Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 68
Þ ó r u n n E r l u o g Va l d i m a r s d ó t t i r 68 TMM 2013 · 2 myndasögu, fögrum og göfugum minnum, já, já, og þrjár dannebrogsorður. Veit miklu miklu miklu betur hver ég er. Það getur enginn tekið frá mér. Ég á þann vitundarauð að þekkja söguna, og líka núna síðustu misserin minna eigin persónulegu áa. Mæli með þessu. Til þess að geta notið frelsis bókmenntanna í greiningu á svo nálægu og heitu eigin blóði feta ég í spor Guðbergs Bergssonar sem kallar sína ævisögu skáldævisögu. Til þess að berhátta ekki tilfinningar klansins of mikið í væntanlegri bók minni um móður mína og fólkið hennar, Stúlka með maga, heitir bókin skáldættarsaga. Töfrastafirnir fimm s k á l d gefa frelsi til að bulla og þar með er ég í fyrsta sinn ekki algjör sagnfræðingur þótt ég noti heimildir og nöfn lifandi fólks. Af tillitssemi, til að draga dulu yfir sáran sýfilisinn, dreg ég fantasíu inn í verkið. Og kaupi tortryggnilaust lýsingar á sjáendum í ættinni, yfirnáttúrlegum skyggnigáfum; mamma ól mig á þessu og sannaði með stöðugum beinum draumum fyrir daglátum sem mig dreymdi líka stöku sinnum. Hún sagði: passið ykkur, krakkar, það brotnar mjólkurflaska í dag. Og óvitinn sem ekkert skildi og kunni ekki að tala braut flöskuna. Mig dreymdi fólk sem hafði ekki sést árum saman nóttina áður en það kom í heimsókn. Skyggni fjölskyldu Jóns Alexanderssonar afa míns kom, samkvæmt bók- um, til landsins með enskri Úrsúlu, sem Laxness útbullaði sem Úu löngu síðar á annarri öld. Hún var skyggn eins og fleiri afkomendur sem sáu gegnum holt og hæðir og læknuðu fólk. Kristín í Skógarnesi, systir ömmu langömmu minnar, tengda-amma séra Árna Þórarinssonar sem Þórbergur segir svo yndislega frá var afkomandi Úu, var skyggn og með náðargáfu sem læknir. Afi langömmu, Þorleifur læknir í Bjarnarhöfn, var mágur hennar og hjónin bræðrabörn, Úrsúla langamma beggja. Hann er sagður skyggnasti Íslendingur sem sögur fara af. Ásdís langamma er af þessu fólki í margar ættir, því tvenn systkinabarnabrúðkaup Úu afkomenda eru rétt bak við hana. Þess vegna veit ég svo mikið um ættarfylgjuna, Úublóðið er sam- þjappað í okkur. Ættarfylgjan sem kom með Úrsúlu ensku er lítill dreki sem bara þau skyggnu í ættinni sjá, skyggni þeirra stafar af drekanum. Með því að draga þessa furðuveru inn í söguna nýti ég mér hugtakið skáld-ævisaga og losa um álag klansins gagnvart sannleikanum. Set skáldþoku yfir verkið um leið og ég geri það skemmtilegra. Þótt ég noti skjöl og bréf samviskusamlega skálda ég inn í með leyfi. Þegar eitthvað heitir skáldsaga, skáldættarsaga eða skáldævisaga leggst fantasían sjálfkrafa yfir og allt verður ljúft heima við eldinn, hjá Hómer, gömlu körlunum og kerlingunum, fjarri raunveruleika frétta, , veiðisvæðis karlanna þar sem sýnin á raunveruleikann verður að vera hvöss vegna afkomunnar eins og sagnfræðin. Með því að nota rétt nöfn vísa ég til bréfa áa minna og dagbóka sem ég mun skila á handritasafnið. Einn af siðapóstum sagnfræðingsins, samkvæmt codex sagnfræðingafélagsins er nefnilega: „Æski legt er að sagnfræðingar fari fyrir með góðu fordæmi og komi fræði-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.