Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Side 56

Skessuhorn - 16.12.2015, Side 56
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201556 Deild: Leikjafjöldi hjá ÍA: Mörk A-deild 183 23 B-deild 18 1 Bikarkeppni 39 4 Evrópuleikir 19 4 Meistarakeppni KSÍ 15 3 Aðrir leikir 48 15 Samanlagt.: 366 54 mörk fyrir ÍA Leikir erlendis: La Louviere, Belgíu 66 14 Laval, Frakklandi 102 13 Landsleikir: A-landsleikir 16 0 U-19 1 0 Karl Þórðarson - Ferilskrá í boltanum Kalli Þórðar er án efa einn dáðasti knattspyrnumaðurinn sem leik- ið hefur hér á landi. Hann lék sinn fyrsta leik með ÍA í efstu deild að- eins 17 ára gamall árið 1972 og síð- asta leikinn í efstu deild lék hann fyrir uppeldisliðið sitt árið 1994, þá orðinn 39 ára. Í tæp sex ár lék hann í Belgíu og Frakklandi. Íslands- og bikarmeistartitlarnir eru svo marg- ir að Kalli hefur ekki einu sinni tölu á þeim og segist þurfa að fletta upp í söguskrám hjá ÍA eða KSÍ til að geta sagt um það með vissu. Hann var nánast fæddur með fótbolta á tánum enda af miklum fótbolta- ættum, kominn frá Reynisstað og Skuld. Pabbi hans, Þórður Jónsson frá Reynisstað á Akranesi, var í gull- aldarliði ÍA og margreyndur lands- liðsmaður að auki. Móðir Karls er Sigþóra Karlsdóttir af Skuldarætt- in á Akranesi. Afi hans var Karl Benediktsson frá Skuld, sem síðar var kenndur við Bæ en fyrstu ævi- árin bjó Kalli einmitt með foreldr- um sínum og systrunum Þuríði og Ragnheiði í kjallaranum í Bæ við Kirkjubrautina með afa Kalla og Pálinu ömmu á efri hæðunum. Eft- ir barnaskóla- og gagnfræðaskóla- nám fór Kalli í Iðnskólann á Akra- nesi og lærði rafvirkjun. Hann var á námssamningi á rafmagnsverkstæði Þ&E og meistari hans þar var Val- geir Runólfsson rafvirkjameistari. Leikirnir milli KA og Kára skemmtilegir „Við bjuggum í Bæ þar til ég var átta ára en þá fluttum við í húsið á Brekkubraut 5 sem var nýbyggt. Þá bættust yngstu systkini mín við hóp- inn, bróðirinn Jón Sigurður og Pá- lína Eyja. Ég man ekki eftir mér í öðrum leikjum en fótbolta, fyrstu minningarnar eru af fótbolta úti á bletti. Fyrstu árin var oftast ver- ið á Merkurtúninu. Mig minnir að ég hafi verið sex ára þegar ég fór og skráði mig í KA hjá Edda í Einars- búð, það lá beinast við því pabbi, og flestir sem ég þekkti þá, voru í KA.“ Kalli segist þó ekki muna eft- ir að hafa fengið gos og súkkulaði í Einarsbúð fyrir skráninguna í KA en þær sögur gengu áður fyrr að Eddi í Einarsbúð og Halli í sjopp- unni keyptu leikmenn til KA og Kára fyrir gos og súkkulaði. Sinalco og staur voru víst vinsæll gjaldmið- ill þótt þessar sögur hafi ekki alltaf fengist staðfestar. Kalli segir að leik- irnir milli KA og Kára í yngri flokk- unum séu enn mjög minnisstæðir og oftast var spilað á gamla malar- vellinum. „Menn töluðust ekki við á leikdegi en voru svo bestu vinir á eftir, saman í bekk í skóla og öllum stundum. Svo var oft verið í fótbolta á Kirkjuhvolstúninu og eftir að við fluttum á Brekkubrautina var verið á Barnaskólalóðinni þar sem íþrótta- húsið við Vesturgötu er núna.“ Keyrðu fyrir Hvalfjörð á æfingar á Melavellinum Kalli lék upp alla yngri flokkana með ÍA og var alltaf með bestu Karl E. Þórðarson knattspyrnumaður á Akranesi lék sinn feril hér á landi án áminninga: Fékk gefins gula og rauða spjaldið frá reyndasta dómara landsins leikmönnum. Lék alltaf í sókninni og þótt hann væri manna minnst- ur á vellinum skoraði hann mikið. Stundum var hann líka látinn leika upp fyrir sig, þ.e.a.s. að hann lék með næsta aldursflokki ofan við sinn eigin. Hann var sannkallað- ur hrellir allra varnarleikmanna. Kalli var valinn í Faxaflóaúrvalið þegar hann var 16 ára ásamt öðr- um Skagamanni, Herði Jóhannes- syni, sem er árinu eldri. „Þetta var nokkurs konar unglingalandslið þá og við fórum út til Ítalíu að keppa á Evrópumeistaramóti. Spiluð- um þar m.a. á móti Englending- um. Þarna voru margir snilling- ar eins og Ásgeir Sigurvinsson úr ÍBV, Gunnar Örn Kristjánsson og Adolf Guðmundsson úr Víkingi, Logi Ólafsson, Janus Guðlaugsson og Ólafur Danivalsson úr FH. Við Höddi keyrðum alltaf fyrir Hval- fjörð, sautján og átján ára gamir til æfinga á Melavellinum. Höddi Jó átti gamlan Volvo Amason sem við fórum á einu sinni í viku.