Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 71

Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 71
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 71 Kveðjur úr héraði Jólin er tími hefðanna. Bæði innan hverrar fjölskyldu, meðal þjóða og innan trúarbragða. Margar hefðir veita öryggiskennd, það er þægilegt að vita að hlutirnir hafa ekki koll- varpast. Hin hliðin á hefðunum er að þær geta valdið álagi og streitu. Það getur kostað mikla vinnu að uppfylla væntingar allra á heimilinu. Því er afar nauðsynlegt að þau verk lendi ekki á einni manneskju heldur axli þar allir ábyrgð. Hluti af þeim hefðum sem skap- ast hafa á jólaföstu er að ýmis félaga- samtök standa fyrir samkomum af ýmsum toga. Hér í uppsveitunum má nefna sem dæmi jólamarkaðinn í Nesi og tónleika Reykholtskórs- ins – hvort tveggja afar vel heppnað. Að baki viðburða sem þessum liggja óteljandi vinnustundir, að lang mestu leyti unnar í sjálfboðavinnu. Ég dáist alltaf jafn mikið að því óeigingjarna starfi sem íbúar landsbyggðarinnar leggja á sig varðandi menningu og mannfagnaði og stuðla þar með að bættara og gjöfulla samfélagi. Þar sem þessar línur eru skrifaðar í lok óveðursins sem gekk yfir land- ið 7. – 8. desember þá er mér einnig ofarlega í huga allt það sjáfboðastarf sem unnið var í tengslum við það og átti án efa stóran þátt í að mannskaði varð enginn og tjón tiltölulega lít- ið. Það er frábært hve vel tókst til að bregðast við þessu óveðri. Svo virð- ist sem við eigum mjög góðar við- bragðsáætlanir og allir sem koma að þeim málum vita hvað gera skuli þannig að aðgerðir verði sem mest fyrirbyggjandi og hjálparstarf, þegar í óefni er komið, þar af leiðandi mun minna. Einnig virðist almenningur hafa tekið ábyrgð á sér og sínum og farið eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar voru út. Þessu óveðri hefur verið jafnað við febrúarveðrin 1981 og 1991. Nú búum við mun bet- ur en þá vegna þess að fólk er betur undirbúið, getur t.d. nálgast veður- spár marga daga fram í tímann. Mér er oft hugsað til þeirra sem urðu að lesa veðurspár úr skýjafari, hegðun skepnanna og hvernig gigtin lagð- ist í mjöðmina. Á þeim tíma var góð- ur forystusauður eða vitrir og veður- glöggir hestar metfé. Má þar nefna Kengálu Ásmundar á Bjargi og Eitil Fjalla-Bensa í því sambandi. Þó svo að ég hafi ekki glaðst yfir nýafstöðnu óveðri þá held ég að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að vera minnt á það stöku sinnum að við ráðum ekki yfir náttúruöflunum. Við getum hins vegar lært á þau og varast að ofbjóða náttúrunni. Þessa dagana heyrum við af flóðum í Bretlandi og ofsafengnum þurrkum víða í heim- inum. Eru þetta e.t.v. skilaboð til loftslagsráðstefnunnar í París? Von- andi vega þessar fréttir eitthvað á þeim vettvangi þannig að allir verði tilbúnir að fórna einhverju í stað þess að benda á að aðrar þjóðir þurfi að rifa seglin svo ná megi tökum á breyttum aðstæðum á jörðinni. Um daginn birtust fréttir af því að Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar hefðu hlotið viðurkenningu fyrir samstarf þar sem nemendur Tónlistarskólans semja og flytja lög við ljóð okkar bestu skálda. Í þessari vinnu fá yngri íbúar hér- aðsins tækifæri til að efla hæfileika sína og komast að því hvers þeir eru megnugir. Það hefur verið verulega ánægjulegt að vera á tónleikunum þar sem verkin eru síðan flutt. Í sum- um tilfellum eru tónsmiðirnir alveg hissa á að þeim hafi tekist að semja svona gott lag. Þessar tvær stofnan- ir ásamt Snorrastofu og Landbúnað- arsafninu á Hvanneyri eru afar mik- ilvægar fyrir mannlíf í byggðarlaginu og hafa skilað því margfalt sem sveit- arfélagið hefur lagt til þeirra. Margt af því sem gert er í héraðinu, m.a. varðandi jólin og aðdraganda þeirra, á beint eða óbeint rætur að rekja til þess starfs sem þar er unnið og veit- ir okkur gleði og ánægju sem er var- anlegri en við finnum í veraldlegum hlutum. Gleðileg jól! Ingibjörg á Fróðastöðum Óeigingjarnt starf í þágu okkar allra Jökulhellir. S K E S S U H O R N 2 01 5 ÞÖKKUM ÁNÆGJULEGT SAMSTARF Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA Óskum Akurnesingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári GLEÐILEG JÓL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.