Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 52
H e i m i r Pá l s s o n
52 TMM 2013 · 2
Brand. En har dog vist, – er troen sann,
så slipper karlen tørrskodd over.
Bonden. Ja, før i tiden; men i vår
han går til bunns med hud og hår.
Þetta er lykilatriði, það er hér sem manni á að skiljast að ofsatrúarpresturinn
telur sig staðgengil Krists, ef ekki endurfæddan frelsara manna. Hann getur
gengið á vatninu ef trú hans er nógu máttug. En hér er gengið of langt fyrir
lúterskan únítara. Hann þýðir:
Bóndinn En vakir eru víða þó
og veikur ísinn; það er nóg.
Brandur Við syndum þá.
Bóndinn Við syndum? Nei,
þú segir það, en gerir ei.
Brandur Oss sýndi einn, sé sönn vor trú,
að svífa má um vatn sem brú.
Bóndinn Já, forðum, en á okkar öld
er annað mál um vötnin köld. (Brandur 1898:5).
Það er greinilega of stór biti í háls fyrir hinn íslenska prest að láta norskan
kollega guðlasta. En skelfilega verður lausnin neyðarleg.
Matthías kvartaði undan „rímlistar-manér“ Ibsens. Í öndvegiritinu Ibsens
rimteknikk (Oslo 1955) sýndi prófessor Leif Mæhle hve snar þráður rímtæknin
væri í list Ibsens. Það er kannski svo að „sléttubandagandreiðarbeizli“ Einars
Benediktssonar hafi átt betur við en rasjónalismi séra Matthíasar?
Eftirmáli: Um hvað er Brandur?
Þegar þetta greinarkorn var að taka á sig mynd bar mér fyrir augu frábæra
grein Terrys Gunnell, „Narratives, Space and Drama: Essential Spatial
Aspects Involved in the Performance and reception of Oral Narrative“ í
Folklore 33 (http:www.folklore.ee/folklore/vol33/terry.pdf). Hann segir þar
svo makalausa sögu að mér fannst full ástæða til að biðja hann að leyfa mér
að taka hana upp hér. Terry fjallar þarna, eins og titillinn bendir til, um áhrif
aðstæðna, flytjenda og áheyrenda á merkingu þess sem flutt er. Hann nefnir
þar eftirfarandi dæmi:
A few years back, I was preparing to give a class on a play called Brand, written by
the Norwegian playwright Henrik Ibsen. The play in question is epic in its dimen-
sions. It deals with a man with a deep belief in God (Brand), who is prepared to lead
his small township to near destruction as a means of bringing them closer to what he
considers the real “heaven” and the real God. In the class, I had planned to discuss
Brand’s tragic idealism and how he can be seen as a tragic hero, cursed with a tragic,
human flaw of character. Half an hour before I left my office for the classroom,
somebody called through the door, advising me to check out a news web-site as