Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 46
46 TMM 2013 · 2 Heimir Pálsson Þegar Ibsen ofbauð Matta Í Söguköflum af sjálfum mér segir Matthías Jochumsson frá fimmtu utanför sinni árið 1885 og þar er meðal annars þessi frásögn frá Kaupmannahöfn: Þá var Ibsen skáld þar á ferð, og tók ég nokkurn þátt í því dálæti, sem Brandesar- vinirnir og fleiri sýndu honum. Tvisvar sinnum átti ég tal við hann og þótti mér karl æði stirður og orðfár, en þó kurteisari maður en Björnson. Ég sagði honum, að bæði „Brandur“ og „Þorgeir í Vík“ væri komnir á íslenzku. „Hver þýddi?“ spurði hann. „Það gerði ég, og lagði mig allan til, því að erfiðari höfund þekki ég ekki.“ Hann glotti, en svaraði fáu. (Sögukaflar 1959:302–304). Heimsókn til Bjørnstjerne Bjørnson hafði Matthías lýst í sama riti bls. 206– 208 og er að vísu greinilegt að hann varð fyrir vonbrigðum og þótti skáldið helst minna á „Magnús okkar sálarháska.“ Þórunn Erlu og Valdimarsdóttir (ÞEV), ævisöguritari Matthíasar, bendir á að reyndar hafi Matthías ekki sagt Ibsen allan sannleikann, því að í bréfi ári síðar, 1886, segist hann hafa hlaupið á þorranum í að þýða Brand. (Sbr. ÞEV Upp á Sigurhæðir bls. 396–397). Þýðingunni er samkvæmt þessu lokið 1896 en hún fæst ekki prentuð fyrr en Þorsteinn Gíslason tekur hana tólf árum síðar sem framhaldssögu í Íslandi árið 1898. Vafalaust er það rétt hjá ÞEV að það er til marks um virðingu skáldsins að sama árið kom út fyrsta bindið af Sögum herlæknisins, Skugga-Sveinn, Hinn sanni Þjóðvilji, Vesturfararnir, og þýðingin á Brandi (ÞEV Upp á Sigurhæðir:512). Í formála sínum að ljóðaúrvali Matthíasar í Íslenskum ritum árið 1980 benti Ólafur Briem á að sandfellishretið sem gekk yfir Rangárvelli 1892 skapaði ógnvænlegar hörmungar í grennd við Odda og heldur áfram: Ekki er ólíklegt, að allt þetta hafi leitt huga hans [Matthíasar] að leikritinu um Brand, sem var prestur í mjög fátæku héraði í Noregi – en var gæddur yfirmannlegu viljaþreki. Brandur vildi ekki yfirgefa söfnuð sinn, þótt líf einkabarns hans væri í veði. Matthías var einnig kyrr hjá söfnuði sínum, meðan hörmungarnar dundu yfir. En þegar þeim fór að linna, hugsaði hann sér til hreyfings – og einmitt um það leyti tekur hann Brand til þýðingar. Er sú þýðing ekki uppgjör Matthíasar sjálfs við prestsstarf sitt í Odda og fyrirhugaða brottför? (Skáldið Matthías Jochumsson 1980:89).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.