Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 49
Þ e g a r I b s e n o f b a u ð M a t t a
TMM 2013 · 2 49
minn ungur, fríður, frjáls og hár,
ei frómleiks karl með sextíu ár.
Hans rödd var þrúðugt þrumu-hljóð
er þyrninn brann og Móses stóð
og sá hann hrista Horebs-berg
sem heljar-risa minsta dverg.
Sá guð batt sól í Gibeons dal
og gjörði tákn fyrir utan tal,
og væri ei þjóðin veik sem þú
þau verk sem fyr hann gjörði nú.
(Brandur 1898:24).
Þetta er sá guð sem yfirgefur hann að lokum og síðustu orð Brands, þar sem
hann bröltir í snjóflóðinu, er oft vitnað í:
Seg mér, Guð, í þyngstu þraut,
þýðir ekkert lífs á braut
viljans krafa quantum satis?
Rödd gegnum snjóflóðið:
Hann er deus caritatis!
(Brandur 1898:253).
Margt hefur verið skrifað um latínuna að þessum sögulokum. Ibsen hafði
aldrei lesið latínu nema það litla sem þurfti til að blanda lyf meðan hann
vann ungur í apóteki í Grimstad. Þar hefur hann væntanlega lært frasann
„quantum satis“ þ.e. ,eftir þörfum’, sem sannast sagna passar illa í þessu
samhengi, en kærleikans guð, deus caritatis getur hann hafa lært af mörgum
samtíðarmanni.
Það kom fram í tilvitnuðum orðum hér að framan að Matthíasi hefur þótt
Ibsen erfiður. Hann skýrir það reyndar nánar í bréfum til Guðmundar Finn-
bogasonar. Hinn síðarnefndi biður skáldið árið 1914 að þýða Ballonbrev til en
svensk dame, sem Ibsen skrifaði í Dresden árið 1870. Matthías svarar:
Elsku vinur.
Þú biður mig að þýða Ballónbréfið. Víst vil ég reyna það, en fyrir löngu virtist
mér það vera á fárra manna færi, eða því ferðu ekki í hamhleypu þína, hið leikna og
„tröllslíðraða“ finngálkn E. Ben. Hans væri að handsama þá ballónu og leggja við
hana hamrammt sléttubandagandreiðarbeizli. (Bréf skáldanna til Guðmundar Finn-
bogasonar 1987:50).
Síðar í sama bréfi gefur svo Matthías skýringu á hvað sé erfitt við þýðingar
á Ibsen:
Það sem gerir Ibsen torveldan til að þýða er hans rímlistar-manér. Hann oftekur sig
á orðaleik og allskonar trúðabrellum og er því oft kominn í mát að halda hugsunar-
sambandi. Dæmi „Festhus, Gæsthus, Pesthus“ (í Brandi). Eða í Ballónbr.: „Rovdyr,