Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 81
N o k k u r o r ð u m S i g f ú s D a ð a s o n TMM 2010 · 3 81 Rimbaud, Baudelaire, Apollinaire, Lautréamont og fleirum. Þarna sátu þessir gömlu vinir hinum megin borðsins á Coupole og mér varð allt í einu ljóst hvað mér þótti vænt um þá báða. Jón var flókinn en hlýr persónuleiki, brynjaður og berskjaldaður í senn. Sigfús óháður og sjálf­ stæður með einstaklega skarpan fókus í hugsun, gat þjappað hverju sem er saman í eina línu. En þarna á Coupole ríkti léttúðin og þeim mun fremur sem menn voru alvarlegri að upplagi. Ég hafði aldrei fyrr séð Sigfús Daðason jafn glaðan; það er kannski ofmælt að hann hafi verið í stöðugu hláturskasti en þau urðu samt nokkur, ein þrjú sem ég man og það fyrsta þarna um kvöldið. Meðal annars sem gladdi hann á þessu ferðalagi okkar var að fá staðfestingu á því að Jón væri óbreyttur. „Jón breytist aldrei,“ muldraði hann og andvarpaði af feginleik. Ekki minnkaði gleði Sigfúsar um hádegi daginn eftir þegar fram kom hjá Jóni að nú væri silungur það eina sem hann gæti borðað. Silungur var vandfundinn á veitingahúsunum og við þurftum að ganga langalengi þar til við fundum loks sársvangir og göngulúnir rándýran veitingastað sem var með silung á boðstólum. Að máltíð lokinni spurðum við Jón hvernig silungurinn hefði bragðast, stoltir eins og foreldrar sem hafa lagt eitthvað mikið á sig fyrir barn sitt. „Hann var sæmilegur,“ sagði Jón, „en þessi sósa með honum var afleit.“ Þá setti mikinn hlátur að Sigfúsi og hann endurtók setninguna frá því kvöldinu áður: „Jón breytist aldrei.“ Í lestinni suður til Bordeaux höfðum við setið óralengi, þetta var fyrir tíma ofurhraðlestanna, allir ferðafélagarnir voru rólegir og settlegir, ég einn var orðinn ákaflega óþolinmóður. Við sjóndeildarhring glitti í kjarnorkuver með gríðarlegum risa­ stromp um. Ég hafði orð á því að þetta minnti mig á sementsverk­ smiðjuna á Akranesi nema bara miklu stórbrotnara. Jóni þótti þetta fáránleg samlíking og espaðist ég við það og færði mig upp á skaftið. Fyrr en varði var ég farinn að spinna mikinn dýrðaróð til kjarnorkunnar, datt ekki í hug að Jón héldi að ég væri að tala í alvöru en það hélt hann og þótti þetta ákaflega vitlaus og meira að segja stór­ hættuleg skoðun. Áfram hélt ég ögrunarspuna mínum allt þar til Jón kom með pöns­ línuna: „Ég fer út, Sigurður, ef þú hættir ekki!“ og leit allt út fyrir að hann ætlaði sér að stíga úr lestinni á ferð. Í þann mund tók Pétur Gunn­ arsson til við að flytja ljóð Hannesar Hafstein, Ég elska þig stormur sem geisar um grund, og það var þá sem ég heyrði Sigfús fá hláturskast hið þriðja sinni í þessari ferð okkar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.