Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 81

Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 81
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 81 Colin Baird, kanadískur samstarfs- maður minn, sem kallaði „Mamma Keikó!“ þegar hann sá mig. Þessu var slegið upp á forsíðum dagblað- anna og loddi við mig í svolítinn tíma, frekar spaugilegt,“ segir hún. Háhyrningar eru félagsverur „Við bjuggum í bátnum fyrst um sinn en fengum svo inni hjá fjöl- skyldu sem bjó þarna rétt hjá enda Norðmenn gestristnir með ein- dæmum. Þegar ljóst var að Keikó var ekkert að fara þá fórum við á stúfana að leita að stað til að dvelja á yfir veturinn. Á endanum fund- um við frábæra vík, Taknesvik, þar sem stóð autt hús sem hægt var að fá leigt. Við létum Keikó elta okkur þangað,“ segir Tobba. Í víkinni var Keikó fyrst um sinn frjáls og synti um fyrir opnu hafi. Tobba segir að fylgst hafi verið með honum enda hafi verið laxeldi þarna um allt. „Við vorum á vaktinni allan sólar- hringinn enda menn ekki hrifnir að hafa háhyrning þarna við laxeldið. En á endanum þurftum við að setja upp net vegna þess að fólk var svo mikið að koma og skoða hann. Það vissu allir hvar hann var, ég fékk til dæmis bréf frá börnum í Ástr- alíu sem einungis var merkt með „Tobba, Keiko boat, Norway,“ og það komst alveg til skila til mín.“ Hún segir mestu vinnuna í kring- um Keikó hafa falist í því að fólk færi sér ekki að voða, það virðist vera mikill sjarmi yfir hugmynd- inni að synda með háhyrningum. „En svo þurftum við auðvitað að sinna honum líka. Háhyrningar eru miklar félagsverur sem hafa mikla þörf fyrir félagsskap og hafa sterk tengslanet sín á milli og suma daga hékk hann bara og beið eftir okk- ur,“ útskýrir Tobba. Minnti á hund En tengdist hún þá ekki Keikó? „Jú, ég tengdist honum. Það var svolít- ið skrítið að þegar hann var í Am- eríku þá virtist hann tengjast meira karlþjálfurunum en hann varð ein- hverra hluta vegna mjög fókuser- aður á mig.“ Hún segir að það hafi sést best þegar hún fór í um þriggja vikna frí til Íslands. „Ég hafði að- eins skroppið heim áður en aldrei farið í langt frí. Á meðan ég var í burtu þá hékk hann bara og var lítið hægt að örva hann til að taka þátt í leik. Colin hélt að hann væri orðinn veikur og sagði mér að fyrsta verkið þegar ég kæmi til baka væri að taka úr honum blóð. En þegar ég kom þá fagnaði hann mér eins og hund- ur, stökk og stökk og gerði allt sem ég bað hann um og gott betur. Það var ágætis egóbúst fyrir mig,“ segir hún og hlær. Tobba segir að Keikó hafi einna helst í hegðun minnt á hund. „Enda er oft talað um há- hyrninga sem úlfa hafsins. Atferlis- lega séð þá haga þeir sér svipað og dýr af hundakyni.“ Hún segir há- hyrninginn stundum hafa verið í vondu skapi og þá hafi verið best að vera ekki of nálægt honum. „Hann átti það til að bylta sér og skvetta mikið til að fá útrás fyrir pirringinn. En hann var ekki hættulegur þann- ig, við létum hann bara í friði, hann sýndi okkur yfirleitt ekki áhuga þegar hann var í vondu skapi og þá var töluvert brölt á honum.“ Þoldi illa hitabreytingarnar Vikan sem Tobba átti upphaflega að vera í Noregi varð ansi löng. Vik- an varð að einu og hálfu ári en þá veiktist Keikó. „Þetta gerðist mjög hratt. Hann þoldi mjög illa hita- breytingar og þess vegna hentaði Ísland honum vel. Hér er lítil breyt- ing á hitastigi sjávar en það er meiri munur á hitastiginu við strendur Noregs. Það fór illa í hann,“ út- skýrir hún. Keikó drapst einung- is tveimur dögum eftir að hann veiktist. Allt benti til að hann hefði fengið bráðalungnabólgu sem dró hann til dauða. „Við höfðum lent í ýmsum ævintýrum með hann og í Mexíkó hafði hann fengið síend- urteknar lungna- og húðsýkingar. Í Noregi hafði hann einu sinni lent undir ís en náði að brjóta sig upp í gegnum ísinn. Þá skrapaði hann sig alveg frá nefi og aftur að bakugga og varð mjög aumur. En það gerð- ist löngu áður en hann drapst,“ seg- ir Tobba. „Hann dó svo þarna í vík- inni rétt við hliðina á mér. Ég vissi samt ekki af honum þarna í myrkr- inu, vissi bara að hann var annað hvort nálægt mér eða hafði synt út í fjörðinn þar sem ég hætti að heyra hann anda.“ Keikó var svo grafinn í skjóli nætur en nokkrum dögum síðar var haldin minningarathöfn um hann í víkinni. „Ég hélt hátíð- lega minningarræðu um hann og svo voru steinar settir í haug. Fólk kom alls staðar að, jafnvel frá Am- eríku með steina til að setja í haug- inn á þessum degi.