Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 6
K r i s t r ú n H e i m i s d ó t t i r 6 TMM 2013 · 2 lýðræðisbyltingunni í Austur-Þýskalandi og friðsamlega sameiningu Þýska- lands. Hvernig kommúnisti var Gorbatsjoff? „Hann var frá upphafi hugsandi maður. Og hann gerði tilraun til róttækra umbóta. Krústjoff breytti einræði í fáveldi og batt enda á fjölda-terror Stalíns. Gorbatsjoff ætlaði sér þó ekki í upphafi allt það sem síðar gerðist, og ég held að ekki sé rétt að kalla áætlanir hans nýja útgáfu af vorinu í Prag. Ræða sem hann hélt ekki löngu eftir að hann varð aðalritari (þar segir hann að Sovétríkin verði að fara inn í 21. öldina á þann hátt sem sé samboðinn stórveldi) lýsir vel hugsun hans – hún snerist um nútímavæðingu, umbætur og siðvæðingu hins sovéska valdakerfis, ekki afnám þess. Hann vildi vera siðmenntandi leiðtogi en grundvallarstoðir sovéska módelsins skyldu óbreyttar. Þetta átti að vera eins konar fáguð valdaeinokun. Svo reyndust öll vandamál erfiðari viðfangs en Gorbatsjoff hafði gert ráð fyrir, og þá fær hann sjokk. Hann reynir takmarkaða aðgreiningu ríkis frá flokknum en reynist ekki geta haldið henni takmarkaðri, sumpart vegna vanhugsaðra breytinga, sumpart vegna þess að þjóðernishreyfingar efldust (þó hvergi nærri í öllum sambandsríkjunum). Við tók svo Boris Jeltsín með sinn markaðsbolsévisma. Jeltsín er síðasti kaflinn í sögu Sovétríkjanna, frekar en fyrsti kaflinn í sögu Rússlands eftir kommúnisma. Hvað hefur Gorbatsjoff lært af öllu saman? Mér hefur virst hann frekar áttavilltur síðan 1991.“ Fól bókin í sér afstöðubreytingu hjá þér sjálfum og hver var þá saga hennar? „Nei, hún fól ekki í sér afstöðubreytingu heldur var uppsöfnun hugsunar minnar allt frá því á sjöunda áratugnum. En sovéska módelið beið bana miklu hraðar en nokkur reiknaði með og þar með féll öll austurblokkin í Evrópu með hraði því Sovétríkin héldu henni ekki lengur uppi með valdbeitingu sinni. Austurblokkin hafði skipt öllu máli sem fyrirmyndarríkið fyrir kommúnistaflokka um heim allan og lengi vel fyrir íslenska sósíalista. Ég hélt þangað til náms í þeirri trú að verið væri að byggja upp sósíalisma, en kynni mín af sósíalískri nýhugsun og umbótahreyfingu í Tékkóslóvakíu leiddu til skoðanaskipta. Ég varð afhuga sovétmódelinu, en fram til 1968 má þó segja að ég hafi enn leitast við að fóta pólitíska hugsun mína í austur- blokkinni – ekki hjá valdhöfum, heldur hjá umbótasinnum sem gagnrýndu kerfið á sósíalískum forsendum. Eftir innrásina í Tékkóslóvakíu 1968 var ekkert að finna austantjalds, og of mikið djúp milli stjórnvalda og andófs- manna til að þessir tveir aðilar gætu talað sama mál.“ Árið 1970 gaf Mál og menning út eftir þig ritið „Þættir úr sögu sósíalismans“ sem er sögð hafa haft mikil áhrif á hugsun margra og er enn heildstæðasta rit á íslensku um sósíalisma sem hugmyndastefnu. Þar segirðu í inngangi: „Hugtakið sósíalismi er hér bundið við þær stjórnmálahreyfingar, sem hafa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.