Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 96
96 TMM 2010 · 3 Á d r e p u r Orri Vésteinsson Menningararfur á markaðstorgi Það hefur verið uppgangur í fornleifarannsóknum á Íslandi undanfarin ár. Fyrir aldarfjórðungi mátti telja starfandi fornleifafræðinga á fingrum annarrar handar en nú hleypur tala þeirra á tugum. Fleiri hendur vinna meira verk og má nefna sem dæmi að í skýrsluröð Fornleifastofnunar, sem hóf göngu sína 1995, eru nú 448 skýrslur, stórar og smáar. Þar er að finna meiri fróðleik um íslenskar fornleifar en tekist hafði að draga saman á 150 árunum þar á undan. Þennan vöxt má þakka harðsnúnu liði íslenskra fornleifafræðinga en hann er líka beint afsprengi af uppgangstímum þeim sem lauk með hvelli haustið 2008. Allt frá því að Íslendingar fóru að flokka sig með efnuðustu þjóðum heims hefur verið tiltölulega laust um fé úr sjóðum almennings til fornleifarann­ sókna, rannsókna sem almenningur hefur að stærstum hluta velþóknun á og stjórnmálamenn þar af leiðandi líka. Miklu munaði um Kristnihátíðarsjóð sem styrkti myndarlega marga fornleifauppgrefti á árunum 2002–2006 en undanfarin ár hafa margar stórar rannsóknir einnig verið reknar á beinum styrkjum frá Alþingi. En uppgangurinn í efnahagslífinu hefur ýmis önnur áhrif því að framkvæmdir, stórar sem smáar, skapa þörf fyrir fornleifarann­ sóknir, t.d. kortlagningu fornleifa og uppgröft þegar ákveðið er að þær þurfi að víkja vegna álvera eða skrifstofubygginga. Mjög lauslega áætlað losaði fjár­ magn til fornleifarannsókna um þriðjung úr milljarði á ári fyrir hrun og ámóta lauslega má ætla að um tveir þriðju hlutar af því fé hafi fallið til (beint og óbeint) vegna framkvæmda. Miðað við kostnaðinn við byggingu álvera og skrifstofubygginga er þetta smáræði en miðað við það fé sem veitt er til rann­ sókna á íslenskum menningararfi eru þetta myndarlegar upphæðir. Yfir þessu má gleðjast, en eðlilegt er líka að spurt sé hvernig þetta fé nýtist; hvenær kemur að útborgun þessa arfs? Eins og á mörgum öðrum sviðum íslensks þjóðfélags er tilhneigingin sú að eftir því sem upphæðirnar verða stærri þeim mun meira er svindlað á almenn­ ingi. Það gerist ekki síst þannig að fornleifum er frekar mokað burt eða rann­ sókn þeirra gerð með fljótaskrift ef framkvæmdaaðilinn er ríkið sjálft eða einhver þjóðhagslega fyrirferðarmikill aðili því þóknanlegur. Þannig voru til dæmis merkar minjar í Reyðarfirði fjarlægðar án mikillar viðhafnar þegar þar þurfti að koma fyrir álveri. Ef bóndi þarf hinsvegar að byggja hlöðu eða skrif­ stofukona sumarbústað má viðkomandi búast við að bera fullan kostnað af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.