Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 93
Á h r i f E S B -a ð i l d a r á í s l e n s k h e i m i l i TMM 2013 · 2 93 upp. Úr verður svo fasteignabóla sem springur næst þegar vextir hækka. Þetta gerðist t.d. að vissu leyti hér á Íslandi þegar erlend lán á lágum vöxtum urðu algeng rétt fyrir hrun. Fasteignaverð og nýbyggingar ruku upp og verðleiðréttingin hefur verið mörgum erfið. Evran og vextir í Evrópu eru stöðugri en krónan, en evran er engin allsherjarlausn á efnahagsvanda og eyðslu umfram tekjur. Oft er kvartað undan gengissveiflum krónunnar og áhrifum sveiflna á verðlag innfluttra vara. Um 70% utanríkisviðskipta Íslands eru við EES og um 40% við evrusvæðið. Stöðugt gengi krónu gagnvart evrópskum gjald- miðlum er því mikilvægt. Árin 2000–2007 voru gengissveiflur krónunnar gagnvart evru ekki meiri en sveiflur dollars gagnvart evru. Árið 2008 varð svo mjög stór gengisleiðrétting á Íslandi, en eftir það hefur Seðlabanki Íslands haldið gengissveiflum krónunnar innan marka sem gengur og gerist meðal gjaldmiðla á frjálsum markaði.19 Ef Íslendingar taka upp evru verða gengis- sveiflur gagnvart evrusvæðinu úr sögunni, en ekki gagnvart öðrum gjald- miðlum. Til langs tíma litið hefur vandamál Íslendinga ekki verið gengis- sveiflur krónunar heldur gengissig hennar. Sveiflur krónunnar niður á við hafa ávallt verið meiri en upp á við. Þetta kallast verðbólga á venjulegu máli en helsta orsök verðbólgu er að seðlabankar láta undan efnahagsþrýstingi og prenta peninga umfram aukningu á landsframleiðslu. Vísitölubinding er síðan vatn á myllu verðbólgunnar þar sem laun og verðlag hækka sjálfkrafa ár frá ári og fleiri og fleiri peningaseðla þarf til að halda verðbólguhag- kerfinu gangandi. Seðlabanki Evrópu hefur sýnt mikinn aga á þessu sviði og mættu Íslendingar taka hann sér til fyrirmyndar. Sameiginleg fjármál og styrkjakerfi ESB Ísland tekur nú þegar þátt í nokkrum evrópskum samvinnuverkefnum gegnum EES-samstarfið, m.a. á sviði menningarmála og vísinda. Við ESB-aðild mun Ísland taka fullan þátt í fjármála- og styrkjakerfi bandalagsins. Fjárlög ESB eru nálægt 1% af lands- framleiðslu alls bandalagsins og er það nánast ekkert miðað við ríkisfjárlög einstakra ríkja sem iðulega eru milli 30-50% af landsframleiðslu þeirra. Um 45% sameiginlegra útgjalda ESB fara í uppbyggingar- og þróunarmálefni, en þar þiggja fátækari svæði bandalagsins ívið meiri styrki en ríkari svæði. Önnur 40% fara svo í landbúnaðarstyrki og ýmis dreifbýlismál. Það litla sem eftir er fer til mannréttindamála, aðstoð við nágranna- og umsóknarríki, þróunaraðstoð í Þriðja heiminum, stjórnsýslukostnað og aðra smærri málaflokka. Þessir styrkir eru ekki greiddir beint frá Brussel til einstaklinga og heimila heldur fara þeir í gegnum opinber ferli og hafa þannig áhrif á fjármál hins opinbera en ekki beint á einstaklinga og heimili. Tekjur ESB eru svo beingreiðslur aðildarríkjanna til bandalagsins sem eru reiknaðar sem brot af landsframleiðslu, sameiginlegir tollar á vörur sem fluttar eru inn í ESB, sykurgjöld, hluti virðisaukaskatts sem rennur til ESB, auk annarra smærri tekjustofna. Nokkrar áætlanir hafa verið gerðar um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.