Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 73
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 73
Kveðjur úr héraði
„Jólin, jólin, jólin koma brátt,“
söng Svanhildur Jakobsdótt-
ir og það gera þau jú á hverju ári,
sama hvað raular og tautar. Uppá-
halds tíminn minn, aðventan, er
nú gengin í garð. Ljós kvikna í
gluggunum og lífið einhvern meg-
in breytist þessar fjórar vikur sem
aðventan varir. Aðventan er einn
annasamasti tími ársins hjá mörg-
um, því það er jú ýmislegt sem
þarf að gera, kaupa og klára. Við
þekkjum það flest að ætla að gera
svo margt fyrir jólin: Klára þetta,
kaupa hitt, baka einhvern helling,
fara á nokkra jólatónleika og jóla-
hlaðborð, gera jólaföndur, svo ég
tali nú ekki um öll heimilisverkin
sem á að klára fyrir jólin. Þetta ætl-
ar maður nú allt að klára á aðvent-
unni auk þess að sinna þessu dag-
lega sem snýr að börnum, vinnu og
heimili.
Þessar fjórar vikur líða eins og
hendi sé veifað og allt í einu er
komin Þorláksmessa og „to do list-
inn“ er enn á ísskapnum og hvergi
nærri tæmdur. Eitthvað nær mað-
ur að klóra í listann á Þorláks-
messu með því að vera að langt
fram á nótt að pakka inn síðustu
gjöfunum, þrífa smá og skrifa
síðustu kortin. Svo slær klukk-
an 18:00 á aðfangadag og kirkju-
klukkur hringja, jólin eru komin í
allri sinni dýrð. Já, þau koma allt-
af þó svo að „to do listinn“ sé enn
á sínum stað og ekki búið að haka
við sörurnar, bílaþrif eða skápatil-
tektina. Því þegar öllu er á botninn
hvolft þá snúast jólin um að gleðj-
ast með þeim sem maður elskar og
eiga góðar stundir með fjölskyldu
og vinum. Þetta vitum við öll en
einhvern veginn gleymist það allt-
af í öllu aðventuamstrinu.
Það er oft talað um jólin sem há-
tíð barnanna og það eru þau sann-
arlega líka, en það er okkar full-
orðna fólksins að skapa börnunum
gleðileg jól. Eftir að börnin mín
tvö komu inn í líf mitt fór maður
að velta því fyrir sér hvernig mað-
ur geti gefið þeim gleðileg jól. Í
æsku voru jólin alltaf hátíðlegur og
skemmtilegur tími. Þegar maður
lítur til baka þá eru það ekki gjaf-
irnar sjálfar sem maður man hvað
mest eftir, heldur eru það frek-
ar hefðirnar sem ylja. Það að fara
með mömmu og pabba að versla í
Hólmkjör á Þorláksmessu, bera út
kortin á aðfangadag og jólaboð-
in gerðu jólin svo eftirminnileg
og innihaldsrík. Það er þetta sem
gildir í dag, að eiga gæðastund-
ir með börnunum, gera eitthvað
með þeim, skapa einhverjar hefð-
ir og góðar minningar í stað þess
að missa sig í efnislegu jólahaldi og
jólaundirbúningi.
Það er ósk mín á þessari aðventu
að börnin okkar fái að upplifa og
skapa ljúfar minningar, því það er
eitthvað sem þau muni búa að í
framtíðinni. Það er hlutverk okkar
sem eldri eru að gefa þeim tækifæri
til að upplifa jólagleði sem bygg-
ir á trú og kærleika, ekki á efnis-
legum gæðum.
Þegar þetta er skrifað er að ganga
lægð yfir landið, ein sú versta í 25
ár. Heilu húsin að splundrast í veð-
urofsanum og mannskepnan fær
lítið við ráðið. Enn og aftur setj-
um við allt okkar traust á björg-
unarsveitafólkið okkar, sem alltaf
stendur vaktina sama hvað á dynur.
Elsku þið, munið nú eftir björgun-
arsveitunum okkar þegar þið kaup-
ið flugeldanna fyrir áramótin, þær
eiga það sannarlega skilið.
