Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 92
K r i s t í n S vava Tó m a s d ó t t i r o g G u ð r ú n E l s a B r a g a d ó t t i r
92 TMM 2010 · 3
Teemu Manninen, f. 1977, er finnskt ljóðskáld, bókmenntafræðingur og
ritstjóri, búsettur í Helsinki. Hann hefur gefið út fjögur ljóðasöfn, síðast
Säkeitä I og Futurama, 2010.
Barn er lítill sívalningur
Barn er venjulega talið vera í sínu
besta leikformi frá 9 til 15 ára aldurs,
það sem barnið þráir í raun
er að fá heilalausar fituklessur
í blóðrásina.
Barn hefur verið að fullu þjálfað þegar það
má virkja við vinnu á meðan bjart er úti.
Smáhestur er engu ásættanlegri.
Barn er allir bandaríkjamenn, keyptir eða seldir,
einstakt kyn í loftbelgskappi.
Barn er lítill sívalningur
hræddur við loftbelgi
sem mælist aldrei hærri,
á jafnsléttu,
en 148 cm skólaus.
Barn er átmaskína, sveigjanlegt,
hreint borð, dásamleg viðbót
við heimili með eða án kjúklinga.
Barn er ekki jafn mikil ógn við manninn í húsinu
því það er kynferðislega óþroska.
Barn í neyð er talið „sjaldgæft“
og það þýðir ekki endilega
að það sé bilað og ekki sé hægt að laga það.
Maður þarf bara að slá inn eftirfarandi kóða:
„í hvert skipti sem þú fróar þér drepur guð kettling.“
Þýðandi Eiríkur Örn Norðdahl