Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 97
Á d r e p u r
TMM 2010 · 3 97
ítarlegri rannsókn. Þessi þróun komst á nýtt stig sumarið 2008 þegar jarð
vinnuverktökum með enga reynslu af fornleifarannsóknum var falið að grafa
upp fornleifar á svokölluðum Alþingisreit á grundvelli útboðs. Með því var
stigið til fulls skrefið í átt að markaðsvæðingu fornleifarannsókna á Íslandi.
Það kemur mörgum eflaust spánskt fyrir sjónir að vísindalegar rannsóknir
geti verið háðar útboðum eða að hvaða verktaki sem er geti, óháð sérþekkingu,
tekið að sér fornleifarannsóknir. Öðrum kann að finnast það alveg sjálfsagt og
eðlilegt. Álitamálin í þessu eru flókin og er ástæða til að ræða þau vandlega. Til
þess er gott tóm einmitt nú í kjölfar hrunsins því svokallaðar markaðsrann
sóknir í fornleifafræði hafa nær algerlega lagst niður en þegar hagkerfi landsins
réttir úr kútnum mun eflaust sækja í sama farið að óbreyttu. Hér verður sýnt
að veigamikil rök hníga að því að það geti alls ekki verið skynsamlegt að forn
leifarannsóknir séu háðar annarskonar samkeppni en vísindalegri og að
nauðsynlegt sé að endurskoða skipulag íslenskra fornleifarannsókna frá
grunni.
Það eyðist sem af er tekið
Fornleifar hafa tvennskonar sérstöðu sem aðgreinir þær frá öðrum tegundum
menningararfs og aðgreinir vísindalega rannsókn þeirra frá öðrum tegundum
rannsókna:
Fornleifar eru ófyrirsjáanlegar. Það er ekki hægt að vita nema með upp•
grefti hvort eða hvaða fornleifar leynast á tilteknum stað. Það geta verið
margskonar vísbendingar sem fornleifafræðingar nýta sér til að spá fyrir
um það sem á eftir að finnast, en í grundvallaratriðum er fornleifaupp
gröftur alltaf för á vit hins óþekkta og óvænta. Þetta er það sem gerir forn
leifauppgröft spennandi en þetta er líka ástæðan fyrir því að í nafni var
kárni þykir oft ástæða til að gera fornleifauppgröft fyrst á þeim stöðum
þar sem jarðrask vegna framkvæmda er nauðsynlegt – það er aldrei að vita
hvað gæti leynst undir sverði.
Fornleifarannsókn með uppgrefti verður ekki endurtekin. Þegar það er •
einu sinni búið að grafa upp fornleifar, finna og fjarlægja gripi, moka burt
mold og sandi, þá verður það ekki gert aftur. Upphaflegt samhengi þess
sem fannst hefur verið fjarlægt og enginn getur skoðað það aftur. Það er
oft sagt að uppgröftur sé eyðilegging og það er rétt að því leyti að óhugs
andi er að öllum upplýsingum sé safnað sem geta skipt máli – t.d. eftir
áratug þegar nýjar rannsóknarspurningar hafa vaknað. Af þessum sökum
er ábyrgð þess sem stjórnar uppgrefti mikil, meiri en flestra annarra vís
indamanna, því ef illa tekst til þá glatast upplýsingar, þekking um menn
ingararf, sem að öðrum kosti hefði mátt virkja til góðs. Það þarf því að
gera mikla kröfur til þeirra sem stjórna fornleifauppgrefti, og þeim mun
meiri sem uppgröfturinn er stærri og flóknari.