Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 93
TMM 2010 · 3 93
Þorvaldur Gylfason
Íslenskt vögguljóð
Frá unglingsárum fram yfir miðjan aldur samdi Gylfi Þ. Gíslason
prófessor, faðir minn, rösklega tuttugu sönglög. Flest þeirra eru til á
prenti og á hljómplötum og diskum. Lagið Hanna litla eftir Þangbrand
Þorsteinsson við ljóð Tómasar Guðmundssonar heyrðist stundum í
útvarpinu, þegar ég var strákur, síðasta lag fyrir fréttir. Fáir vissu, að
lagið var eftir Gylfa, enda gekkst hann ekki opinberlega við þessari
tómstundaiðju sinni fyrr en um fimmtugt. Nú er Hanna litla til á diski
undir réttu höfundarnafni; Garðar Cortes óperusöngvari syngur lagið
með léttri og leikandi ástríðu.
Gylfi bjó til laglínur við ljóð og lagði einfalda hljóma við þær. Þegar
þar að kom, fékk hann þjálfaða tónlistarmenn til að útsetja lögin, áður
en hann lét þau fara frá sér. Fyrsti útsetjari Gylfa á lokavetri hans í
Menntaskólanum í Reykjavík 1935–36 var Karl O. Runólfsson tónskáld.
Löngu síðar gerðist vinur Gylfa, Jón Þórarinsson tónskáld, aðalútsetjari
hans. Tuttugu sönglög Gylfa birtust á prenti 1985 í listilegri útsetningu
Jóns handa söngrödd og píanói. Jón hafði áður útsett sum lögin handa
karlakórnum Fóstbræðrum, sem hann stjórnaði um árabil.
Eitt laga sinna setti Gylfi aldrei í hendur Jóns, þótt hann feginn vildi,
svo að það hefur ekki fyrr en nú birzt á prenti. Gylfa þótti ekki rétt að
leggja þetta lag á vin sinn vegna þess, að Jón hafði sjálfur gert landfleygt
lag við sama kvæði, Íslenskt vögguljóð eftir Halldór Kiljan Laxness.
Gylfa þótti lag Jóns vera betra, það segir sig sjálft, en honum fannst lagið
sitt samt kannski eiga rétt á sér við hlið hins vegna þess, að lag Jóns er í
moll – og þetta er svo glaðleg vögguvísa hjá Halldóri, sagði Gylfi, að hún
þarf helzt að vera í dúr.
Árin liðu. Róbert Arnfinnson leikari söng lög Gylfa inn á tvær
hljómplötur 1974 og 1979 í fágaðri hljómsveitarútsetningu Jóns Sigurðs
sonar, sem stundum var kenndur við bassa. Á síðari plötunni söng
Róbert vögguljóð Halldórs. Lagið hafði þá ekki heyrzt áður utan veggja