Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 64
J o r g e L u i s B o r g e s 64 TMM 2010 · 3 Hann hlustaði varla á mig. Skyndilega sagði hann: – Ef þér hafið verið ég, hvernig útskýrið þér þá að þér hafið gleymt fundi yðar með rosknum manni árið 1918, sem sagðist einnig vera Borges? Ég hafði ekki gert ráð fyrir þessum erfiðleikum. Ég svaraði án sann­ færingar: – Hugsanlega var þessi fundur okkar svo furðulegur að ég reyndi að gleyma honum. Hann spurði feimnislega: – Hvernig er minni yðar? Ég gerði mér grein fyrir því að ungum pilti, sem hafði ekki fyllt annan tuginn, þætti maður sem kominn var yfir sjötugt vera kominn á grafarbakkann. Ég svaraði: – Ég virðist kannski stundum gleyminn, en minnið finnur enn það sem ég bið það um. Ég nem engilsaxnesku og er ekki neðstur í bekknum. Samræður okkar höfðu varað of lengi til að geta verið draumur. Ég fékk skyndilega hugdettu. – Ég get sannað fyrir þér hér og nú að þig er ekki að dreyma mig, sagði ég. Hlustaðu vel á þessa ljóðlínu, sem þú hefur aldrei lesið, en ég þekki. Ég fór hægt með þetta þekkta vers: L’hydre­univers tordant son corps écaillé d’astres. Ég skynjaði óttablandna undrun hans. Hann endurtók versið lágum rómi og naut hvers ljómandi orðs. – Það er rétt, muldraði hann. Ég gæti aldrei skrifað neitt í líkingu við þetta. Hugo hafði sameinað okkur. Áður hafði hann endurtekið af ástríðu, man ég núna, stutt brot úr verki Walts Whitman þar sem hann minnist þess að hafa eytt nóttu við sjóinn og verið raunverulega hamingjusamur. – Ef Whitman hefur ort þetta, varð mér að orði, er það af því að hann þráði það en varð ekki að ósk sinni. Ljóðið batnar ef við lítum á það sem tjáningu þrár, en ekki frásögn af því sem hefur gerst. Hann starði á mig. – Þér þekkið hann ekki, hrópaði hann. Whitman er ekki fær um að ljúga. Hálf öld líður ekki til einskis. Á meðan á samtali okkar um skáld og rithöfunda og mismunandi smekk okkar stóð, gerði ég mér grein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.