Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 68
Þ ó r u n n E r l u o g Va l d i m a r s d ó t t i r
68 TMM 2013 · 2
myndasögu, fögrum og göfugum minnum, já, já, og þrjár dannebrogsorður.
Veit miklu miklu miklu betur hver ég er. Það getur enginn tekið frá mér. Ég
á þann vitundarauð að þekkja söguna, og líka núna síðustu misserin minna
eigin persónulegu áa. Mæli með þessu.
Til þess að geta notið frelsis bókmenntanna í greiningu á svo nálægu og
heitu eigin blóði feta ég í spor Guðbergs Bergssonar sem kallar sína ævisögu
skáldævisögu. Til þess að berhátta ekki tilfinningar klansins of mikið í
væntanlegri bók minni um móður mína og fólkið hennar, Stúlka með maga,
heitir bókin skáldættarsaga. Töfrastafirnir fimm s k á l d gefa frelsi til að
bulla og þar með er ég í fyrsta sinn ekki algjör sagnfræðingur þótt ég noti
heimildir og nöfn lifandi fólks. Af tillitssemi, til að draga dulu yfir sáran
sýfilisinn, dreg ég fantasíu inn í verkið. Og kaupi tortryggnilaust lýsingar
á sjáendum í ættinni, yfirnáttúrlegum skyggnigáfum; mamma ól mig á
þessu og sannaði með stöðugum beinum draumum fyrir daglátum sem mig
dreymdi líka stöku sinnum. Hún sagði: passið ykkur, krakkar, það brotnar
mjólkurflaska í dag. Og óvitinn sem ekkert skildi og kunni ekki að tala braut
flöskuna. Mig dreymdi fólk sem hafði ekki sést árum saman nóttina áður en
það kom í heimsókn.
Skyggni fjölskyldu Jóns Alexanderssonar afa míns kom, samkvæmt bók-
um, til landsins með enskri Úrsúlu, sem Laxness útbullaði sem Úu löngu
síðar á annarri öld. Hún var skyggn eins og fleiri afkomendur sem sáu
gegnum holt og hæðir og læknuðu fólk. Kristín í Skógarnesi, systir ömmu
langömmu minnar, tengda-amma séra Árna Þórarinssonar sem Þórbergur
segir svo yndislega frá var afkomandi Úu, var skyggn og með náðargáfu sem
læknir. Afi langömmu, Þorleifur læknir í Bjarnarhöfn, var mágur hennar og
hjónin bræðrabörn, Úrsúla langamma beggja. Hann er sagður skyggnasti
Íslendingur sem sögur fara af. Ásdís langamma er af þessu fólki í margar
ættir, því tvenn systkinabarnabrúðkaup Úu afkomenda eru rétt bak við
hana. Þess vegna veit ég svo mikið um ættarfylgjuna, Úublóðið er sam-
þjappað í okkur. Ættarfylgjan sem kom með Úrsúlu ensku er lítill dreki sem
bara þau skyggnu í ættinni sjá, skyggni þeirra stafar af drekanum. Með því
að draga þessa furðuveru inn í söguna nýti ég mér hugtakið skáld-ævisaga og
losa um álag klansins gagnvart sannleikanum. Set skáldþoku yfir verkið um
leið og ég geri það skemmtilegra. Þótt ég noti skjöl og bréf samviskusamlega
skálda ég inn í með leyfi.
Þegar eitthvað heitir skáldsaga, skáldættarsaga eða skáldævisaga leggst
fantasían sjálfkrafa yfir og allt verður ljúft heima við eldinn, hjá Hómer,
gömlu körlunum og kerlingunum, fjarri raunveruleika frétta, , veiðisvæðis
karlanna þar sem sýnin á raunveruleikann verður að vera hvöss vegna
afkomunnar eins og sagnfræðin. Með því að nota rétt nöfn vísa ég til bréfa
áa minna og dagbóka sem ég mun skila á handritasafnið. Einn af siðapóstum
sagnfræðingsins, samkvæmt codex sagnfræðingafélagsins er nefnilega:
„Æski legt er að sagnfræðingar fari fyrir með góðu fordæmi og komi fræði-