Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Page 63

Skessuhorn - 16.12.2015, Page 63
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 63 Englarnir sem birtust hirð- unum á Betlehemsvöllum fyr- ir svo margt löngu síðan höfðu boðskap að færa. Það var þeirra að færa hirðunum fregnir af barni sem hafði fæðst í ná- grenninu. Boðskapur englanna kom heim og saman með öðr- um eldri boðskap frá spámann- inum Jesaja þar sem hann segir: „Því barn er oss fætt, sonur er oss gefinn“. Saga fyrstu jólanna er saga af fæðingu barns. Það eru mörg börn sem fæðast á hverjum degi við misjafnar aðstæður en eitt er þó sameiginlegt. Lít- ið barn setur lífið ávallt í nýtt samhengi. Það þekkja allir for- eldar. Það sem áður var hulið verður skyndilega ljóst. Kær- leikur Guðs kemur í heiminn í litlu barni, í öllum börnum, þar opinberast okkur lífið og náð Guðs. Lítið barn setur lífið í nýtt samhengi, litla barnið sem fæddist á jólanótt setti veröld- ina alla í nýtt samhengi. „Yður er í dag frelsari fæddur,“ sögðu englarnir. Jólanóttin geym- ir sögu af barninu sem kom- ið er frá Guði, barninu sem komið er til að frelsa mennina, barninu sem öllu breytir. Saga jólanæturinnar er sagan af und- ursamlegri náð Guðs. Brynja Einarsdóttir frá Akra- nesi kemst svo að orði í fallegu ljóði sínu um jólanóttina. Ég læt ljóð hennar einnig vera mín lokaorð. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Sr. Þráinn Haraldsson prestur Akraneskirkju. Jólahugvekja frá presti Barn er oss fætt! Blessaða nótt allra nátta náð gefur mér. Englarnir saman syngja og sameinast þér. Barn hinnar blessuðu móður ber heilagan blæ um brotnar og beygðar sálir á brakandi glæ. Sverfa að stormar og kala þeir svíða um hríð. Þú nótt allra nátta ert komin svo nálæg og blíð. Umlykur ljósið og speglast í lindinni, björkin og svolítill kvistur sem nærast í helgustu nótt þinni, nýfæddur Kristur. (Brynja Einarsdóttir) Fallegar skreytingar og gjafavara í úrvalsokki Blómalindin Kafhornið, Búðardal Frá House Doctor * Interiörhuset * heklaislandi * Heimaey (gæðakerti) og . Íslenskt og erlent í bland og nú vörurnar beint frá Erpsstöðum. Eins og allir vita verður sama gamla stemningin á Þorláksmessu, jólablómvöndurinn og . Kafdrykkirnir eru nú í jólaklæðunum, rjóma lagaðir og gómsætir ásamt kafkruðeríi. Piparmynta - gingerbread, og kanill. Alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi - sjáumst. BLÓMAHORNIÐ KAFFIHORNIÐ * VESTURBRAUT 6 * BÚÐARDAL * 434 1606 / 894 6808 BLOMALIND.IS * BLOMALINDIN@SIMNET.IS Afgreiðslutími í desember: Mánudaga ..................................................16:00 – 18:00 Þriðjudaga – föstudaga ...............................11:00 – 18:00 Laugardaginn 19. des. ................................12:00 – 16:00 Sunnudaginn 20. des. ................................. 16:00 – 20:00 Mánudaginn 21. des. ..................................11:00 – 18:00 Þriðjudaginn 22. des. .................................. 11:00 – 20:00 Miðvikudaginn 23. des. ..............................11:00 – 23:00 Fimmtudaginn 24. des. ...............................10:00 – 13:00 SK ES SU H O R N 2 01 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.