Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 89
S k á l d á N ý h i l s h á t í ð
TMM 2010 · 3 89
og þegar þú talar
horfi ég bara á munninn á þér
Þetta er dagurinn
sem ég þarf að skrifa um núna
Þetta eru svínahæklarnir
og einróma samþykki þeirra
sem þú hefur verið að bíða eftir
Skilaðu kveðju til mömmu þinnar
Þýðendur Guðrún Elsa Bragadóttir og Kristín Svava Tómasdóttir
JeanMichel Espitallier, f. 1957, er franskt ljóðskáld og trommuleikari,
búsettur í París. Hann hefur gefið út fjölda bóka; sú síðasta er Syd Bar
rett, le rock et autres trucs, 2009.
Orðræðusaga ástarinnar
– Ég elska þig.
– Ég elska þig líka.
– Ég veit.
– Ég veit að þú veist það.
– Ég veit að þú veist að ég veit að þú veist það.
– Og ég veit að þú veist að ég elska þig.
– Ég veit að þú veist það og þú veist að ég veit að þú veist að ég veit það, og þú
veist að ég veit að þú veist að ég elska þig.
– Ég veit að þú veist það og þú veist að ég veit að þú veist að ég veit að þú veist að
ég veit það, og ég veit að þú veist að ég veit að þú veist að ég veit að þú veist það.
– Og elskarðu að ég skuli vita það?
– Já, ég elska að vita að þú vitir það, ég elska að þú vitir að ég viti að þú elskar
mig, ég elska að vita að þú elskir mig og ég elska að vita að þú vitir það.
– Og ég elska að vita að þú vitir að ég viti að þú elskar að vita að ég elski þig.
– Ég veit, og ég elska að elska að vita að þú elskir að vita að þú vitir að ég viti að
þú veist að ég elska að elska að vita að þú vitir að ég skuli vita að þú elskir mig.
– Ég elska að vita að ég elska þig.
– Ég elska að elska að vita að þú vitir að þú elskir að ég skuli vita að ég elska þig.
– Ég elska að vita að þú skulir elska að vita að ég viti það.
– Og ég elska að elska að þú skulir elska að vita það.
– Ég veit að þú elskar mig og ég elska að vita að þú vitir að ég viti það.
– Ég elska þig.
– Ég veit.
– Ég vissi það.
Þýðandi Kári Páll Óskarsson