Að lokum vil ég óska Hólm-
urum og Vestlendingum öllum
gleðilegra og innihaldsríkra jóla
og vona að nýja árið verði ykkur
öllum gott og farsælt.
Jólakveðja,
Þórný Alda Baldursdóttir,
Stykkishólmi.
Það eru hefðirnar
sem ylja
Jólakveðja úr Hólminum
Hótel Egilsen í Stykkishólmi. Ljósm. Eyþór Benediktsson.
Jólin, jólin, jólin koma senn... það
er sérstakur ilmur í loftinu, jóla-
lögin farin að hljóma og þessi góða
stemning sem kemur manni í jóla-
skap. Á þessum tíma má merkja að
það er eitthvað ánægjulegt í und-
irbúningi. Það er einhver jólaandi
sem svífur yfir og maður skynj-
ar gleði, eftirvæntingu og væntum-
þykju hjá fólki. Við brosum og ósk-
um hvort öðru gleðilegrar aðventu
og jóla, jafnvel fólki sem við þekkj-
um ekki neitt - og það er gaman.
Aðventan er svo fallegur tími -
það er tími vonar, undirbúnings,
gjafmildi og gleði. Fólk hittist til að
gleðjast saman og njóta samveru. En
þessi tími minnir okkur einnig á að
lífið flýgur áfram og við horfum yfir
farinn veg til að minnast þess sem
liðið er og þakka fyrir það sem okk-
ur hefur verið gefið.
Ég hef margt að þakka. Ég bý á
yndislega fallegum stað þar sem
umhverfið og náttúran í kring er
eins og margbreytilegt listaverk
og í samfélagi þar sem fólki finnst
vænt hvert um annað. Það er ljúft
að upplifa samhug og velvilja fólks
í verki, hvort sem um gleði eða sorg
er að ræða. Hér hjálpumst við að
og stöndum saman. Það er nota-
legt í svo litlu samfélagi eins og er
hér í sveitunum í sunnanverðum
Snæfellsbæ að sjá hverju er hægt að
áorka þar sem samhugur ríkir og
hvað hver einstaklingur skiptir okk-
ur öll miklu máli.
Hér á Snæfellsnesi er líka gott að
búa, allir hafa nóg að sýsla og gam-
an að sjá og njóta hve menningalífið
blómstrar og mikill hugur er í fólki.
Við getum státað af atvinnuleikhúsi
þar sem hvert frumsamda stórvirk-
ið eftir annað er sett á fjalirnar, auk
þess sem þar er staðið fyrir margs-
konar tónleikum, menninga- og list-
viðburðum sem færa okkur sem hér
búum svo mikla gleði og stolt. Og
víðar hefur verið boðið upp á tón-
leika, markaði, viðburði og samveru
á aðventunni sem hefur gefið okk-
ur mörg tækifæri til að njóta aðvent-
unnar saman í heimabyggð meðan
jólaandinn svífur yfir.
Þessi jólaandi er svo yndisleg-
ur, það er einhver væntumþykja og
vellíðan sem fyllir huga okkar og
hjörtu af tilhlökkun yfir ljúfum sam-
verustundum í faðmi fjölskyldu og
vina. Jólandinn gerir okkur að betri
manneskjum, því hann kennir okk-
ur að njóta líðandi stundar og vera
góð hvert við annað. Við ættum því
kannski að líta á aðventuna og jól-
in eins og góðan æfingatíma sem
okkur er gefin á hverju ári til að æfa
okkur í því að setja umhyggju, kær-
leika, velvilja og vinarþel efst á for-
gangslistann okkar - og láta það svo
einkenna líf okkar allt árið.
Gjöfin
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlegt hlær,
hlýja í handartaki
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi fegurð og yl.
(höf: Úlfur Ragnarsson)
Bestu óskir um gleðilega hátíð og
gæfuríkt ár sendi ég ykkur
öllum héðan úr sveitinni.
Margrét Björk Björnsdóttir,
Böðvarsholti í Staðarsveit í Snæ-
fellsbæ
Jólakveðja úr Snæfellsbæ
Búðakirkja. Ljósm. Tómas Freyr Kristjánsson.