Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201540
Helgi Ólafur Jakobsson
Vestlendingur ársins
Í ársbyrjun var Helgi Ólafur Jakobsson kennari í Brekkubæj-
arskóla útnefndur Vestlendingur ársins 2014 af Skessuhorni.
Helgi brást hratt og fumlaust við þegar einn nemenda hans,
níu ára drengur, brenndist á neyðarblysi við upphaf skólaárs-
ins og kviknaði í fötum hans. Nokkrir bekkjarfélagar fundu
blysið við göngustíg nálægt Brekkubæjarskóla og gerðu sér
ekki grein fyrir hvað þeir höfðu í höndunum. Einn drengjanna
stakk blysinu í vasann þar sem kviknaði á því. Eldurinn náði
að læsa sig í föt drengsins og hlaut hann 2. og 3. stigs bruna á
15% líkamans. Helgi vissi að drengurinn þyrfti mikla kælingu
og það strax. Hringt hafði verið á sjúkrabíl en Helgi ákvað að
fljótlegra væri að hlaupa með drenginn á sjúkrahúsið, sem er í
næsta húsi, frekar en að bíða eftir bílnum. Þannig kom Helgi
drengnum hratt og örugglega undir læknishendur.
Fyrsta barnið fæddist á
nýársdag
Á nýársdag klukkan 18:59 fæddist fyrsta barnið á fæðingadeild
HVE á Akranesi. Var það stúlka, 3.725 grömm á þyngd og
51 sentímetri að lengd. Stúlkan er fjórða barn foreldra sinna,
Hróðnýjar Kristjánsdóttur og Arons Páls Haukssonar sem
búsett eru á Patreksfirði. Fyrsta barnið á landinu fæddist hins
vegar þegar klukkuna vantaði fjórar mínútur í fjögur á nýárs-
nótt. Það er Skagamaðurinn Sigurmon Hartmann Sigurðs-
son sem er faðirinn en móðirin Gróa Sif Jóelsdóttur unnusta
hans.
Páll á Húsafelli sæmdur
riddarakrossi
Eins og venja er á nýársdag var efnt til hátíðlegrar athafnar á
Bessastöðum þar sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti sæmdi
heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Meðal ellefu Íslend-
inga sem veittu orðunni viðtöku þá var listamaðurinn Páll
Guðmundsson á Húsafelli. Var hann sæmdur riddarakrossi
fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar. Fyrr í þessum mán-
uði var heimildamynd um Pál frumsýnd í Húsafelli, en mynd-
in verður sýnd í Ríkissjónvarpinu á nýju ári.
Lögregluembætti sameinuð
í eitt
Embætti Lögreglunnar á Vesturlandi varð til um áramótin
þegar lögregluliðin á Akranesi, Borgarnesi, Dölum og á Snæ-
fellsnesi sameinuðust í eitt lögreglulið. Úlfar Lúðvíksson,
fyrrum sýslumaður á Patreksfirði, tók við embætti lögreglu-
stjóra á Vesturlandi. Aðallögreglustöð embættisins er í Borg-
arnesi. Nokkur barátta sveitarfélaga hafði verið um að hafa
embættið hjá sér, en þarna urðu Borgnesingar hlutskarpari.
Almennt telja flestir að sameining lögreglunnar á Vesturlandi
hafi tekist vel. Samstarfið hefur m.a. leitt til þess að ýmis mál
hafa verið upplýst fyrr en áður og menn fara til aðstoðar koll-
egum sínum í öðrum byggðarlögum þegar þurfa þykir.
Lét af embætti eftir tvo áratugi
Stefán Skarphéðinsson lét af embætti sýslumanns og lög-
reglustjóra í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu um áramót. Hann
varð sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í mars 1994 og
þjónaði því Borgfirðingum í tvo áratugi. Lét hann af störfum
bæði vegna aldurs og einnig vegna breytinga á sýslumanns- og
lögreglustjóraumdæmum landsins, sem tóku gildi um áramót-
in. Sýslumaður fyrir Vesturland er Ólafur K Ólafsson, sem
áður gegndi embætti sýslumanns Snæfellinga, og er embættið
til húsa í Stykkishólmi en sýsluskrifstofur á fleiri stöðum.
Verulegt brunatjón hjá
Jötunstáli
Á þrettándanum, þriðjudaginn 6. janúar, kom upp eldur í
húsakynnum vélsmiðjunnar Jötunstáls á Breiðinni á Akranesi.
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað á stað-
inn um leið og elds varð vart. Þrátt fyrir að greiðlega hafi
gengið að ráða niðurlögum eldsins urðu allnokkrar hita- og
sótskemmdir á húsnæðinu. Allar raflagnir eyðilögðust sem og
flest rafmagnstæki. Ekki mátti miklu muna að verr færi því
tréverk hússins sviðnaði og lá við íkveikju. Eins mátti sjá á gas-
kútum að þeir hitnuðu verulega. En með skjótum viðbrögð-
um slökkviliðs var komið í veg fyrir stórbruna.
