Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Page 68

Skessuhorn - 16.12.2015, Page 68
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201568 Kveðjur úr héraði Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en þau voru fyrr á dögum hugsuð sem nokkurs konar ítarefni með jólakveðjum. Í jólabréfum voru, auk þess að senda kveðju til heimilisfólks, sagðar fréttir úr sveitinni. Skessu- horn leitaði til átta valinkunnra kvenna af Vesturlandi og voru þær beðnar að senda lesendum Skessuhorns jólabréf úr sínu heimahéraði. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Efnistök voru gefin frjáls og því kennir nú sem fyrr fjöl- breytni í efnistökum. Ég var stödd á hóteli í miðborg Brussel um daginn, meðan hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðju- verkaógnar stóð yfir, þegar blaða- maður Skessuhorns hringdi og bað mig um að senda jólakveðju í blað- ið. Mér var svo létt yfir að erindið væri jafn léttvægt, að ég samþykkti að verða við bóninni án nokkurrar umhugsunar. Þetta var nokkrum dögum fyr- ir fyrsta sunnudag í aðventu, en aðeins viku fyrir „jólin“ í Belgíu, sem eru á messu heilags Nikulásar þann 6. desember. En þá skiptast flestir Belgar á gjöfum. Und- ir venjulegum kringumstæðum hefðu verslanir og vöruhús ver- ið yfirfull af fólki og iðandi af lífi. En því var ekki að heilsa: Þung- vopnaðir hermenn, óeirðalögg- ur og öryggisverðir fylltu stræti og torg. Það er undarlegt til þess að hugsa hvað veröldin getur tekið miklum stakkaskiptum á örskots- stundu. Eina stundina finnur mað- ur til fullkominnar öryggiskennd- ar, en þá næstu er maður lamaður af ótta. Þannig hefur það líka ver- ið á flestum stríðshrjáðum svæðum veraldar. Þar hefur einhvern tím- ann ríkt friður og ró. Konur, karl- ar og börn hafa tekið sínu daglega lífi sem sjálfsögðum hlut. Það ríkir merkjanleg spenna og eftirvænting í íslensku samfélagi þessa dagana, jafnvel smá tilhlökk- un: Sýrlensku flóttamennirnir eru væntanlegir hvað úr hverju. Fjöldi manns hefur hlaupið til og lagt söfnun Rauða krossins lið og gefið af örlæti sínu ýmsan húsbúnað. Því til allrar hamingju eru þrátt fyrir allt margir aflögufærir. Það er ósk- andi að við berum gæfu til að taka vel á móti flóttamönnunum og rís- um undir væntingum þeirra um betra líf. Góðar móttökur felast ekki hvað síst í því að virða komu- menn, uppruna þeirra og menn- ingu. Ég hef mikla samúð með og finn til samkenndar með flótta- mönnunum. Ekki að ég hafi stað- ið í sömu sporum. En ég hef ver- ið í stöðu innflytjandans. Ég hef upplifað hrokann sem innfæddir sýna manni alveg grandalausir og í raun vel meinandi. Til dæmis þeg- ar dóttir mín sex ára gömul sýndi merki um „aðlögunarkvíðarösk- un“ í bæverskum afdal og skóla- sálfræðingurinn lýsti furðu sinni á þeirri sérvisku fjölskyldunnar að tala íslensku á heimilinu. Það tafði aðlögunarferli barnsins nefni- lega verulega. Ég gerði mér fljót- lega grein fyrir að það væri von- laust að reyna að koma mannin- um í skilning um að það væri úti- lokað að annað en móðurmál okk- ar yrði notað til tjáskipta á heim- ilinu. Móðurmálið er hluti af okk- ur og við látum það ekki svo auð- veldlega af hendi. Það er alveg sama hvar í ver- öldinni ég held mín jól: Alltaf, alls staðar er hangikjöt á boðstólum. Hangikjöt borið fram með kart- öflum í uppstúf, rauðkáli og baun- um, að ógleymdu laufabrauði. Sýnum hvert öðru virðingu og umburðarlyndi. Virðum skoðanir annarra og umberum ólíkt gildis- mat. Sem betur fer erum við ekki öll eins. Þá væri tilveran litlaus. Kæru Vestlendingar, ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Vala (Valdís Gunnarsdóttir), Leifsbúð, Búðardal Tilveran væri litlaus ef allir væru eins Jólakveðja úr Dölum Leifsbúð. Ljósm. Steina Matt. 1 5 -2 1 6 7 – H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skessuhorn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.