Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 110
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 110 TMM 2013 · 2 og fjarlægasta úthverfið. Þar ægði öllu saman, verkamannablokkahópum og einbýlishúsakjörnum og hverfið fékk fljótt á sig hefðbundinn úthverfablæ, með tilheyrandi fordómum um vafasama íbúa og menningarlega auðn. Þessu vildu hinir ungu menn breyta, en Medúsuhópurinn var meðal annars stofnaður til að sýna fram á að menningarstarfsemi (þrátt fyrir að hún teldist ekki endilega hátíðlega til ‚menningarlífs þjóðarinnar‘) gæti þrifist víðar en í Menntaskólanum í Reykjavík, sem þá þótti vera höfuðvígi skálda og gáfumenna.15 Einnig má benda á menningarlega sterka stöðu Mennta- skólans við Hamrahlíð, en Ólafur Jóhann Engilbertsson bendir á að Medúsa hafi verið með „sinn fyrsta gjörning í MH í október 1980, í og með til að sýna MH-ingum að hér væru ekki bara einhver úthverfaskáld á ferð með sultar- dropa í nefinu“.16 Hér birtast enn tengslin við pönkið, en það var öflugt í Breiðholtinu, enda hugmyndafræði þess og félagslegar rætur nátengdar úthverfamenningu. Pönkið þreifst einmitt í Menntaskólanum við Hamrahlíð, öðrum fram- haldsskóla sem var leiðandi í því að endurmóta framhaldsskólamenntun á þessum tíma. Mikill samgangur var á milli þessara hreyfinga, en meðal annars stofnuðu Ólafur og fleiri meðlimir Medúsu (Þór, Matthías og Einar) (ný)dadaísku hljómsveitina Fan Houtens Kókó, sem spilaði á pönktónleikum í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Kynnin leiddu svo á endanum til stofn- unar hljómsveitanna Kukl og Sykurmolanna og útgáfunnar Smekkleysu. Ferlið17 Ljóðið sá miðill sem Medúsa hefur hvað helst verið þekkt fyrir, þrátt fyrir tengsl við tónlist og myndlist. Sumarið 1980 koma út tvær Medúsubækur: Efnahagslíf í stórborgum eftir Ólaf Jóhann Engilbertsson og Lystigarðurinn eftir Matthías Sigurð Magnússon. Mesta virkni hópsins var líka það haust og veturinn á eftir, þá stóðu þeir félagar fyrir gjörningum, kvikmyndasýningum og upplestrum. Á upplestrunum lásu skáldin hvert í kapp við annað og sam- tímis, komu fram hálfnakin með lærisneiðar á höfði og áttu það til að koma akandi á bíl inn í upplestrarsali. Á þessum uppákomukvöldum var leikgleðin í algleymi og allt með miklu gjörningaívafi, að hætti kabaretts dadaista og súrrealískra samkunda. Eftir þennan öfluga upptakt fór aðeins að hægjast um, en 1981–2 var stofn- uð fyrrnefnda hljómsveitin Fan Houtens Kókó og voru textar þeirra há-bók- menntaleg verk í anda dada. Árið 1982 var stofnað galleríið Skruggubúð, sem stóð fyrir fjölmörgum sýningum bæði erlendum og innlendum, og það ár var mikil útgáfustarfsemi á vegum Medúsu. Árið 1983 var haldin sýning í JL-húsinu, sem hlaut nafnið Gullströndin andar og var henni að hluta til stefnt gegn sýningu ungra listamanna á Kjarvalsstöðum á sama tíma, en á báðum sýningum birtist það sem efst var á baugi í myndlistarheiminum, þar á meðal nýja málverkið svokallaða. Medúsa kom að sýningunni, aðallega þó
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.