Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 50

Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 50
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201550 Það helsta úr íþróttalífi ársins 2015 Framhald á næstu opnu Karlalið Snæfells missti af úrslitakeppninni Eftir tap gegn Keflavík í næstsíðustu umferðinni síðastliðið vor var ljóst að karlalið Snæfells myndi hafna í níunda sæti og missa af úrslitakeppninni í fyrsta skipti í mörg ár. Gengi liðs- ins hefur verið upp og ofan það sem af er vetri. Það hefur unn- ið fjóra af fyrstu tíu leikjum sínum og situr í 10. sæti deildar- innar. Liðið gekk í gegnum töluverðar mannabreytingar fyr- ir keppnistímabilið og hefur auk þess lent í smá meiðslavand- ræðum upp á síðkastið, eitthvað sem liðið má illa við því hóp- urinn er ekki breiður fyrir. Markmið vetrarins verður að halda liðinu í deild þeirra bestu og eins og mótið hefur spilast hing- að til er það markmið á áætlun. Lítið má aftur á móti út af bregða. Skallagrímur og ÍA aftur saman í 1. deild Skallagrímur féll úr Domino‘s deild karla í körfuknattleik á vormánuðum og leikur nú í 1. deildinni ásamt nágrönnum sín- um í ÍA. Skallagrímur hefur gengið í gegnum miklar manna- breytingar og teflir fram mjög ungu og spræku liði þennan veturinn. Liðið hefur byrjað prýðilega, hefur unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum og er í fjórða sæti deildarinnar og á góðan möguleika á að komast í úrslitakeppnina um laust sæti í úrvalsdeild, haldi þeir áfram á sömu braut. ÍA féll úr leik í úrslitakeppninni um laust sæti í úrvalsdeild þegar liðið tap- aði tveimur leikjum gegn Hamri frá Hveragerði. Gengi liðs- ins það sem af er vetri hefur verið þokkalegt, liðið hefur unn- ið fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum og situr í þéttum pakka um miðja deild. Hópurinn hélst að stærstum hluta óbreyttur frá fyrri leiktíð. Liðið er reynslumikið og kjarni þess hefur spilað lengi saman og stefna Skagamenn á úrslitakeppnina í vor. Kvennalið Skallagríms endurvakið Síðsumars var tilkynnt að körfuknattleiksdeild Skallagríms hefði ákveðið að endurvekja meistaraflokk kvenna eftir tveggja ára hlé og senda lið til þátttöku í Íslandsmótinu. Leikur liðið í 1. deild kvenna. Farið var út í metnaðarfulla þjálfararáðningu þegar spænski þjálfarinn Manuel Rodriguez var fenginn til að stýra liðinu og hefur Skallagrímur heldur betur farið vel af stað. Liðið er taplaust eftir fyrstu tíu leiki tímabilsins og trón- ir langefst á toppi 1. deildarinnar. Skagakonur leika í Pepsi deild að ári ÍA tryggði sér sæti í Pepsi deild kvenna í knattspyrnu á næsta ári með sigri á Grindavík í úrslitakeppni 1. deildarinnar. Lið- ið gerði gott betur og hampaði Íslandsmeistaratitli 1. deildar með því að leggja FH í úrslitaleiknum á Akranesvelli með einu marki gegn engu. Liðið lék trausta vörn allt mótið en gekk illa að skora framan af sumri. Á síðara hluta mótsins var hins vegar eins og allar flóðgáttir hefðu brostið. Liðið vann hvern stórsigurinn á fætur öðrum og lék glimrandi knattspyrnu allt til loka mótsins og er vel að úrvalsdeildarsætinu komið. Víkingur tryggði sér sæti í úrvalsdeild Lið Víkings Ólafsvíkur tryggði sér sæti Íslandsmeistaratitil 1. deildar karla í knattspyrnu og þar með sæti í í Pepsi deildinni með ótrúlegum 2-7 sigri á Grindvíkingum þegar þrjár umferð- ir voru eftir af mótinu. Liðið endaði mótið með 54 stig sem er stigamet í 1. deild. Víkingur byggði árangur sinn á ógnarsterk- um varnarleik, fékk aðeins 14 mörk á sig í 22 leikjum. Sóknar- leikur liðsins tók svo við sér á síðari hluta mótsins og munaði þá miklu um framlag Hrvoje Tokic sem gekk til liðs við Víking á miðju sumri. Hann skoraði tólf mörk í aðeins átta leikjum. Íslandsmótið í golfi var haldið á Garðavelli Golfklúbburinn Leynir á Akranesi átti veg og vanda að fram- kvæmd Íslandsmótsins í golfi á 50 ára afmælisári klúbbsins. Mótið fór fram á Garðavelli helgina 23.-25. júlí og fremstu kylfingar landsins börðust um Íslandsmeistaratitilinn. Fór svo að lokum að Þórður Rafn Gissurarson úr GR hampaði Íslands- meistaratitli karla á nýju mótsmeti, tólf höggum undir pari. Signý Arnórsdóttir úr GK varð Íslandsmeistari kvenna, en að- eins eitt högg skildi á milli hennar og Skagakonunnar Valdís- ar Þóru Jónsdóttur úr Leyni. Framkvæmd mótsins tókst eins og best verður á kosið og fékk Leynir mikið og verðskuldað lof fyrir. Völlurinn var glæsilegur, aðstaðan öll til fyrirmyndar og bæði kylfingar og fjölmargir gestir mótsins nutu góðs af. Skagamenn héldu sæti sínu í úrvalsdeild karla Skagamenn náðu markmiðum sínum og vel það í Pepsi deild karla í knattspyrnu. Algert forgangsatriði var að halda liðinu í deildinni. Þegar tvær umferðir voru eftir af mótinu var ljóst að það markmið næðist. Að lokinni síðustu umferð varð sjöunda sætið staðreynd og mega Skagamenn vel við una. Leikur liðs- ins fór batnandi eftir því sem leið á sumarið, margir reyndari leikmanna léku vel og yngri leikmenn stigu upp. Vestlendingar geta státað af ótrúlega fjölbreyttu og blómlegu íþróttalífi og eiga víða íþróttafólk í fremstu röð. Á svæðinu er lagt stund á allt frá bridds til torfæru, skotfimi til knattspyrnu og hestaíþrótta til langhlaups. Blaðið myndi vart endast til að útlista öll afrek vest- lenskra íþróttamanna á árinu, úrslit og viðburði. Því verður hér aðeins stiklað á stóru og farið yfir það allra helsta sem gerðist á undangengnu ári.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.