Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 81
N o k k u r o r ð u m S i g f ú s D a ð a s o n
TMM 2010 · 3 81
Rimbaud, Baudelaire, Apollinaire, Lautréamont og fleirum. Þarna sátu
þessir gömlu vinir hinum megin borðsins á Coupole og mér varð allt
í einu ljóst hvað mér þótti vænt um þá báða. Jón var flókinn en hlýr
persónuleiki, brynjaður og berskjaldaður í senn. Sigfús óháður og sjálf
stæður með einstaklega skarpan fókus í hugsun, gat þjappað hverju sem
er saman í eina línu.
En þarna á Coupole ríkti léttúðin og þeim mun fremur sem menn
voru alvarlegri að upplagi. Ég hafði aldrei fyrr séð Sigfús Daðason jafn
glaðan; það er kannski ofmælt að hann hafi verið í stöðugu hláturskasti
en þau urðu samt nokkur, ein þrjú sem ég man og það fyrsta þarna um
kvöldið. Meðal annars sem gladdi hann á þessu ferðalagi okkar var að fá
staðfestingu á því að Jón væri óbreyttur. „Jón breytist aldrei,“ muldraði
hann og andvarpaði af feginleik.
Ekki minnkaði gleði Sigfúsar um hádegi daginn eftir þegar fram kom
hjá Jóni að nú væri silungur það eina sem hann gæti borðað. Silungur var
vandfundinn á veitingahúsunum og við þurftum að ganga langalengi
þar til við fundum loks sársvangir og göngulúnir rándýran veitingastað
sem var með silung á boðstólum. Að máltíð lokinni spurðum við Jón
hvernig silungurinn hefði bragðast, stoltir eins og foreldrar sem hafa lagt
eitthvað mikið á sig fyrir barn sitt. „Hann var sæmilegur,“ sagði Jón, „en
þessi sósa með honum var afleit.“ Þá setti mikinn hlátur að Sigfúsi og
hann endurtók setninguna frá því kvöldinu áður: „Jón breytist aldrei.“
Í lestinni suður til Bordeaux höfðum við setið óralengi, þetta var fyrir
tíma ofurhraðlestanna, allir ferðafélagarnir voru rólegir og settlegir, ég
einn var orðinn ákaflega óþolinmóður.
Við sjóndeildarhring glitti í kjarnorkuver með gríðarlegum risa
stromp um. Ég hafði orð á því að þetta minnti mig á sementsverk
smiðjuna á Akranesi nema bara miklu stórbrotnara.
Jóni þótti þetta fáránleg samlíking og espaðist ég við það og færði mig
upp á skaftið. Fyrr en varði var ég farinn að spinna mikinn dýrðaróð til
kjarnorkunnar, datt ekki í hug að Jón héldi að ég væri að tala í alvöru
en það hélt hann og þótti þetta ákaflega vitlaus og meira að segja stór
hættuleg skoðun.
Áfram hélt ég ögrunarspuna mínum allt þar til Jón kom með pöns
línuna: „Ég fer út, Sigurður, ef þú hættir ekki!“ og leit allt út fyrir að
hann ætlaði sér að stíga úr lestinni á ferð. Í þann mund tók Pétur Gunn
arsson til við að flytja ljóð Hannesar Hafstein, Ég elska þig stormur sem
geisar um grund, og það var þá sem ég heyrði Sigfús fá hláturskast hið
þriðja sinni í þessari ferð okkar.