Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 60
Þ ó r u n n E r l u o g Va l d i m a r s d ó t t i r
60 TMM 2013 · 2
málamenn, kennarar. Finnum öryggi í því að vita og gleði í því að miðla og
leiðbeina og egóið skín við að vita betur. Vera á verði, koma í veg fyrir skaða
líkan þeim sem barnið í okkur skynjaði. Á landsvísu því hættan er stór. Á
raunheims-vísu.
Bókmenntagyðjurnar taka lífið ekki eins alvarlega, ég tala nú ekki um
gálurnar sem innblása fimmtíu brigðum af gráu. Þær slúðra við eldhúsborðið,
velta fyrir sér lífi og sálfræði grannanna, fúnkera fínt á heimaplani sem þar
til nýlega var kvenlegt og gamalla karla. Það var fyrst þegar trúbadorar urðu
til (konur máttu ekki ferðast), flottar bækur og leikhús, sem karlar stálu
alfarið bókmenntunum, rétt eins og þeir stálu fína vefstólnum þegar kljá-
steinapuðinu lauk. Máttu hvorki tala né syngja í kirkju svo að sálmarnir
voru ekki þeirra. Bókmenntirnar eru þó kynlausar eins og trúin og kynin
líkari en margur hyggur. Vettvangur kvenna gegnum söguna var bara nær
orðaflauminum og konur tala helmingi meira en karlar, það hefur verið
mælt. Þær kalla á apabörnin og reynast flinkari með orð, mæla vísindin.
Kynin hafa alltaf búið með bókmenntahuga sinn í draumi heima undir sæng
þar sem þau láta stuðandi orðfléttur róta í skynheimi sínum.
Sagnfræðistelpur eru strákastelpur, með langan baugfingur, skal ég hengja
mig upp á. Þær listrænu eru mýkri og kvenlegri með styttri baugfingur,
þurfa ekki að vera á sífelldri vakt gagnvart ytri hættu heldur þeirri innri,
ekki úti í karllægu stríðsfréttavíddinni og stóru átakalínunum, fara ekki
langt inn á svæði annarra apa að veiða og fúnkera því síður í heimi lögfræði,
átaka og dóma þar sem vopn staðreyndanna gagnast, ekki í hermennskunni,
þar sem minni kynslóðanna býr undir merkjum frétta, vísinda, staðreynda,
sögu valdsins, sagnfræði.
Bókmenntagyðjurnar sinna þeirri list aftur á móti að gleðja og hræra í
fólki og til þess þarf að hella úr tilfinningum, ljótum og góðum, með hausinn
inni í sögu og í landi sem er afdrep frá fokkandi núi. Til að fúnkera þarf
maður að sussa á sjálfan sig og líða vel og það kenna listir svo vel. Þær kasta
manni inn í vitund dagdraums og hvíla raunskynjunina, þenja og beygja og
beygla tímann. Í bókmenntavíddinni ræður minni kynslóða sem situr við
eldinn en fæst ekki við að muna harðar staðreyndir og runur lögsögumanna
sem skila arði í heimi dóma þar sem ríkir refskák stríða, valds og stjórnar.
Í heimi bókmenntanna gildir að mála sífellt víðari og ferskari skynheim,
með litbrigðum orða sem hrella og ýfa og pota í bannhelgi og reyna að
byggja vænlegri skyngrunn mannlífs, sem stjórnað er af lögum og reglum
sem stangast á við boðefni og henda okkur milli himins og heljar. Á öldum
rytmans í hafi þess mannlega.
Bókmenntir rækta innri mann og naga og laga línur ríkjandi siðferðis,
breyta hugarfari og bylta hugmyndasögunni, sem síðan mótar dómskerfi
og stjórnkerfi. Þar sem saga stríðandi karla og valds sprakk fyrir löngu úr
leiðindum og fólk vill vita hvernig lífið í heild sinni var í gamla daga, hefur