Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 130

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 130
D ó m a r u m b æ k u r 130 TMM 2010 · 3 Eins og skepnan deyr Vitnað er til Rogers Waters í upphafi miðkafla bókarinnar Verði myrkur (Á vit hins undursamlega) – til textans við lagið Dogs, sem fjallar um lífsangist og eftirsjá (Just another sad old man/all alone and dying of cancer), óttann við það sem er sárt og erfitt, en óumflýjanlegt. Þar skrifar Ísak smáprósa í orðastað manns, sem segist vera á síðasta hluta lífs síns, þó að hann sé ekki mikið eldri en fimmtugur. Hann er þó ansi lífs- þreyttur, „einsamall á flótta undan mistökum lífs míns…“(61), viss um þetta eitt: að hann muni deyja (og það fremur fyrr en seinna.) „Eins og skepnan deyr, svo deyr og maðurinn.“ (Pred. 3. 19.) Hann lýsir búksorgum, einsemd og eftirsjá mannsins, enda virðist mikið hafa gengið á. Skilnaðir (í fleirtölu) og misheppnað samband við afkvæmin, brostnar vonir ótalmargar. Því drekkur ljóðmælandi, reykir og tekur geð- og svefnlyf, meðan hann lætur hugann reika og reynir að komast að niðurstöðu um líf sitt: Hlýt að viðurkenna að líf mitt er innantómt – annars myndi ég ekki semja ljóð um draslið á skrifborðinu mínu, undirbúning undir svefninn og spurninguna um það hvort ég eigi að mæta á eitthvert námskeið eða ekki. Ég hef ekki sofið hjá í heilt ár – og síðustu skiptin voru ekki mjög æsandi. Ég bý í 12 fermetra kjallaraholu, þar sem rykið ríkir, á Laugaveginum rétt ofan við Hlemm, en ég verð að viðurkenna að leigan er lág og mér miðar vel við að greiða niður skuldir svalláranna. Hingað býð ég engum – herbergið er of lítið og dimmt, og börnin eru alveg hætt að hafa samband við mig út af óæskilegum eiginleikum mínum. Nú stóð ég upp og klóraði mér vandlega í rassinum, hef ekki skipt um skyrtu í heila viku. Ég keypti mér borðviftu fyrir hálfum mánuði til að blása út tóbaksreyknum og hún er þegar orðin brún og loðin af skít. „Svifryk“ er ekki óglæsilegt orð en það lítur illa út lifandi í viftunni minni. […] Svifryk (50). Hnignunin er æði mikil, ekki bara er þunglyndið svart, heldur er líkaminn einnig að gefa sig. Maðurinn skítur t.a.m. á sig (í kjölfar baunaáts og rauðvíns- drykkju) og sem eina lausn í stöðunni sér hann að útvega sér fullorðinsbleyj- ur(!). Tilgangsleysið bankar þráfaldlega upp á og á einum stað er hann kominn með snöruna um hálsinn, en hættir við „útaf Jesú og börnunum“ (51). Þetta hljómar eins og mjög sorglegur og átakanlegur kveðskapur, en hann er það ekki. Þó að sjálfsgagnrýni ljóðmælandans sé vægðarlaus á köflum, þá eru þessir kaflar þeir langskemmtilegustu í bókinni – þökk sé hárnákvæmri kímnigáfu höfundar. Maður þarf náttúrlega að vera smá illa innrættur til þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.