Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 57

Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 57
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 57 F E R Ð A L A G T I L F O R T Í Ð A R Í þessari fróðlegu og skemmtilegu bók er sagt frá utan- garðsfólki og förufólki á Vesturlandi og Vest fjörðum frá síðari hluta 18. aldar og fram á fyrstu ár 20. aldar. Hrífandi grasrótarsaga sem bregður nýju og óvæntu ljósi á Íslandssöguna. Bókin er ríkulega myndskreytt, þar á meðal með teikn - ingum Halldórs Baldurssonar. við, dró upp penna og strikaði yfir þetta í símaskránni okkar, brosti og sagði að málið væri leyst. Svo end- aði þetta nú með að við fengum annað símanúmer. Það gekk hins vegar vel með Gísla, hann dafn- aði vel en það var oft mikið handa- pat og látbragð þegar við vorum að fara með hann í ungbarnaskoðun í Belgíu,“ segir Kalli og hlær þegar hann rifjar þetta upp. Bestu árin í Frakklandi Eftir árin í Belgíu fluttu þau Kalli, Erna og Gísli til Frakklands þar sem hann hóf að leika með La- val frá samnefndri borg við Bret- aníuskagann í Vestur-Frakklandi. Þar voru þau svo næstu þrjú árin. Hann segist ekki hafa verið vel að sér í frönskunni enda lítið reynt á hana í enskumælandi umhverf- inu hjá La Louviere. „Þetta var allt annað þegar við komum til Frakk- lands. Þar talaði enginn ensku og við urðum að bjarga okkur með frönskuna. Við fengum til okkar kennara sem kenndi okkur und- irstöðu í daglegu máli og svo sí- aðist þetta smám saman inn með sjónvarpinu og þegar við fórum að kynnast nágrönnunum. Við kynnt- umst mörgum á Frakklandsár- unum. Við höfum til dæmis ekki komið til Belgíu síðan við bjuggum þar en höfum oft farið til Frakk- lands og fengið heimsóknir vina- fólks þaðan hingað. Til dæmis var fjögurra manna fjölskylda hjá okk- ur í sumar. Flestir sem við kynnt- umst voru nágrannar okkar þar og þetta var alveg meiriháttar tími í Frakklandi. Það fór vel um okkur þarna sem sést best á því að þrátt fyrir að 31 ár séu síðan við vor- um þarna skuli sambandið við vin- ina vera svona mikið ennþá. Þarna voru okkar bestu ár. Þessi ár mín þarna voru bestu þrjú ár félagsins frá upphafi. Ég sagði nú við barna- börnin í sumar þegar við vorum að horfa á sjónvarpið og sáum Zlatan Ibrahimovic taka við franska deild- arbikarnum fyrir PSG að þessum bikar hefði ég nú hampað einu sinni því við urðum deildarbikar- meistarar eitt árið.“ Aftur í ÍA 1984 og næstu tíu ár Fjölskyldan kom heim til Íslands árið 1984 og stuttu síðar, í októ- ber það ár, stækkaði hún þegar Sara dóttir þeirra Kalla og Ernu fæddist. Kalli fór strax að spila með Skaga- liðinu og þetta var gott ár, und- ir stjórn Harðar Helgasonar þjálf- ara, því liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari. „Ég spilaði svo síð- asta leikinn með ÍA árið 1994. Ég var þó ekki samfellt í fótboltan- um því ég var alltaf að hætta. Þeir hjá KSÍ voru búnir að gefast upp á að kveðja mig. Ég ætlaði að hætta 1991 og ég man að Eggert formað- ur KSÍ kom upp á Skaga til að gefa mér kveðjugjöf en ég gat ekki hætt Framhald á næstu síðu og fór alltaf að mæta aftur á æfing- ar og var valinn í liðið. Svo þegar ég var 39 ára 1994 fannst mér loks nóg komið. Í liðinu 1994 var ég far- inn að spila með sonum þeirra leik- manna sem ég byrjaði með. Ég var alla tíð í sömu stöðunni í framlín- unni á kantinum og færði mig ekk- ert aftar á völlinn eins og sum- ir gera þegar þeir eldast. Var allt- af sóknarmaður. Ég man alltaf eft- ir því þegar við spiluðum Evrópu- leik úti í Wales einhvern tímann eftir 1990 að þá var einhver gam- all Keflvíkingur á leiknum og hann spurðist fyrir um það hvort það væri sonur minn sem hefði spil- að þarna því hann trúði því ekki að karlinn ég væri ennþá að spila fót- bolta.“ ÍA spilaði alls átta bikarúr- slitaleiki áður en loks tókst að vinna bikarmeistaratitilinn árið 1978 í ní- undu tilraun. „Ég á nokkuð marga silfurpeninga úr bikarkeppninni og þetta var einn sætasti sigurinn á ferlinum þegar við unnum loks bik- armeistaratitilinn eftir sigur á Val í úrslitaleik. Það var rosalega gaman loks þegar hann kom.“ Daginn eftir sigurinn hélt svo ÍA liðið til Þýska- lands þar sem leikið var í Evrópu- keppninni gegn Köln en þar sló Með þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og brasilíska snillingnum Pelé þegar sá síðast- nefndi kom í heimsókn til Akraness. Með franska deildabikarinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.