Skessuhorn - 16.12.2015, Side 56
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201556
Deild: Leikjafjöldi hjá ÍA: Mörk
A-deild 183 23
B-deild 18 1
Bikarkeppni 39 4
Evrópuleikir 19 4
Meistarakeppni KSÍ 15 3
Aðrir leikir 48 15
Samanlagt.: 366 54 mörk fyrir ÍA
Leikir erlendis:
La Louviere, Belgíu 66 14
Laval, Frakklandi 102 13
Landsleikir:
A-landsleikir 16 0
U-19 1 0
Karl Þórðarson - Ferilskrá í boltanum
Kalli Þórðar er án efa einn dáðasti
knattspyrnumaðurinn sem leik-
ið hefur hér á landi. Hann lék sinn
fyrsta leik með ÍA í efstu deild að-
eins 17 ára gamall árið 1972 og síð-
asta leikinn í efstu deild lék hann
fyrir uppeldisliðið sitt árið 1994, þá
orðinn 39 ára. Í tæp sex ár lék hann
í Belgíu og Frakklandi. Íslands- og
bikarmeistartitlarnir eru svo marg-
ir að Kalli hefur ekki einu sinni tölu
á þeim og segist þurfa að fletta upp
í söguskrám hjá ÍA eða KSÍ til að
geta sagt um það með vissu. Hann
var nánast fæddur með fótbolta á
tánum enda af miklum fótbolta-
ættum, kominn frá Reynisstað og
Skuld. Pabbi hans, Þórður Jónsson
frá Reynisstað á Akranesi, var í gull-
aldarliði ÍA og margreyndur lands-
liðsmaður að auki. Móðir Karls er
Sigþóra Karlsdóttir af Skuldarætt-
in á Akranesi. Afi hans var Karl
Benediktsson frá Skuld, sem síðar
var kenndur við Bæ en fyrstu ævi-
árin bjó Kalli einmitt með foreldr-
um sínum og systrunum Þuríði og
Ragnheiði í kjallaranum í Bæ við
Kirkjubrautina með afa Kalla og
Pálinu ömmu á efri hæðunum. Eft-
ir barnaskóla- og gagnfræðaskóla-
nám fór Kalli í Iðnskólann á Akra-
nesi og lærði rafvirkjun. Hann var á
námssamningi á rafmagnsverkstæði
Þ&E og meistari hans þar var Val-
geir Runólfsson rafvirkjameistari.
Leikirnir milli KA og
Kára skemmtilegir
„Við bjuggum í Bæ þar til ég var
átta ára en þá fluttum við í húsið á
Brekkubraut 5 sem var nýbyggt. Þá
bættust yngstu systkini mín við hóp-
inn, bróðirinn Jón Sigurður og Pá-
lína Eyja. Ég man ekki eftir mér í
öðrum leikjum en fótbolta, fyrstu
minningarnar eru af fótbolta úti á
bletti. Fyrstu árin var oftast ver-
ið á Merkurtúninu. Mig minnir að
ég hafi verið sex ára þegar ég fór og
skráði mig í KA hjá Edda í Einars-
búð, það lá beinast við því pabbi,
og flestir sem ég þekkti þá, voru í
KA.“ Kalli segist þó ekki muna eft-
ir að hafa fengið gos og súkkulaði í
Einarsbúð fyrir skráninguna í KA
en þær sögur gengu áður fyrr að
Eddi í Einarsbúð og Halli í sjopp-
unni keyptu leikmenn til KA og
Kára fyrir gos og súkkulaði. Sinalco
og staur voru víst vinsæll gjaldmið-
ill þótt þessar sögur hafi ekki alltaf
fengist staðfestar. Kalli segir að leik-
irnir milli KA og Kára í yngri flokk-
unum séu enn mjög minnisstæðir
og oftast var spilað á gamla malar-
vellinum. „Menn töluðust ekki við
á leikdegi en voru svo bestu vinir á
eftir, saman í bekk í skóla og öllum
stundum. Svo var oft verið í fótbolta
á Kirkjuhvolstúninu og eftir að við
fluttum á Brekkubrautina var verið á
Barnaskólalóðinni þar sem íþrótta-
húsið við Vesturgötu er núna.“
Keyrðu fyrir Hvalfjörð á
æfingar á Melavellinum
Kalli lék upp alla yngri flokkana
með ÍA og var alltaf með bestu
Karl E. Þórðarson knattspyrnumaður á Akranesi lék sinn feril hér á landi án áminninga:
Fékk gefins gula og rauða spjaldið
frá reyndasta dómara landsins
leikmönnum. Lék alltaf í sókninni
og þótt hann væri manna minnst-
ur á vellinum skoraði hann mikið.
Stundum var hann líka látinn leika
upp fyrir sig, þ.e.a.s. að hann lék
með næsta aldursflokki ofan við
sinn eigin. Hann var sannkallað-
ur hrellir allra varnarleikmanna.
