Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 110
D ó m a r u m b æ k u r 110 TMM 2010 · 3 Þrisvar sinnum í sögunni missir Hind stjórn á sér og þá brýst fyrirvaralaust út hamslaus reiði og illska sem gera Gunni bilt við. Nei, og mér langar ekki feitt lengur að vera á þessu djöfuls draugasetri hérna sem er ekki einu sinni tengt, ég þarf að komast í bæinn svo ég geti sent ímeil og só on, þú getur bara fokkað þér hérna sjálf! Maður segir mig langar, ekki mér langar, segi ég stillilega, en þá sprettur hún upp, gargar: vertu ekki alltaf með hausinn uppí rassgatinu á þér þarna kelling!“ (73) Í síðasta æðiskastinu sem barnið tekur munar hársbreidd að hún verði Gunni að bana. Þegar Gunnur horfir í augun á henni er í þeim tilfinningakuldi morðingjans. Uppgjör Það tekur Gunni ekki nema þrjá sólarhringa að kortleggja sálarlíf stúlkunnar. Spurningin er hvað hún á að gera við hana. Hind hefur verið þröngvað upp á hana og Gunnur er full af andúð á henni frá því fyrsta. Um leið þekkir hún sjálfa sig í Hind á einhvern hátt sem kemur aftan að henni. Hún byrjar strax að reyna að ná til stúlkunnar en gengur beint á varnarveggi hennar. Leiðin sem hún velur næst er að nálgast hana frá hlið, gegnum sögur af sjálfri sér og upp­ vexti sínum. Hún setur þetta upp eins og sameiginlegan rannsóknarleiðangur þeirra tveggja enda er hann það. Í raun víxlast hlutverk Gunnar og Hindar þannig að Hind tekur við hlutverki sálgreinandans sem hlustar og gerir athugasemdir við sjálfsgreiningu og óstyrka leit Gunnar að upphafi og orsök­ um. Það er markatilfellið Hind sem hjálpar Gunni að ná áttum í sínum sjúka veruleika. Saga Gunnar er saga af stanslausum höfnunum ástlausrar móður eins og saga Hindar. Feður beggja eru dánir eða fjarverandi. Gunnur á tvær systur og á æskuheimilinu var amma hennar og ein vinnukona, kvennasambýli og ­samfélag eins og við þekkjum úr fyrri bókum Kristínar Marju. Í húsinu bjó gamalt fólk sem hlúði að henni, í búð móðurinnar fékk hún að gegna hlutverki og hún var látin vinna öll sumur frá barnæsku öfugt við Hind sem elst upp í sundrung og einsemd stórborgarsamfélagsins og talar aldrei við fullorðið fólk utan skóla nema móðurina sem kemur heim seint á kvöldin. Eins og Hind hefur Gunnur byggt upp æ sterkari varnarveggi en í þá hafa komið sprungur við innbrotið og þar á undan við áfall sem Gunnur hefur ekki greint, skilur ekki en veit að boðar ekkert gott. Eftir síðustu og verstu átök þeirra Hindar neyðir hugurinn Gunni til að horfast í augu við tilfelli þar sem hún hefði átt að sýna tilfinningar en gat það ekki af því að samúðina vantaði. Uppgjör Gunnar varðar þannig ekki aðeins hið ólíka gildismat og viðhorf þeirra Hindar. Það er fyrst og fremst sjálfsmat og uppgjör sem reynist taka til mun flóknari sviða en stuldar á farsímum og óþolandi borðsiða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.