Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 91
S k á l d á N ý h i l s h á t í ð
TMM 2010 · 3 91
Einhyrningsstandpína fyrir mannkynið
Þú, herra minn eða frú, ert nasisti
ef þú afneitar einhyrningsmannúð
okkar sem erum ekki jafn heppin
í fegurðardeildinni.
Þegar ég gaf fyrst út þýðingu mína á
Ónáttúrulegu ástandi einhyrningsins á pólsku
voru einhyrningar ekki kunnugir mönnum,
þeir dvöldu langt frá manna byggðum
og leituðu til fjalla, skóga,
staða þar sem enn gæti verið töfra að finna.
Þeir hlupu um grænt skóglendi,
stoltir og frjálsir,
aldrei eltir af gráðugum mönnum.
Krakkar í dag
með sína rapptónlist og standpínu
eiga eftir að útrýma mannkyninu.
(Hafið í huga að ég hef ekki hugmynd um
hvernig börn eru búin til.)
Þagmælska, heiðarleiki
og mannúð
einhyrningsstandpínunnar –
ef ég gæti breytt einhverju í eigin fari
hefði ég einhyrningsstandpínu í munninum
fyrir tveimur dögum,
af alls 212 manns.
Hve tómur er ekki heimur án regnboga!
Hvar værum við án einhyrninga!
„Á hverjum degi er ég svolítið gröð“
er augljós vísun í einhyrningsstandpínuna –
samstaða með öllu sem er hamingjusamt og dúnmjúkt.
Jafn bleikt, jafn nýtt og jafn hávært
og rök, nýfædd einhyrningsstandpína.
Og þegar þú fylgir röku nýfæddu einhyrningsstandpínunni þinni
munu standpínur eiga sér stað
þar sem þú hefðir ekki haldið að það væru neinar standpínur
og þar sem aldrei væru standpínur fyrir neinn annan.
Það verður fullt af einhyrningsstandpínumannúð
í vinkonunni á sumum.
Vittu bara til.
Þýðandi Kristín Svava Tómasdóttir