Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 115

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 115
„ A ð v e r a m e ð f u l l r i u n d i r m e ð v i t u n d“ : u m M e d ú s u h ó p i n n TMM 2013 · 2 115 líf og afl sem í hópnum bjó. Sjón ítrekar að þrátt fyrir að súrrealisminn hafi verið mest áberandi hafi hann ekki verið einráður: Ég er mjög hrifinn af expressjónisma bæði í ljóðlist og myndlist. Og af dadaisma, anarkisma, galdri. Yfirleitt öllu sem krefst þess að ég fari mínar persónulegu leiðir í að breyta lífinu. Hjá okkur í Medúsu hefur það komið fyrir að dadaisminn og súrrealismi hafa skarast. Svona líkt og þegar hrekkjalómurinn og dreymandinn hittast.39 Sjón leggur áherslu á súrrealismann sem aflvaka til nýrrar sýnar á veru- leikann og mikilvægis frelsisins, til dæmis undan pólitískum flokkadráttum. Hann tengir súrrealismann við ódýrar hrollvekjur og lágmenningu og segir að sig dreymi um að skrifa ljóð eins og Terminator: „Það er spennan, maður, spennan.“40 Viðtalinu lýkur á þessum orðum: Það var auðveldara að vera súrrealisti í framhaldsskóla. Það er ekki fyrr en núna sem það fer að vera erfitt. Það finnst engum sjálfsagt lengur að maður hafi þessar skoð- anir. Þær eru meira ögrandi. Og það verður erfiðara og erfiðara næstu fimmtíu árin. Staða manns er sterkari en þá. Það er erfitt að vera frjáls en ótrúlega skemmtilegt um leið því persónur fjölga sér eins og amaba og heimurinn í kring fyllist af fallegum, undarlegum hlutum. Stefnan er fram á við: Að vera með fullri undirmeðvitund.41 Í ljósi stöðu Sjóns í dag eru þessi orð athyglisverð, en þrátt fyrir að viðtökur verka hans hafi verið á ýmsa vegu fyrstu tvo áratugina eftir að þetta viðtal var tekið þá er ljóst að í kjölfar útgáfu Skugga-Baldurs hefur róðurinn orðið auðveldari. Annað sem vekur athygli þegar þetta efni er skoðað er hversu heilshugar skáldið – og hópurinn allur – hefur verið í sínum áherslum og hugðarefnum. Skáldið markaði sína stefnu eldsnemma og hefur síðan hvergi hvikað frá kröfunum um frelsi, nýsköpun og framúrstefnu. Þar hefur hópastarfið og samvinnan haft sitt að segja, auk þess sem það skín í gegn öll skrifin og viðtölin hvað þetta hefur verið gaman. Á þessum sjö árum var starfsemi Medúsu öflug, eins og fram kemur í sýningarskránni Líksneiðar og aldinmauk. Níu sýningar voru haldnar í Skruggubúð, auk þess sem Medúsa tók þátt í fimm samsýningum heima og heiman. Níu upplestrar og gjörningar eru taldir til, þar á meðal þátttaka í útvarpsþættinum Kimi árið 1983. Tuttugu og níu rit komu út á vegum hópsins, þar með talin tvö tímarit (Hinn súrrealíski uppskurður og Geltandi vatn (1985)) og textarit á vegum hljómsveitarinnar Fan Houtens Kókó sem hélt á annan tug tónleika á árunum 1981–82 og gaf út tvær snældur. Í útgáfum hljómsveitarinnar fóru saman tónlist og texti, en einkenni Medúsuútgáfunnar var samspil listforma, ljóðabækurnar voru ríkulega myndskreyttar, eða myndlýstar öllu heldur, því vægi myndanna var iðulega jafngilt ljóðunum. Þetta voru því ævintýraleg smárit, unnin af alvöru-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.