Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 59
A f l a n d a m æ r a h é r u ð u m C l i o o g b ó k m e n n t a g y ð j a n n a TMM 2013 · 2 59 Ég fékk smásting forðum en kunni þó vel við það þegar viðskiptadeildar rektor útskrifaði mig og lagði út af debet og kredit: búið er að fjárfesta í ykkur, krakkar, farið nú og látið ykkar litla ljós skína, skilið því hunangi sem í ykkur var lagt. Um ólíkar músur sögu og bókmennta Það sem greinir milli sögunnar og bókmenntanna er eins og allir vita að skáldskapurinn má og á að fantasera, matreiða bull og búa til sannleika, en það sem sannast reynist er sagnfræðinni heilagt. Að hafa ung gengist Clíó á hönd gerir mér ókleift að ljúga um fólk sem lifði. Svo alvarlegur er sá sjúkdómur að vera sagnfræðingur að skáldið í mér er heft af þessum sökum. Clíó er úr heimi strangleika og valds, úr heimi föðurins … og hún ræður. Ég fann í Booker-prize verðlaunabók Julians Barnes 2011, The sence of Ending – Að endingu, í þýðingu Jóns Karls Helgasonar, Tilfinningin fyrir endi hefði ég þýtt: „Sagan er fullvissan sem verður til á krossgötum hvikuls minnis og gloppóttra heimilda.“ Þetta er franskt og flott og eftir Patrick Lagrange, segir í bókinni. Ég gúglaði og í ljós kom að ‚Patrick Lagrange is not real. He‘s a fictional creation of Julian Barnes‘. Þetta leyfir músa bók- menntanna. Clíó greyið er þung og þvæld, alltaf að reyna að sjá landið handan við gloppóttar heimildir, vera með á nótum landakorts raunheims, skapa úr skýrslum með ómeðvituðum villum og úr fyllri textarifrildum sem skráðar voru á valdi hvikuls minnis og mannlegra hagsmuna. Bókmenntagyðjurnar reyna þetta ekki einu sinni, búa bara til franskan söguspeking og ljómandi fleyga gullmola hans og hlæja að okkur áhangendum Clíó. Þeim líður miklu betur, eru ekki með kæfandi skrímsli ábyrgðar á bakinu. Þær eru með hljóðfæri; bókmenntir voru upphaflega kveðnar og sungnar, lifa í öryggi utan hins harða veruleika, í mýkri og rólegri og kvenlegri veruleika og þar eru sögurnar þannig að þær kitli og meiki sens. Njóta þess að ljúga, kvikindin, en spila þó alltaf á vél hins mannlega og stilla upp endalausum skynmyndum. Fara þar með nær raunveruleikanum og framvindu lífsins en sagnfræðin. Við erum apar, segja þær, af hverju að taka lífið svo alvarlega? En heimurinn er stórhættulegur þarna úti, framvindunni ræður enginn, mannkyn er marghöfða skrímsli og enginn veit hvert næsta tíð leiðir okkur. Einhver verður að hugsa um raunveruleikann og díla við hann. Það er inn- byggt líffræðilega í mannveruna og lengst af lagt á karlveruna að vera á vakt og hafa yfirlit yfir landsvæðið, stríða við nágranna og gæta hagsmuna, afla frétta, lesa í merkin, hlaða upp sammannlegu minni, menningu sem við- heldur valdi. Hanga í þeirri von að læra megi af reynslunni. Sum okkar eru forrituð og alin upp þannig að við berum þunga ábyrgð og vöndumst því einhvern veginn lítil að hafa áhyggjuskrímslið með klærnar á hálsinum. Við erum sagnfræðingar, blaðamenn, fréttamenn, stjórn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.