Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 64
J o r g e L u i s B o r g e s
64 TMM 2010 · 3
Hann hlustaði varla á mig. Skyndilega sagði hann:
– Ef þér hafið verið ég, hvernig útskýrið þér þá að þér hafið gleymt
fundi yðar með rosknum manni árið 1918, sem sagðist einnig vera
Borges?
Ég hafði ekki gert ráð fyrir þessum erfiðleikum. Ég svaraði án sann
færingar:
– Hugsanlega var þessi fundur okkar svo furðulegur að ég reyndi að
gleyma honum.
Hann spurði feimnislega:
– Hvernig er minni yðar?
Ég gerði mér grein fyrir því að ungum pilti, sem hafði ekki fyllt
annan tuginn, þætti maður sem kominn var yfir sjötugt vera kominn á
grafarbakkann. Ég svaraði:
– Ég virðist kannski stundum gleyminn, en minnið finnur enn
það sem ég bið það um. Ég nem engilsaxnesku og er ekki neðstur í
bekknum.
Samræður okkar höfðu varað of lengi til að geta verið draumur.
Ég fékk skyndilega hugdettu.
– Ég get sannað fyrir þér hér og nú að þig er ekki að dreyma mig, sagði
ég. Hlustaðu vel á þessa ljóðlínu, sem þú hefur aldrei lesið, en ég þekki.
Ég fór hægt með þetta þekkta vers:
L’hydreunivers tordant son corps écaillé d’astres.
Ég skynjaði óttablandna undrun hans. Hann endurtók versið lágum
rómi og naut hvers ljómandi orðs.
– Það er rétt, muldraði hann. Ég gæti aldrei skrifað neitt í líkingu við
þetta.
Hugo hafði sameinað okkur.
Áður hafði hann endurtekið af ástríðu, man ég núna, stutt brot úr
verki Walts Whitman þar sem hann minnist þess að hafa eytt nóttu við
sjóinn og verið raunverulega hamingjusamur.
– Ef Whitman hefur ort þetta, varð mér að orði, er það af því að hann
þráði það en varð ekki að ósk sinni. Ljóðið batnar ef við lítum á það sem
tjáningu þrár, en ekki frásögn af því sem hefur gerst.
Hann starði á mig.
– Þér þekkið hann ekki, hrópaði hann. Whitman er ekki fær um að
ljúga.
Hálf öld líður ekki til einskis. Á meðan á samtali okkar um skáld
og rithöfunda og mismunandi smekk okkar stóð, gerði ég mér grein