Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Page 12

Skessuhorn - 16.12.2015, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201512 ECORASTER JARÐVEGSGRINDUR Notkunarstaðir: Bílastæði Göngustígar Innkeyrslur Tjaldstæði Hestagerði og reiðhallir Almennt í landbúnaði Gróðurhús Græn þök Aðkomusvæði neyðarbíla úr endurunnu plasti - endurvinnanlegar - menga ekki jarðveginn VER ehf, Kirkjubraut 12 - 300 Akranesi s: 431 1111 tölvupóstur: ver@ver-ehf.is Kostir: Örugg samlæsing Hleypir aðkomuvatni niður Eykur burð og styrkir gljúpan jarðveg Minni undirbygging 20 ára ábyrgð á efni Auðlagt og meðfærilegt Fjöldi aukahluta Margar gerðir www.ecoraster.is Göngustígur við Skútustaðagíga Bílastæði í Urriðaholti Hin árlega bókveisla var haldin í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík síð- astliðinn miðvikudag. Bókaveislan var tileinkuð Þorbjörgu Guðmunds- dóttur sem starfaði um árabil sem ljósmóðir. Nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Snæfellsbæjar sáu um að kynna höfunda og sáu um veitingar. Að þessu sinni voru fjórir rithöfund- ar sem lásu úr sínum nýútgefnu bók- um, en það voru eftirtaldir: Auður Jónsdóttir las úr bók sinni Stóri skjálfti, sem fjallar um Sögu, sem rankar við sér eftir flogakast við Miklubrautina og þriggja ára sonur hennar er á bak og burt. Það síðasta sem hún man er tveggja hæða stræt- isvagn sem vegfarandi efast um að hún hafi í raun og veru séð. Hildur Knútsdóttir las úr bók sinni Vetrarfríi en bókin fjallar um síðasta dag fyrir vetrarfrí og segir frá Berg- ljótu sem hlakkar til að fara í tíund- bekkjarpartý og Bragi bróðir henn- ar ætlar að gista hjá vini sínum. For- eldrar stefna á rómatíska sumarbú- staðaferð. En allar áætlanir fara fyr- ir lítið þegar furðulega plága brýst út. Eftir það hugsar enginn um neitt annað en að bjarga lífi sínu. Kristín Helga Gunnarsdóttir las úr bók sinni Litlar byltingar sem fjallar um kennslukonuna Gló sem flýr kaldan klakann og sest að í lukku- landinu Danmörku. En þegar ell- in færist yfir leitar hugurinn heim til fornmæðra og áhrifavalda. Litl- ar byltingar eru sögur af tíu konum sem spanna í senn eitt kvöld, eitt ár og heila öld. Óma raddir mæðgna, systra og dætra sem dreymir um betri daga, sléttar götur, frjálsar konur og börn sem lifa. Að lokum las Lilja Sigurðardóttir úr bók sinni Gildra en sagan fjallar um hvernig Sonja reynir að bæta líf sitt á meðan hún horfist í augu við ömurlegar aðstæður sínar, en hún er þvinguð til að smygla eiturlyfjum. Hún er fórnarlamb á margan hátt og pikkföst í vítahring. Agla leikur stórt hlutverk innan sögunnar og þarf að undirbúa sig undir að taka afleið- ingum gjörðar sinna og í þessa sögu fléttast ástarsaga. Áheyrendur sem fjölmenntu á þessa bókakynningu voru ánægð- ir með lestur höfunda sem árituðu bækur sína að lestri loknum. af Árleg Bókaveisla fór fram í Klifi Rithöfundarnir saman komnir með Þorgrími Þráinssyni sem hefur séð um að útvega höfunda til lesturs á bókaveislunni auk þess að vera bílstjóri og leið- sögumaður. Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2016 og þriggja ára fjár- hagsáætlun fyrir árin 2017-2019 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 10. desember sl. „Samkvæmt áætl- uninni er fjárhagur bæjarins sterk- ur og verulegt svigrúm til fram- kvæmda. Hagnaður er af rekstri sem er breyting frá því sem var á síðasta kjörtímabili þegar halli var á þriggja ára tímabili sem er ekki heimilt samkvæmt reglum um fjár- mál sveitarfélaga. Skuldahlutfallið er áætlað 122,63% á árinu 2016 sem er mikil lækkun frá því sem var í lok ársins 2013 þegar það var 153,6% og 139,1% eftir afgreiðslu viðaukaáætlunar haustið 2014 eftir að rekstur og fjármálastjórn hafði verið stokkuð upp af nýjum meiri- hluta bæjarstjórnar. Vert er að vekja athygli á því að lækkun skuldahlut- fallsins skapar svigrúm til aukinna fjárfestinga og lántöku allt að 313 milljónum til viðbótar við það sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun án þess að fara yfir 150% markið sem sett er sem hámark,“ segir í tilkynningu frá Sturlu Böðvarssyni bæjarstjóra. Meirihluti bæjarstjórnar bókaði ályktun vegna afgreiðslu fjárhags- áætlunar. Þar segir m.a. að í áætl- uninni sé gert ráð fyrir hækkun framlaga til Umf. Snæfells, styrk- ur veittur til sóknarnefndar vegna viðgerða á Stykkishólmskirkju og jafnframt veittur styrkur til Hest- eigendafélagsins vegna byggingar Reiðskemmu. „Þá er gert ráð fyr- ir fjármunum til þess mikilvæga verkefnis sem samþætting hjúkr- unardeilda sjúkrahúss og dvalar- heimilis er, til uppbyggingar bú- setuúrræða fyrir fatlað fólk sem er samstarfsverkefni inna Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, bygg- ingu við Grunnskólann sem hýsi Amtsbókasafn, Ljósmyndasafnið og skólabókasafn auk framkvæmda við gatnagerð og margra smærri verkefna sem og vinnu við deili- skipulagningu byggingarsvæða.“ Helstu niðurstöðutölur fjár- hagsáætlunar Stykkishólmsbæj- ar fyrir árið 2016 eru þessar: Í A- hluta er gert ráð fyrir að skatt- tekjur bæjarsjóðs verði 885,3 m.kr., aðrar tekjur 209,2 m.kr. Tekjur verða því samtals rétt um 1,1 millj- arður króna. Rekstur málaflokka er áætlaður um 987,07 m.kr. Fjár- magnsliðir eru 48,33 m.kr. Mis- munur tekna og gjalda A-sjóðs sveitarfélagsins sýnir því afgang um 33,83 m.kr. Þegar og A og B hluti eru teknir saman kemur fram að tekjur eru áætlaðar 1.144.45 m.kr. en rekstrargjöld 1.033.05 m.kr. Fjármagnsliðir eru 70,38 m.kr. Tekjur umfram gjöld verða því um 41 m.kr. á árinu. Hand- bært fé frá rekstri er 147,9 m.kr., fjárfestingar 128 m.kr., afborganir langtímalána 144,23 m.kr., lántaka verður 170 m.kr. mm Gert ráð fyrir jákvæðum rekstri Stykkishólmsbæjar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.