Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 93
TMM 2010 · 3 93 Þorvaldur Gylfason Íslenskt vögguljóð Frá unglingsárum fram yfir miðjan aldur samdi Gylfi Þ. Gíslason prófessor, faðir minn, rösklega tuttugu sönglög. Flest þeirra eru til á prenti og á hljómplötum og diskum. Lagið Hanna litla eftir Þangbrand Þorsteinsson við ljóð Tómasar Guðmundssonar heyrðist stundum í útvarpinu, þegar ég var strákur, síðasta lag fyrir fréttir. Fáir vissu, að lagið var eftir Gylfa, enda gekkst hann ekki opinberlega við þessari tómstundaiðju sinni fyrr en um fimmtugt. Nú er Hanna litla til á diski undir réttu höfundarnafni; Garðar Cortes óperusöngvari syngur lagið með léttri og leikandi ástríðu. Gylfi bjó til laglínur við ljóð og lagði einfalda hljóma við þær. Þegar þar að kom, fékk hann þjálfaða tónlistarmenn til að útsetja lögin, áður en hann lét þau fara frá sér. Fyrsti útsetjari Gylfa á lokavetri hans í Menntaskólanum í Reykjavík 1935–36 var Karl O. Runólfsson tónskáld. Löngu síðar gerðist vinur Gylfa, Jón Þórarinsson tónskáld, aðalútsetjari hans. Tuttugu sönglög Gylfa birtust á prenti 1985 í listilegri útsetningu Jóns handa söngrödd og píanói. Jón hafði áður útsett sum lögin handa karlakórnum Fóstbræðrum, sem hann stjórnaði um árabil. Eitt laga sinna setti Gylfi aldrei í hendur Jóns, þótt hann feginn vildi, svo að það hefur ekki fyrr en nú birzt á prenti. Gylfa þótti ekki rétt að leggja þetta lag á vin sinn vegna þess, að Jón hafði sjálfur gert landfleygt lag við sama kvæði, Íslenskt vögguljóð eftir Halldór Kiljan Laxness. Gylfa þótti lag Jóns vera betra, það segir sig sjálft, en honum fannst lagið sitt samt kannski eiga rétt á sér við hlið hins vegna þess, að lag Jóns er í moll – og þetta er svo glaðleg vögguvísa hjá Halldóri, sagði Gylfi, að hún þarf helzt að vera í dúr. Árin liðu. Róbert Arnfinnson leikari söng lög Gylfa inn á tvær hljómplötur 1974 og 1979 í fágaðri hljómsveitarútsetningu Jóns Sigurðs­ sonar, sem stundum var kenndur við bassa. Á síðari plötunni söng Róbert vögguljóð Halldórs. Lagið hafði þá ekki heyrzt áður utan veggja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.