Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 75
Vi ð s t a ð l e y s u t a k þ ú m i n n i TMM 2013 · 2 75 árunum eftir að farið var að þýða verk Halldórs á rússnesku leggja þeir sem um bækurnar fjalla venjulega mikla áherslu á það, að skáldið taki sér á réttum hugsjónaforsendum stöðu með alþýðunni í baráttu hennar við auðvald borgaranna – með öðrum orðum: það er reynt eftir föngum að tosa verk Halldórs sem lengst inn á svið hins „sósíalistíska raunsæis“ í sovéskri merkingu þeirra orða. Sú viðleitni átti sér vissulega nokkra réttlætingu í verkunum sjálfum – en að auki var slík túlkun talin nauðsynleg til að sýna fram á að sovéskum lesendum stafaði enginn hugmyndafræðilegur háski af verkum þessa Íslendings. En þegar árin líða sér sá sem viðtökusöguna skoðar, að það er sem svo opinskár pólitískur mælikvarði á skáldsögur Halldórs víki til hliðar, skreppi saman – eins og hann sé með einhverjum hætti orðinn óviðeigandi. Hinsvegar láta rússneskir gagnrýnendur og aðrir lesendur í ljós æ afdráttarlausari hrifningu af ríkulegu persónusafni í skáldsögum Halldórs og um leið af því hve sérstæðu ef ekki einstæðu lífi þetta fólk lifir. Draumalandið Ísland Oft er þetta tengt gömlum og nýjum rómantískum hugmyndum sem við lýði hafa verið í Rússlandi um Norðrið – um Norðurlönd og þá sér í lagi Ísland sem land hrikalegrar náttúru sem getur af sér sterka menn, hetjur – og þó ekki síður skáld.15 Dæmigert er það sem sovéski rithöfundurinn Gennadij Fish skrifar í ferðabók sinni um Ísland sem hann nefnir Einbúinn í Atlants- hafi. Hann segir: Ég heillaðist af stórkostlegri skáldgáfu Laxness, sem skapað hafði heilsteyptar persónur og óbrotgjarnar, eins og væru þær höggnar úr klettum eða ís jöklanna – bændur, skáld og fiskimenn, fólk brennandi ástríðna, harmrænna örlaga og hjartnæmra ásta.[…] Ég var þakklátur skáldinu sem hafði á nýjan leik, löngu eftir að sögurnar fornu voru skrifaðar, gefið heiminum Ísland í hinum fáorðaða hrikaleik þess“.16 Eins og sjá má af tilvitnunum sem þessum – og þær eru hreint ekkert eins- dæmi – fellur hér saman áhugi lesanda á landi sem honum sýnist um margt öðruvísi en öll önnur lönd og virðing fyrir Halldóri Laxness sem guðspjalla- manni bókmenntanna. Því kom það mér ekki á óvart þegar ég í ágúst leið kom í íbúð þjóðskáldsins Púshkíns í Pétursborg, sem er vitanlega safn og helgur staður, að elskuleg gömul kona sem þar starfaði og ég tók tali sagði við mig: Svo þér eruð frá Íslandi? Það er merkilegt land. Þar er skáldskapurinn ekki mál fáeinna útvaldra eins og hjá okkur heldur snar þáttur af lífi almenn- ings. Um þetta las ég í skáldsögu Halldórs Laxness, Heimsljós. Í þessum orðum enduróma merkilegir þættir í sögu bókmenntalegra samskipta Íslendinga og Rússa. Halldór Laxness sá við fyrstu sýn í almennri lotningu fyrir arfi Púshkíns og í stórum upplögum bóka í Sovétríkjunum merki um að einmitt í Rússlandi mætti rætast hin útópíska von um mikil
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.