast. – Rússneski meistarinn hefur kafað dýpra en nokkur annar inn í völundarhús hinnar slavnesku sálar, sagði hann hátíðlega. Mér virtust þessir tilburðir til orðskrúðs vitna um að hann hefði róast. Ég spurði hann hvaða önnur verk meistarans hann hefði lesið. Hann nefndi tvö eða þrjú, meðal þeirra Tvífarann. Ég spurði hann hvort hann gæti greint á milli persóna þegar hann læsi þau, eins og þegar maður les Joseph Conrad, og hvort hann hefði hugsað sér að kanna öll verk hans. – Í sannleika sagt, nei, var svar hans, sem kom mér á óvart. Ég spurði hvað hann væri að skrifa og hann sagði mér að hann væri að vinna að ljóðabók sem hann ætlaði að nefna Rauðu sálmana. Hann var líka að velta fyrir sér titlinum Rauða hrynjandin. – Af hverju ekki? spurði ég. Þú getur vísað á góðar fyrirmyndir. Bláu kvæði Rubens Darió og Gráa söng Verlaines. Án þess að hlusta á mig útskýrði hann fyrir mér að bókin hans myndi fjalla um bræðralag allra manna. Ljóðskáld nú á dögum gæti ekki snúið baki við kalli tímans. Ég hugsaði mig örlítið um og spurði hann svo hvort honum fyndist hann virkilega vera bróðir allra. Allra útfararstjóra til dæmis, allra bréfbera, allra kafara, allra sem búa þeim megin við götuna þar sem húsnúmerin eru sléttar tölur, allra raddlausra, og svo framvegis. Hann sagði mér að bókin sín vísaði til alþýðu manna, sem er kúguð og firrt. – Alþýðan þín, kúguð og firrt, er ekkert annað en sértekning, svaraði ég honum. Aðeins einstaklingar eru til, það er að segja, ef einhver er yfirleitt til. Maður gærdagsins er ekki maður dagsins í dag, sagði ein­ hver Grikkinn. Við tveir, á þessum árbakka í Genf eða Cambridge, erum kannski sönnun þess. Fyrir utan óhagganleg spjöld sögunnar geta minnisstæðir atburðir verið án minnisstæðra orða. Maður, sem er við dauðans dyrvill minnast tréristu sem hann sá í æsku, hermenn á leið í bardaga tala um leðjuna eða liðþjálfann. Aðstæður okkar voru einstakar og satt að segja vorum við ekki búnir undir þær. Við töluðum, að sjálfsögðu, um bókmenntir. Ég er hræddur um að ég hafi ekki sagt annað og meira en það sem ég er vanur að segja við blaðamenn. Alter ego mitt trúði á uppfinningu eða uppgötvun nýrra myndhverfinga, það er að segja þær sem leiða í ljós náinn og augljósan skyldleika, sem ímyndunarafl okkar hefur þegar samþykkt. Ellin og sólsetrið, draumarnir og lífið, rennsli tíma og vatns. Ég gerði grein fyrir þessari skoðun minni, sem hann gerði svo grein fyrir í bók mörgum árum síðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.