Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 109
„ A ð v e r a m e ð f u l l r i u n d i r m e ð v i t u n d“ : u m M e d ú s u h ó p i n n TMM 2013 · 2 109 ýmist sem teikn um nýja og framsækna hugsun eða ógn við hið þjóðlega.7 Þannig hafði hugmyndin um framúrstefnu (hversu óljós og misvel skil- greind sem hún var í þessum skrifum) heilmikil áhrif. Þegar kemur fram yfir síðari heimsstyrjöld eru þessar átakalínur enn til staðar, en hverfast þá um módernismann. Samband módernisma og framúrstefnu er umdeilt, en þó sumir vilji einfaldlega telja framúrstefnurnar sem hluta af umbrotum módernismans, sem einmitt voru hvað mest áberandi á fyrstu áratugum tuttugustu aldar, þá eru aðrir sem vilja sjá skýrari skil þarna á milli. Sam- kvæmt því er framúrstefnan sér fyrirbæri sem á sér aðrar sögulegar rætur og ólíkar birtingarmyndir frá módernismanum, sem meðal annars kemur fram í hópastarfsemi og sameiginlegum útgáfum og viðburðum af ýmsu tagi.8 Þrátt fyrir að íslenskir módernistar hafi að einhverju leyti hópað sig saman undir merkjum tímaritsins Birtings,9 þá var ekki um neina eiginlega starfsemi að ræða innan þess ramma, tímaritið virkaði frekar eins og sam- eiginlegur vettvangur. Sú móderníska bylting sem skók ljóðið á fimmta og sjötta áratugnum var því mikilvægur grunnur fyrir Medúsuhópinn, þó ekki væri nema vegna þess að með módernismanum myndast loks nægilega öflugur menningarlegur bakgrunnur fyrir framúrstefnuhræringar. Þó virðist sem Medúsumenn hafi að miklu leyti skilgreint sig í andstöðu við það sem þá var orðinn ‚hefð- bundinn‘ módernismi,10 eins og til dæmis verk T.S. Eliots og Eszra Pounds – en í viðtölum við þá Ólaf Jóhann Engilbertsson og Sjón ítreka báðir að þessir og álíka höfundar hafi þótt ákaflega ‚hallærislegir‘.11 Hér ber einnig að hafa í huga tímaramma Medúsu en eins og áður er sagt fellur hann að mestu leyti saman við pönkhreyfinguna hér á landi, eins og hún birtist aðallega í tónlist en einnig ljóðum og ýmissi annarri (and)menningarstarfssemi. Í samræmi við oft og tíðum jaðraða starfsemi framúrstefnunnar skilgreindi Medúsuhópurinn sig sem neðanjarðarfyrir- bæri eins og kemur fram í grein Sjóns um Medúsu í Hinum súrrealíska uppskurði. Þar segir „Medúsa hefur […] engan áhuga á að vera eitt eða neitt í „menningarlífi þjóðarinnar““.12 Hér er tekin skýr afstaða til þess sem telst vera menning og þess sem Medúsumenn ætla sér, en það er hvorki meira né minna en að „„Breyta lífinu og að „Breyta heiminum“ ef nokkur von á að vera til þess að Jörðin verði ekki áfram andleg fjöldagröf“.13 Þetta er að sjálfsögðu byggt á hinni „súrrealísku lífssýn“, en þó er ekki ætlunin að „boða súrrealismann“, heldur ætla meðlimir hópsins að „ganga eins langt og við getum í því að glæða líf okkar sömu mótsögnum og draumana sem okkur dreymir“.14 Þegar hópurinn er stofnaður eru allir meðlimir hans kornungir menn sem stunduðu nám við hinn nýstofnaða Fjölbrautarskóla í Breiðholti. Skólinn þótti framsækinn og þar var meðal annars listabraut sem Sjón valdi sér einmitt. Reykjavíkurborg er að þenjast ört út (eins og hún hefur reyndar stöðugt verið að frá og með seinni heimsstyrjöld) og Breiðholtið var stærsta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.