Kalli var valinn í Faxaflóaúrvalið
þegar hann var 16 ára ásamt öðr-
um Skagamanni, Herði Jóhannes-
syni, sem er árinu eldri. „Þetta var
nokkurs konar unglingalandslið þá
og við fórum út til Ítalíu að keppa
á Evrópumeistaramóti. Spiluð-
um þar m.a. á móti Englending-
um. Þarna voru margir snilling-
ar eins og Ásgeir Sigurvinsson úr
ÍBV, Gunnar Örn Kristjánsson og
Adolf Guðmundsson úr Víkingi,
Logi Ólafsson, Janus Guðlaugsson
og Ólafur Danivalsson úr FH. Við
Höddi keyrðum alltaf fyrir Hval-
fjörð, sautján og átján ára gamir til
æfinga á Melavellinum. Höddi Jó
átti gamlan Volvo Amason sem við
fórum á einu sinni í viku.“
Sautján ár í efstu deild
Um 1970, þegar Kalli er að komast
á aldur til að leika með meistara-
flokki, var lið ÍA mjög sterkt. Nýtt
lið hafði nánast tekið við þegar
ÍA féll úr efstu deild eftir sumar-
ið 1967. Tíminn í annarri deild-
inni 1968 var notaður vel og strax
árið 1969 varð ÍA í öðru sæti í efstu
deild og Íslandsmeistari 1970 eftir
sigur á ÍBK í eftirminnilegum leik.
Kalli var farinn að æfa með meist-
araflokkshópnum árið 1972 og að-
dragandinn að fyrsta leiknum var
ekki langur. Hann var nýlagður af
stað heiman frá sér á Brekkubraut-
inni upp á fótboltavöll til að horfa á
leik við Breiðablik þegar Ríkharð-
ur Jónsson þjálfari og föðurbróðir
hans renndi upp að honum á bíln-
um sínum og sagði honum að fara
heim og ná í töskuna sína því hann
ætti að vera í leikmannahópnum.
Þetta var leikur í efstu deild gegn
Breiðabliki og Kalli kom inn á í
seinni hálfleik aðeins 17 ára gam-
all. Eftir þetta varð hann fljótt
fastamaður í liðinu. „Þetta var gíf-
urlega sterkt og sigursælt lið og
gaman að koma þarna inn enda
andinn góður. Gaui Þórðar, jafn-
aldri minn, kom svo fljótlega inn
í hópinn líka en í fyrstu voru þetta
reyndir leikmenn með okkur eins
og Þröstur Stefáns, Matti Hall-
gríms, Haraldur Sturlaugs, Teit-
ur Þórðar, Nonni Gull og Hörð-
ur Helga ásamt Einari Guðleifs og
Davíð Kristjáns í markinu og fleiri
góðum.“
Í atvinnumennsku
24 ára
Kalli og kona hans Erna Haralds-
dóttir giftu sig árið 1977. Árið 1979
lá leið þeirra svo til Belgíu en þar
varð Kalli atvinnumaður hjá La
Louviere í efstu deildinni belgísku.
„Þegar ég kom til liðsins í byrj-
un árs 1979 var keppnistímabilið
hálfnað og liðið var í efstu deild.
Við féllum svo niður og ég spilaði
með því í tvö ár í næst efstu deild.
Það var mikill gæðamunur á deild-
unum. Ásgeir Sigurvins var þarna
úti á sama tíma og spilaði með
Standard Liege og þar var allt ann-
ar og betri fótbolti. Þarna fóru öll
samskipti fram á ensku innan liðs-
ins svo við komumst ekkert inn í
frönskuna sem þó er töluð. Það
sköpuðust heldur engin tengsl við
Belgíu eða La Louverie, sem ég
held reyndar að sé búið að leggja
niður núna. Við Þorsteinn Bjarna-
son markmaður úr Keflavík fórum
þarna út saman. Belgarnir ákváðu
að kaupa einn stóran og einn stutt-
an. Steini stoppaði bara í eitt og
hálft tímabil í Belgíu. Þetta var
svolítið ævintýralegt þegar ég var
að fara þarna út. Erna var ófrísk
að Gísla syni okkar og hann fædd-
ist á gamlársdag 1978. Við drifum
í að láta skíra hann eins dags gaml-
an og svo fór ég út 2. janúar. Erna
kom svo út mánuði seinna með
Gísla. Við höfðum engan síma til
að byrja með í íbúðinni sem við
fengum svo við nýbakaðir for-
eldrarnir vorum svolítið stressaðir
með ungbarnið. Við gátum ekkert
hringt í mömmur eða ættingja til
að spyrja nauðsynlegra spurninga
og eina hjálpartækið var „,Bók-
in um barnið,“ sem við höfðum.
Engin mamma eða fjölskylda til að
hafa samband við til að fá ráð um
barnið. Ef við vildum hafa sam-
band heim var eina ráðið að labba
út á símstöð að senda telefax. Svo
tók nú ekki betra við loksins þegar
við fengum síma því þá var okkur
úthlutað símanúmeri sem var skráð
á eitthver útflutningsfyrirtæki sem
hét Continental Sweet og síminn
hringdi í tíma og ótíma allan sól-
arhringinn. Við létum vita af þessu
ónæði, daginn eftir kom maður
frá símanum og við sýndum hon-
um í símaskránni að Continental
Sweet var skráð með þetta núm-
er. Viðgerðarmaðurinn brást fljótt
Hérna má sjá ferilinn hjá Karli E. Þórðarsyni eins og hans er getið á heimasíðu
Knattspyrnufélags ÍA í samantekt Jóns Gunnlaugssonar.
Karl Þórðarson við stýrið um borð í skemmtibátnum Jóni forseta.
Kalli og Erna með soninn Gísla á atvinnumannsárum Kalla.