Langreyðareistu í bjór
Brugghús Steðja sendi
snemma á árinu frá sér
þorrabjórinn Hval 2. Er
hann kryddaður með lang-
reyðareistum sem verkuð
eru eftir gamalli íslenskri
hefð. Eistun eru léttsölt-
uð og síðan taðreykt. Heil-
brigðiseftirlit Vesturlands
gerði engar athugasemdir við framleiðslu bjórsins, en eftir sem
áður er óheimilt að framleiða bjór sem inniheldur hvalamjöl,
eins og bruggmeistarar Steðja komust að þegar fyrirrennari
Hvals 2 var sendur á markaðinn á sínum tíma.
Skipað í nýja stöðu prests á
Akranesi
Það var einróma álit valnefndar Garðaprestakalls á Akranesi
að mæla með því að séra Þráinn Haraldsson yrði skipaður
prestur í nýja stöðu á Akranesi. Agnes M. Sigurðardóttir, bisk-
up Íslands, staðfesti niðurstöðu valnefndar og var séra Þrá-
inn settur í embætti á hvítasunnudag. Hann hefur síðan þjón-
að Skagamönnum við hlið séra Eðvarðs Ingólfssonar sóknar-
prests.
Fréttaannáll ársins 2015 í máli og myndum
Framhald á næstu opnu
Eftir að undirritaður hóf að starfa sem blaðamaður hafa
gárungarnir sem hann kallar vini sína oft undið sér upp
að honum og spurt kankvíslega: „Hvað er að frétta?“
Undirritaður hefur með tíð og tíma vanið sig á að svara
því engu heldur rétta spéfuglunum nýjasta tölublað
Skessuhorns og ganga knarreistur á brott. Þar er jú allt
sem skiptir máli. Hér skal árið 2015 rifjað upp og drep-
ið á nokkrum atriðum sem komust á síður Skessuhorns
á árinu. Auðvitað verður slík upptalning aldrei tæmandi,
né vísindaleg, enda munu blaðamenn Skessuhorns hafa
skrifað vel á sjötta þúsund fréttir og viðtöl á árinu sem
birst hafa á rétt innan við tvö þúsund síðum.
Vestlendingar gerðu vel í ferðaþjónustunni á árinu
og fengu stórkostlega viðurkenningu og tækifæri sem
ferðamannasvæði til framtíðar. Ljósleiðaravæðing
landsbyggðarinnar er í fullum gangi og nokkur skriður
virðist vera að komast á það mál. Allnokkuð var sótt af
fiski úr sæ og er það vel, því fiskur er herramannsmat-
ur og veiði á honum atvinnuskapandi. Í fréttum ársins
kom fram að flestir íbúar á Vesturlandi hafa viðurværi
sitt af þjónustu, iðnaði og sjávarútvegi. Hér mælist hag-
vöxtur sá mesti á öllu landinu og því ættum við Vest-
lendingar að bera okkur vel og geyma „kvartið“ til betri
tíma. Kjaradeilur voru áberandi á árinu og settu strik
í starfsemi nokkurra atvinnugreina. Litlu munaði að
kæmi til mjög víðtækra verkfalla. Sérstaklega voru við-
ræður ríkis og heilbrigðisstétta erfiðar.
Engar kosningar voru á árinu. Hvorki var kosið til Al-
þingis, sveitarstjórna eða til setu á Bessastöðum. Það
er ágætt að vera laus við kosningar þótt undirritaður
verði að viðurkenna að hann sé boðinn og búinn að
þiggja kaffi hjá fulltrúum hinna ýmsu skoðana þegar að
því kemur. Pólitíkin er þó aldrei langt undan og á árinu
sem er að líða vakti stórsókn Pírata í skoðanakönnun-
um mikla athygli. Ekki var laust við að farið væri að gæta
pirrings í röðum eldri stjórnmálaafla af þessum sökum,
sem ekkert skilja í þessum skilaboðum kjósenda.
Langt væri seilst ef telja ætti París landfræðilega sem
hluta Vesturlands. Borgin átti þó hug Vestlendinga og
raunar landsmanna allra eftir hryðjuverkaárásir fyr-
ir skömmu. Í kjölfar þeirra fóru að óma stöðugt hærra
raddir haturs, fáfræði, hræðslu og fordóma af ýmsu tagi.
Einhverjir sáu sig knúna til að nýta tækifærið og að-
greina sig frá fólki sem hefur aðrar lífsskoðanir, úthrópa
það og reyna að hefja sig skör ofar því. Þeir áttuðu sig
ekki á að um leið sigu þeir sjálfir ofan í og sitja nú fast-
ir í feni mannfyrirlitningar og virðast hafa gleymt því
að fólk er fólk, óháð því hvaða trúfélögum það tilheyr-
ir. Það er á okkar ábyrgð að hressa upp á minni þeirra.
París verður svo enn meira og vonandi á jákvæðari hátt
á vörum okkar á næsta ári þegar fótfráir knattspyrnu-
menn héðan fara utan og keppa við aðrar sterkar þjóð-
ir í knattspyrnu.
Segið svo að það sé ekkert í fréttum! Það er alltaf
eitthvað að frétta og undirritaður mun glaður benda á
nýjasta tölublað Skessuhorns þegar spurningin „hvað
er að frétta?“ verður borin upp næst.
Ást og friður,
Kristján Gauti Karlsson