Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 75
Í s l e n s k t h á s k ó l a s a m f é l a g í m ó t u n TMM 2010 · 3 75 Um skoðanaskipti doktorsefnis og andmælenda skrifaði hann: Doktorsefni stóð sig vel, að kalla mátti: var þó óþarflega firtinn [svo!] yfir nokkrum athugasemdum og jafnvel á pörtum full ungæðingslegur eða hortug­ ur, sem þó var ekki með öllu tilefnislaust. Frumandmælandi heimspekideildar var mikið daufari en menn bjuggust við, svo skeleggur maður sem hann ella er, og lítið nákvæmur í gagnrýni sinni, enda heyrðu vart aðrir áheyrendur til hans að fullu en þeir, sem næstir sátu (sem verður að meta óþarfa kurteisi af svo vel rómuðum manni). Gleggri var annar andmælandi deildarinnar, og tók hann efni það, er hann gerði athugasemdir við, föstum tökum og beitti góðum rökum. En mesta eftirtekt vakti þó andmælandinn úr áheyrendahóp, vel undirbúinn og til í allt, en hafði þó ekki takmarkað umræðuefni sitt nægilega, var einnig að nokkru leyti um of hótfyndinn og í sumu ekki nógu heflaður.6 Sigurður Nordal, sem stýrði athöfninni, svaraði þessari grein í Morgun­ blaðinu nokkrum dögum síðar og sagði að hjá Háskólanum væri ekki hefð fyrir hátíðlegum og íburðarmiklum doktorsvígslum eins og þekktust víða erlendis heldur væri athöfnin hér á landi öllu lág­ stemmdari, enda hefði skólinn ekki burði fyrir slíkar „skrautsýningar“.7 Þá nefnir Sigurður að greinarhöfundur … finnur að því, að lestrarsalur Landsbókasafnsins sé óhentugt húsnæði, að borðin hafi ekki verið flutt burtu (þau eru skrúfuð föst í gólfið) og römm girðing skuli ekki hafa verið reist milli „áheyrendaþvögunnar“ og hinna „háu herra“, svo að áheyrendur hafi sloppið upp til þeirra og hvíslast á við þá. Sigurður benti á að Safnahúsið væri skásti kosturinn sem völ væri á, og erfitt að gera miklar breytingar á húsnæðinu fyrir þetta tilefni. Sigurður bætti jafnframt við nokkrum línum um klæðaburð sinn þennan dag: Ein höfuðorsökin á hendur deildarforseta og fyrra andmælanda er sú, að þeir hafi komið í sínum hversdagsfötum, ekki einu sinni [„]með hvítt um hálsinn“! Ég skal geta þess, sannleikans vegna, að ég lagði það einmitt á mig þennan dag að setja upp háan, hvítan flibba, sem ég annars lít á sem eitt af píslarfærum tískunnar, og fara í svartan jakka og röndóttar buxur. En hitt er átakanlegt dæmi um vanþakklæti heimsins, að hann skyldi ekki sjá flibbann, þar sem hann líklega hefur verið eini áheyrandinn, sem var að hugsa um form og stíl. Það er úrelt tíska hjá þeim þjóðum, sem best kunna skil á slíku, að vera í kjólbúningi (kvöldfötum) fyrra hluta dags, jafnvel þó að gengið sé fyrir konunga.8 Loks benti Sigurður á að staða Háskólans í íslensku þjóðlífi væri nokkuð erfið þar sem ekki væri almenn sátt um virðingarstöðu hans í samfélaginu – sitt sýndist hverjum: „Þetta ólukku há í nafni hans hefir ögrandi áhrif … [s]umum finst tildrið of mikið, sumum auðsjáanlega of
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.