Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 74
Á r n i B e r g m a n n 74 TMM 2013 · 2 það þarf að yrkja erfiljóð, punta með kveðskap upp á áform höfðingjans eða þá brýna alþýðu til baráttu gegn honum. Allir vilja að skáldið þjóni þeim eða leggi þeim lið og það reynist búa yfir þeim hvítagaldri sem lyftir ólíklegustu mönnum upp yfir þeirra takmarkanir og ömurlegt hlutskipti í kaldranalegum heimi. Ólafur skáld er hvorki garpur né syndlaus, en hann er engu að síður háleit hugsjón holdi klædd, gott ef ekki einskonar íslenskur Kristur.10 Í skáldinu eiga aðrir bágt, skáldið er sá sem sampínist með þeim niðurlægðu og fótum troðnu, gæska hans er hrein, barnslega saklaus og laus við hyggindi sem í hag koma. Ekki að ástæðulausu hefur Ólafur verið tengdur við frægustu tilraun sjálfs Dostojevskijs til að skapa eins og hann sjálfur kvað að orði „sannarlega fagra sál“ – Myshkin fursta í Fávitanum. Rétt eins og Myshkin bíður hann fullkominn ósigur í heimi hagnýtra og sérgóðra mark- miða – en hann reynist samt með einhverjum hætti sigurvegari í eigin heimi samlíðunar, fegurðar og skáldskapar: „Kannski átti hann eftir alt saman þennan heim sem allir deildu um og þóttust eiga.“11 Það liggur einnig frá honum beinn vegur til „hins líðandi þjóns“ hjá Jesaja spámanni: „Hann var fyrirlitinn og vér mátum hann einskis … en vorar þjáningar voru það sem hann bar … og fyrir hans benjar urðum við heilbrigðir“ (Jesaja 53). Ólafur vill búa um sig í sinni útópíu fegurðar, kærleika og skáldskapar. En hann á sér vin, sem er einnig skáld en hefur hafnað skáldskap til þess að berjast fyrir samfélagi sem sé mönnum samboðið – byltingarmanninn Örn Úlfar. Við ýmis tækifæri deila þessir vinir tveir um hugsjónir sínar, um sínar útópíur. Ólafur Kárason heldur uppi vörnum fyrir sína fegurðarhugsjón, fyrir skáldskap sem huggun og jafnvel „endurlausnara sálarinnar“12 – og vill að hann sé látinn í friði fyrir kröfum um þátttöku í pólitískum sviptingum dagsins. En vinur hans heldur því fram af einurð, að tími skáldskapar og fegurðar komi ekki fyrr en samfélaginu hefur verið umbylt og réttlæti komið á – og hann og fleiri heimta skýr svör af Ólafi Kárasyni: ert þú með okkur eða á móti? Í þessari kappræðu jafningja er sem Halldór Laxness sé að deila við sjálfan sig um það hvaða „staðleysa“ sé dýrmætari og mikilsverðari.13 Hann skrifaði greinar og reisubækur eins og Gerska ævintýrið þar sem rödd Arnar Úlfars og hans pólitíska kröfugerð um réttlætið yfirgnæfir allan vafa. En í skáldsögum sínum virðir Halldór alltaf þá margröddun sem veit af „hinni hliðinni“ á hverju máli. Og í ógleymanlegu samtali vinanna tveggja yfir rúmi deyjandi dóttur skáldsins lætur hann Ólaf bera fram þessa áleitnu spurningu: „Hefur þér aldrei dottið í hug að það sé hægt að berjast fyrir rétt- lætinu þángað til einginn maður stendur leingur uppi á jörðunni.“14 Það er sem Halldór Laxness með þessari spurningu sjái fyrir sína eigin hugmyndafræðilegu framtíð. Hann mun segja skilið við hina pólitísku staðleysutrú Arnar Úlfars – en hann mun alla ævi halda tryggð við staðleysu sem byggir á von um háleitt og mikið hlutverk bókmenntanna í mannlegu félagi. Og í þessu efni fetar hann með sínum hætti sömu leið og rússneskir lesendur hans, eins og sjá má í viðtökusögu verka hans í Rússlandi. Á fyrstu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.