Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 131
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 3 131
að hlæja að mörgu því sem þar stendur, en það gerði skrifari þessara lína
margoft (og upphátt).
Að hætti Ísaks er þó nóttin aldrei öll úti. Prósinn Nýtt og þægilega óvænt –
Ársdvöl á Patmos hefst t.a.m. átakanlega:
Alveg búinn að eyðileggja sambandið við
börnin mín; sendi þeim níðingsleg sms í örvæntingu
minni og þrá eftir þeim – það verður ekki til þess
að laða þau að mér heldur til að ýta þeim
endanlega burt […]
en endar á nýrri von:
– Og hver veit nema
eitthvað algerlega nýtt og þægilega óvænt bíði
mín, ef ég læt verða af því að eiga ársdvöl í Aþenu eða
á Patmos, eins og mig hefur alltaf langað til? (58)
„Sólin rennur upp,“ eins og Predikarinn spáði.
Rennur upp um nótt
Þriðji og síðasti hluti bókarinnar ber sama heiti og hún sjálf.
Hann kallast á við tragískan miðhlutann og lýsir voninni – nei, fullvissunni
– um Guð sem að endingu bætir allt. Eins og í ljóðinu Vinir tveir (91):
Himinn á ferð um geim
með mann í bandi.
Gegnum nótt eftir nótt
með manninn í ól úr ljósi.
Veður svarthol og myrkva
með manninn í logandi taumi …
Því minni sem ég er,
því víðari himinn
rignir mér ljóðum.
Þó að maðurinn sé smár með öll sín vandamál, ótta og vonbrigði, þá er til náð,
sem vex í jöfnu hlutfalli við þörfina fyrir hana. Ljósið sigrar myrkrið.
Í öðru ljóði, sem hefur ákaflega „ísakskt“ heiti, Enn eitt ótímabært ljóð um
tímann (85), kallast skáldið enn á við Predikarann (sem tönnlast á orðunum
„Allt hefur sinn tíma“ í tugum versa) og segir: