Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 60
Þ ó r u n n E r l u o g Va l d i m a r s d ó t t i r 60 TMM 2013 · 2 málamenn, kennarar. Finnum öryggi í því að vita og gleði í því að miðla og leiðbeina og egóið skín við að vita betur. Vera á verði, koma í veg fyrir skaða líkan þeim sem barnið í okkur skynjaði. Á landsvísu því hættan er stór. Á raunheims-vísu. Bókmenntagyðjurnar taka lífið ekki eins alvarlega, ég tala nú ekki um gálurnar sem innblása fimmtíu brigðum af gráu. Þær slúðra við eldhúsborðið, velta fyrir sér lífi og sálfræði grannanna, fúnkera fínt á heimaplani sem þar til nýlega var kvenlegt og gamalla karla. Það var fyrst þegar trúbadorar urðu til (konur máttu ekki ferðast), flottar bækur og leikhús, sem karlar stálu alfarið bókmenntunum, rétt eins og þeir stálu fína vefstólnum þegar kljá- steinapuðinu lauk. Máttu hvorki tala né syngja í kirkju svo að sálmarnir voru ekki þeirra. Bókmenntirnar eru þó kynlausar eins og trúin og kynin líkari en margur hyggur. Vettvangur kvenna gegnum söguna var bara nær orðaflauminum og konur tala helmingi meira en karlar, það hefur verið mælt. Þær kalla á apabörnin og reynast flinkari með orð, mæla vísindin. Kynin hafa alltaf búið með bókmenntahuga sinn í draumi heima undir sæng þar sem þau láta stuðandi orðfléttur róta í skynheimi sínum. Sagnfræðistelpur eru strákastelpur, með langan baugfingur, skal ég hengja mig upp á. Þær listrænu eru mýkri og kvenlegri með styttri baugfingur, þurfa ekki að vera á sífelldri vakt gagnvart ytri hættu heldur þeirri innri, ekki úti í karllægu stríðsfréttavíddinni og stóru átakalínunum, fara ekki langt inn á svæði annarra apa að veiða og fúnkera því síður í heimi lögfræði, átaka og dóma þar sem vopn staðreyndanna gagnast, ekki í hermennskunni, þar sem minni kynslóðanna býr undir merkjum frétta, vísinda, staðreynda, sögu valdsins, sagnfræði. Bókmenntagyðjurnar sinna þeirri list aftur á móti að gleðja og hræra í fólki og til þess þarf að hella úr tilfinningum, ljótum og góðum, með hausinn inni í sögu og í landi sem er afdrep frá fokkandi núi. Til að fúnkera þarf maður að sussa á sjálfan sig og líða vel og það kenna listir svo vel. Þær kasta manni inn í vitund dagdraums og hvíla raunskynjunina, þenja og beygja og beygla tímann. Í bókmenntavíddinni ræður minni kynslóða sem situr við eldinn en fæst ekki við að muna harðar staðreyndir og runur lögsögumanna sem skila arði í heimi dóma þar sem ríkir refskák stríða, valds og stjórnar. Í heimi bókmenntanna gildir að mála sífellt víðari og ferskari skynheim, með litbrigðum orða sem hrella og ýfa og pota í bannhelgi og reyna að byggja vænlegri skyngrunn mannlífs, sem stjórnað er af lögum og reglum sem stangast á við boðefni og henda okkur milli himins og heljar. Á öldum rytmans í hafi þess mannlega. Bókmenntir rækta innri mann og naga og laga línur ríkjandi siðferðis, breyta hugarfari og bylta hugmyndasögunni, sem síðan mótar dómskerfi og stjórnkerfi. Þar sem saga stríðandi karla og valds sprakk fyrir löngu úr leiðindum og fólk vill vita hvernig lífið í heild sinni var í gamla daga, hefur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.