Skessuhorn - 16.12.2015, Side 57
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 57
F E R Ð A L A G T I L F O R T Í Ð A R
Í þessari fróðlegu og skemmtilegu bók er sagt frá utan-
garðsfólki og förufólki á Vesturlandi og Vest fjörðum
frá síðari hluta 18. aldar og fram á fyrstu ár 20. aldar.
Hrífandi grasrótarsaga sem bregður nýju og óvæntu
ljósi á Íslandssöguna.
Bókin er ríkulega myndskreytt, þar á meðal með teikn -
ingum Halldórs Baldurssonar.
við, dró upp penna og strikaði yfir
þetta í símaskránni okkar, brosti og
sagði að málið væri leyst. Svo end-
aði þetta nú með að við fengum
annað símanúmer. Það gekk hins
vegar vel með Gísla, hann dafn-
aði vel en það var oft mikið handa-
pat og látbragð þegar við vorum að
fara með hann í ungbarnaskoðun í
Belgíu,“ segir Kalli og hlær þegar
hann rifjar þetta upp.
Bestu árin í Frakklandi
Eftir árin í Belgíu fluttu þau Kalli,
Erna og Gísli til Frakklands þar
sem hann hóf að leika með La-
val frá samnefndri borg við Bret-
aníuskagann í Vestur-Frakklandi.
Þar voru þau svo næstu þrjú árin.
Hann segist ekki hafa verið vel að
sér í frönskunni enda lítið reynt
á hana í enskumælandi umhverf-
inu hjá La Louviere. „Þetta var allt
annað þegar við komum til Frakk-
lands. Þar talaði enginn ensku og
við urðum að bjarga okkur með
frönskuna. Við fengum til okkar
kennara sem kenndi okkur und-
irstöðu í daglegu máli og svo sí-
aðist þetta smám saman inn með
sjónvarpinu og þegar við fórum að
kynnast nágrönnunum. Við kynnt-
umst mörgum á Frakklandsár-
unum. Við höfum til dæmis ekki
komið til Belgíu síðan við bjuggum
þar en höfum oft farið til Frakk-
lands og fengið heimsóknir vina-
fólks þaðan hingað. Til dæmis var
fjögurra manna fjölskylda hjá okk-
ur í sumar. Flestir sem við kynnt-
umst voru nágrannar okkar þar og
þetta var alveg meiriháttar tími í
Frakklandi. Það fór vel um okkur
þarna sem sést best á því að þrátt
fyrir að 31 ár séu síðan við vor-
um þarna skuli sambandið við vin-
ina vera svona mikið ennþá. Þarna
voru okkar bestu ár. Þessi ár mín
þarna voru bestu þrjú ár félagsins
frá upphafi. Ég sagði nú við barna-
börnin í sumar þegar við vorum að
horfa á sjónvarpið og sáum Zlatan
Ibrahimovic taka við franska deild-
arbikarnum fyrir PSG að þessum
bikar hefði ég nú hampað einu
sinni því við urðum deildarbikar-
meistarar eitt árið.“
Aftur í ÍA 1984 og
næstu tíu ár
Fjölskyldan kom heim til Íslands
árið 1984 og stuttu síðar, í októ-
ber það ár, stækkaði hún þegar Sara
dóttir þeirra Kalla og Ernu fæddist.
Kalli fór strax að spila með Skaga-
liðinu og þetta var gott ár, und-
ir stjórn Harðar Helgasonar þjálf-
ara, því liðið varð bæði Íslands- og
bikarmeistari. „Ég spilaði svo síð-
asta leikinn með ÍA árið 1994. Ég
var þó ekki samfellt í fótboltan-
um því ég var alltaf að hætta. Þeir
hjá KSÍ voru búnir að gefast upp á
að kveðja mig. Ég ætlaði að hætta
1991 og ég man að Eggert formað-
ur KSÍ kom upp á Skaga til að gefa
mér kveðjugjöf en ég gat ekki hætt
Framhald á næstu síðu
og fór alltaf að mæta aftur á æfing-
ar og var valinn í liðið. Svo þegar
ég var 39 ára 1994 fannst mér loks
nóg komið. Í liðinu 1994 var ég far-
inn að spila með sonum þeirra leik-
manna sem ég byrjaði með. Ég var
alla tíð í sömu stöðunni í framlín-
unni á kantinum og færði mig ekk-
ert aftar á völlinn eins og sum-
ir gera þegar þeir eldast. Var allt-
af sóknarmaður. Ég man alltaf eft-
ir því þegar við spiluðum Evrópu-
leik úti í Wales einhvern tímann
eftir 1990 að þá var einhver gam-
all Keflvíkingur á leiknum og hann
spurðist fyrir um það hvort það
væri sonur minn sem hefði spil-
að þarna því hann trúði því ekki að
karlinn ég væri ennþá að spila fót-
bolta.“ ÍA spilaði alls átta bikarúr-
slitaleiki áður en loks tókst að vinna
bikarmeistaratitilinn árið 1978 í ní-
undu tilraun. „Ég á nokkuð marga
silfurpeninga úr bikarkeppninni
og þetta var einn sætasti sigurinn á
ferlinum þegar við unnum loks bik-
armeistaratitilinn eftir sigur á Val í
úrslitaleik. Það var rosalega gaman
loks þegar hann kom.“ Daginn eftir
sigurinn hélt svo ÍA liðið til Þýska-
lands þar sem leikið var í Evrópu-
keppninni gegn Köln en þar sló
Með þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og brasilíska snillingnum Pelé þegar sá síðast-
nefndi kom í heimsókn til Akraness.
Með franska deildabikarinn.