“ Vinnan allt í einu dáin Í janúar 2004 var ævintýrinu um Keikó lokið og Tobba komin heim án atvinnu. „Vinnan mín var þarna allt í einu dáin. Ég sótti því um starf hjá Rannís, enda hafði ég orð- ið reynslu af því að starfa með er- lendu fólki,“ útskýrir Tobba. Hún starfaði í tvö ár hjá Rannís sem verkefnastjóri á alþjóðasviði og var tengiliður Íslands við rammaáætl- un Evrópusambandsins. „Ég vann á Íslandi en var með annan fótinn í Brussel. Þetta var mjög skemmti- legt en líka svolítið lýjandi.“ Tveim- ur árum síðar var hugurinn farinn að leita mikið í sveitina og Tobba hafði samband við LbhÍ og sótti um starf hjá skólanum. „Ég sá að þeir höfðu engan alþjóðafulltrúa á sín- um snærum. Það fór svo þannig að ég fékk það starf og aðstoðaði með- al annars nemendur sem ætluðu í skiptinám.“ Fyrir tveimur árum flutti fjölskyldan svo í Litla-Lax- holt. Þar er Tobba komin á heima- slóðir og foreldrar hennar, Kristján Finnsson og Guðlaug Valdís Krist- jánsdóttir, ásamt systur hennar Jó- hönnu Maríu, búa í Laxholti. Líkar vel við kennsluna Tobbu líður vel að vera komin heim í sveitina þar sem hún ólst upp. „Það er ótrúlega dásamlegt að hafa mömmu og pabba í nærumhverf- inu. Ég er mikið náttúrubarn og líður best í náttúrunni, með dýrin mín og fólkið mitt í kringum mig. Hlöðver er upprunalega frá Land- eyjum en alinn upp í Kópavogi en hann er á kafi í hestum þannig að það var kærkomið fyrir hann að ná sér í sveitatúttu eins og mig,“ segir hún brosandi. Hún segist hafa verið svo heppin þegar í ljós kom að ekki var lengur til fjármagn til að halda úti starfi alþjóðafulltrúa í LbhÍ að þá hafi vantað afleysingu á Varma- landi. Hún byrjaði að kenna haust- ið 2014 og er nú umsjónarkennari í 3. bekk ásamt því að kenna nátt- úrufræði á unglingastigi. Henni lík- ar vel við kennsluna þó hún sakni stundum alþjóðastarfsins. „En þetta er öllu rólegra starf þar sem ekki er eins mikið um ferðalög og krakk- arnir í skólanum eru frábærir. Ég er núna í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri til að næla mér í kennslu- réttindi. Þetta er mjög skemmtilegt starf og verður örugglega enn betra þegar ég hef lokið náminu.“ Tobba hafði til að mynda mjög gaman af því þegar hvalreki varð í Hrúta- firði á dögunum en hann tilheyrði kirkjujörðinni Gilsbakka í Hvít- ársíðu í Borgarfirði. „Þeir fóru og sóttu apparatið og komu svo við í kaffi hjá Imbu á Fróðastöðum. Þegar hún sá dýrgripinn þá hugs- aði hún með sér að nú værir lag að fræða börn uppsveita Borgarfjarð- ar um hvali.“ Hún segir Ingibjörgu því hafa komið trillandi með hval- inn í skólann á Varmalandi þar sem allir nemendur fengu að skoða og snerta, síðan var brunað með hval- inn að Kleppjárnsreykjum þar sem Hvanneyrardeildin mætti einn- ig. „Vonandi er svo hægt að nýta beinagrindina til fræðslu seinna meir, það væri frábært.“ Mikið jólabarn Tobba er mikið jólabarn. Hápunkt- urinn er þegar tæplega fimmtíu ára gamalt piparkökuhús móður hennar er tekið fram en það bakaði móðir hennar 1969. „Þegar húsið er komið fram þá eru jólin kom- in“. Tobba ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar en hefur þó verið ein um jól. Það var í Noregi þeg- ar hún vann með Keikó. „Fólkið í Noregi var meðvitað um það og vorkenndi rosalega konunni sem var ein um jólin. Ég fékk því senda pakka og fallegar kveðjur alls stað- ar að,“ segir hún brosandi. „Í ár verða jólin sennilega þannig að við verðum í mat hjá mömmu og pabba.“ Tobba segir aðventuna nú enn skemmtilegri en áður. „Núna þegar ég er að vinna í grunnskóla þá er þessi tími enn æðislegri. Það er svo rosalega gaman að föndra og hlusta á jólalög með krökkun- um,“ segir Þorbjörg Valdís Krist- jánsdóttir að lokum. grþ Sendum öllum félagsmönnum og ölskyldum þeirra hugheilar óskir um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Stjórn SDS SK ES SU H O R N 2 01 4 Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Menntaskóli Borgararðar eru aðilar að Fjarmenntaskólanum Tobba ásamt nemendum Grunnskóla Borgarfjarðar að skoða hvalshræið sem rak nýverið á land í Hrútafirði. Keikó fær heilnudd frá Tobbu. Fagnaðarfundir eftir tæplega þriggja vikna fjarveru. Keikó lék á als oddi og var mjög kátur að hitta Tobbu aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.