“ Sautján ár í efstu deild Um 1970, þegar Kalli er að komast á aldur til að leika með meistara- flokki, var lið ÍA mjög sterkt. Nýtt lið hafði nánast tekið við þegar ÍA féll úr efstu deild eftir sumar- ið 1967. Tíminn í annarri deild- inni 1968 var notaður vel og strax árið 1969 varð ÍA í öðru sæti í efstu deild og Íslandsmeistari 1970 eftir sigur á ÍBK í eftirminnilegum leik. Kalli var farinn að æfa með meist- araflokkshópnum árið 1972 og að- dragandinn að fyrsta leiknum var ekki langur. Hann var nýlagður af stað heiman frá sér á Brekkubraut- inni upp á fótboltavöll til að horfa á leik við Breiðablik þegar Ríkharð- ur Jónsson þjálfari og föðurbróðir hans renndi upp að honum á bíln- um sínum og sagði honum að fara heim og ná í töskuna sína því hann ætti að vera í leikmannahópnum. Þetta var leikur í efstu deild gegn Breiðabliki og Kalli kom inn á í seinni hálfleik aðeins 17 ára gam- all. Eftir þetta varð hann fljótt fastamaður í liðinu. „Þetta var gíf- urlega sterkt og sigursælt lið og gaman að koma þarna inn enda andinn góður. Gaui Þórðar, jafn- aldri minn, kom svo fljótlega inn í hópinn líka en í fyrstu voru þetta reyndir leikmenn með okkur eins og Þröstur Stefáns, Matti Hall- gríms, Haraldur Sturlaugs, Teit- ur Þórðar, Nonni Gull og Hörð- ur Helga ásamt Einari Guðleifs og Davíð Kristjáns í markinu og fleiri góðum.“ Í atvinnumennsku 24 ára Kalli og kona hans Erna Haralds- dóttir giftu sig árið 1977. Árið 1979 lá leið þeirra svo til Belgíu en þar varð Kalli atvinnumaður hjá La Louviere í efstu deildinni belgísku. „Þegar ég kom til liðsins í byrj- un árs 1979 var keppnistímabilið hálfnað og liðið var í efstu deild. Við féllum svo niður og ég spilaði með því í tvö ár í næst efstu deild. Það var mikill gæðamunur á deild- unum. Ásgeir Sigurvins var þarna úti á sama tíma og spilaði með Standard Liege og þar var allt ann- ar og betri fótbolti. Þarna fóru öll samskipti fram á ensku innan liðs- ins svo við komumst ekkert inn í frönskuna sem þó er töluð. Það sköpuðust heldur engin tengsl við Belgíu eða La Louverie, sem ég held reyndar að sé búið að leggja niður núna. Við Þorsteinn Bjarna- son markmaður úr Keflavík fórum þarna út saman. Belgarnir ákváðu að kaupa einn stóran og einn stutt- an. Steini stoppaði bara í eitt og hálft tímabil í Belgíu. Þetta var svolítið ævintýralegt þegar ég var að fara þarna út. Erna var ófrísk að Gísla syni okkar og hann fædd- ist á gamlársdag 1978. Við drifum í að láta skíra hann eins dags gaml- an og svo fór ég út 2. janúar. Erna kom svo út mánuði seinna með Gísla. Við höfðum engan síma til að byrja með í íbúðinni sem við fengum svo við nýbakaðir for- eldrarnir vorum svolítið stressaðir með ungbarnið. Við gátum ekkert hringt í mömmur eða ættingja til að spyrja nauðsynlegra spurninga og eina hjálpartækið var „,Bók- in um barnið,“ sem við höfðum. Engin mamma eða fjölskylda til að hafa samband við til að fá ráð um barnið. Ef við vildum hafa sam- band heim var eina ráðið að labba út á símstöð að senda telefax. Svo tók nú ekki betra við loksins þegar við fengum síma því þá var okkur úthlutað símanúmeri sem var skráð á eitthver útflutningsfyrirtæki sem hét Continental Sweet og síminn hringdi í tíma og ótíma allan sól- arhringinn. Við létum vita af þessu ónæði, daginn eftir kom maður frá símanum og við sýndum hon- um í símaskránni að Continental Sweet var skráð með þetta núm- er. Viðgerðarmaðurinn brást fljótt Hérna má sjá ferilinn hjá Karli E. Þórðarsyni eins og hans er getið á heimasíðu Knattspyrnufélags ÍA í samantekt Jóns Gunnlaugssonar. Karl Þórðarson við stýrið um borð í skemmtibátnum Jóni forseta. Kalli og Erna með soninn Gísla á atvinnumannsárum Kalla.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.