Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 44
Ve t u r l i ð i G . Ó s k a r s s o n 44 TMM 2013 · 2 trú og pólitík eins og gerist á íslensku alþýðuheimili: Sjálfsagt mál og sann- indi sem ekki er ástæða til að efast um við eldhúsborðið. Tungan hefur verið sameiningartákn smáþjóðar sem um langan aldur hefur barist fyrir því að halda utan um sjálfsmynd sína, skilgreina hana og um leið sjálfa sig sem hóp. Jafnvel þeir sem leyfa sér að efast opinberlega um þúsundáragildi tungunnar og gagnrýna íslenska hreintungu stefnu gæta sín á að brjóta ekki um of gegn þeim normum sem gilda í orðræðu um hana. Staða tungunnar er svo sjálfsögð og gefin í huga flestra að segja má að jaðri við pólitíska – eða a.m.k. málpólitíska – ranghugsun að efast um mikilvægi hennar og gildi fyrir sjálfsmyndina. Það er sem sé nánast „rangt“ að aðhyllast afstæðis- hyggju gagnvart tungumálinu, og málfræðingar (og aðrir) sem vilja tala um tungumálið á fræðilegum nótum, um framtíð þess og um hvað sé eðlilegt í þeim breytingum sem kunna að verða á því, þeir þurfa að eiga í vasanum annars konar orðræðu til að geta talað við „venjulegt“ fólk þegar komið er heim að eldhúsborðinu eða í fermingarveisluna. Og jafnvel sannfærðir póst- módernistar eru oft og einatt lítið afstæðir þegar kemur að tungumálinu. Það er helst að einn og einn mannfræðingur menntaður í póstmódernu andrúmslofti vestanhafs yfirfæri skoðanir sínar á tungumálið og gagnrýni ríkjandi viðhorf til málbeitingar og málhegðunar í anda íslenskrar mál- stefnu. Aðrir taka einlæglega undir þegar „spakmælið“ um land, þjóð og tungu er viðhaft. Þessi áhersla á tungumálið sem einn af grundvallarþáttum íslenskrar sjálfsmyndar á sér sögu og hefst sem meðvituð hugmyndafræði á 19. öld þótt ræturnar liggi dýpra. Það er einfalt að skilja hvað gerðist og fyrir lesendur þessara hugleiðinga þarf ekki að rekja ástæðurnar. Það er hins vegar ekki eins sjálfsagt mál né auðskýranlegt, a.m.k. ekki útlendingum, að þessi barátta skuli enn vera við lýði, næstum 70 árum eftir að markinu var náð, stofnun lýðveldis sem var markmið sjálfstæðisbaráttu við danska konungsvaldið. Nú, á tímum alþjóðahyggju og fjölmenningar, heyrast að vísu æ oftar efasemdaraddir sem sjá galla í hugmyndafræði hinar „heilögu þrenningar“, lands, þjóðar og tungu. Þannig bendir Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, t.d. á að [þ]jóðartákn og minningar um liðna atburði í sögu þjóðanna, sem áður þjöppuðu þegnunum saman, [verði] … til þess að útiloka stóra hópa fólks frá þjóðarfjöl- skyldunni og [leiði] því til sundrungar fremur en sameiningar. Þrenning Snorra Hjartarsonar, land, þjóð og tunga, sem fram að þessu hefur sannfært Íslendinga um að þeir væru allir eins og ein fjölskylda og nátengdir landinu, er allt í einu orðin að ókleifum múr sem hindrar að Íslendingar af erlendum uppruna fái aðgang að þjóðarheimilinu.16 Af nógu er að taka og nægir að nefna eitt annað dæmi, úr grein sem Guð- mundur Andri Thorsson skrifaði fyrir meira en áratug. Hann er þar í stórum vafa um gildi þeirrar áherslu sem lögð hafði verið á þrenninguna heilögu og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.