Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Side 84

Skessuhorn - 16.12.2015, Side 84
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201584 Að Stórholti í Saurbæ í Dölum búa hjónin Ingveldur Guðmunds- dóttir, oftast kölluð Inga, og Arn- ar Eysteinsson. Inga hefur um nokkurt skeið átt sæti í sveitar- stjórn Dalabyggðar og tók við for- mennsku í Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi haustið 2014. Arn- ar kveðst hins vegar hafa látið sér nægja ólaunuð félagsstörf í gegn- um tíðina. Blaðamaður Skessu- horns heimsótti þau á dögunum, þáði smákökur og spjallaði við þau. „Við kynntumst 1987 á ver- tíð í Stykkishólmi og byrjuðum að búa þar 19 ára gömul. Bjuggum þá á neðri hæðinni hjá Georg Breið- fjörð, elsta núlifandi Íslendingn- um. Okkur fannst hann alveg fjör- gamall þá enda að verða áttræð- ur þegar þetta var,“ segja þau létt í bragði. Nú er Georg hins vegar 106 ára og níu mánuðum betur. Bæði eiga þau Inga og Arn- ar rætur sínar í sveit. Hún er frá Heggsstöðum í Hnappadal og Arnar frá Bersatungu í Saurbæ í Dölum. Hugurinn leitaði því oft út fyrir þéttbýlið. „Það var ágætt að vera í Stykkishólmi en bæjarlíf- ið var ekki endilega fyrir okkur,“ segir Arnar. „Við leituðum alltaf mikið í sveitina um helgar, bæði í Hnappadalinn til foreldra minna og eins hingað í Saurbæinn,“ bæt- ir Inga við. Ung í sauðfjárbúskap Úr varð að þau seldu íbúðina sína í Stykkishólmi og fluttu vestur í Saurbæ á æskuslóðir Arnars. „Við flytjum hingað að Stórholti vorið 1990 en það var reyndar ákveðið ári áður. Fyrrum ábúandi hér var þá að flytja í Hólminn og okkur bauðst að taka jörðina á leigu, en hún var þá í eigu Fóðuriðjunnar í Ólafsdal sem þá var í fullum rekstri við framleiðslu á graskögglum. Þetta þótti mörgum ekki gáfulegt á þeim tíma, tveir krakkar að hefja sauðfjárbúskap. En hvenær hef- ur svosem verið gott útlit í sauð- fjárræktinni,“ spyr Arnar og bros- ir, en gamninu fylgir þó alvara. Þau keyptu bústofn og gamlar og ódýrar vélar. Nutu þó góðs af því að faðir Arnars bjó skammt frá og hægt var að samnýta hluta af tækja- kostinum. „Við hefðum ekki getað farið út í þetta nema vegna þess að okkur gafst kostur á að leigja jörð- ina. En það er vonandi að nýliðun í greininni verði auðveldari, eins og stefnt er að með nýjum búvöru- samningum,“ bætir hann við. Bara pláss fyrir tvo í einu Þau una hag sínum vel í Stórholti, hafa nú verið þar í aldarfjórð- ung og alið upp börnin sín fjög- ur; Kristján, Ásdísi, Steinþór og Albert. Sá síðastnefndi er ellefu ára og enn heima en Steinþór hóf nám í Menntaskóla Borgarfjarðar í haust. Kristján og Ásdís eru eldri, hafa stofnað sínar eigin fjölskyldur og gefið Ingu og Arnari tvö barna- börn. Barneignirnar nálguðust þau hjónin í tveimur atrennum og segja þau einfalda ástæðu búa þar að baki. „Krakkarnir sátu alltaf sitt hvorum megin við mann í dráttar- vélinni og það var ekki pláss fyrir fleiri en tvo í einu.“ Vaxandi félagsmála- þátttaka Smám saman fóru þau að gefa félagsmálunum í sveitinni gaum, kynntust slíku fyrst gegnum störf sín fyrir Umf. Stjörnuna og UDN. Bæði hafa þau komið að svokölluðu SamVest samstarfi, en það er sam- starfssamningur milli félaga sem gerir iðkendum á Vesturlandi og Vestfjörðum kleift að æfa frjálsar íþróttir við góðar aðstæður og undir leiðsögn menntaðra íþróttaþjálfara. „Það samstarf hefur gengið mjög vel og blásið dálitlu lífi í íþróttastarfið á nýjan leik,“ segir Arnar. Þau hafa tekið þátt í starfi búnað- arfélagsins, veiðifélagsins og sókn- arnefndar í Saurbænum en Inga tók sæti í sveitarstjórn árið 2006 og hefur verið þar óslitið síðan. Arnar kveðst hins vegar blessunarlega hafa verið laus við sveitarstjórnarmálin. „Ég kynntist sveitarstjórnarmálum reyndar fyrst sem unglingur. Þá var pabbi oddviti í Kolbeinsstaðahreppi og ég vélritaði flest gögn fyrir hann í nokkur ár eða þar til ég fór að heim- an. Þá fór hann að pikka þetta sjálf- ur með einum putta,“ segir hún og brosir. „Ég var kosin 2006 í fyrstu sveitarstjórn Dalabyggðar eftir sam- einingu við Saurbæjarhrepp og hef verið síðan. Þá voru boðnir fram listar og ég fór inn fyrir H-lista, sem var bara blandaður listi, ekki flokks- pólitískur. En frá því 2010 hefur verið persónukjör,“ segir hún og að- spurð bætir hún því við að það sé örlítill munur á því að vera kosin af lista og í persónukjöri. „Kosturinn við listaframboð er að það voru 14 manns á hverjum lista sem unnu. Þar áttu sveitarstjórnar- menn ákveðið bakland. En mér hef- ur fundist meiri almenn sátt ríkja um mál eftir að persónukjörið kom til sögunnar,“ segir Inga. „Þegar list- arnir buðu fram myndaðist minni- og meirihluti. Því fylgir alltaf ákveð- inn hætta á klofningi meðal íbúanna og það getur verið slæmt í litlum samfélögum þar sem allir stefna nú nokkur veginn að því sama,“ bætir Arnar við. Skólamálin viðkvæmust Fyrstu árin í sveitarstjórn var m.a. unnið úr sameiningunni og byggð- ur nýr leikskóli í Búðardal. „Stærsta málið þá var líklega að sameina yf- irstjórn skólanna í sveitarfélaginu undir einn hatt og Auðarskóli varð til árið 2009,“ segir hún. „Þá var kreppan byrjuð og samdrátturinn sem henni fylgdi. En í raun og veru fylgdi henni enginn sérstakur skell- ur hér. Uppsveiflan náði ekki al- mennilega hingað og fallið niður því ekki hátt. Engu að síður þurft- um við að draga aðeins saman í ut- anumhaldi og starfsmannahaldi hjá sveitarfélaginu eins og aðrir,“ seg- ir Inga. Hún segir eitt viðkvæmasta málið sem hún hafi komið að á sinni sveit- arstjórnartíð sé lokun grunnskól- ans í Tjarnarlundi árið 2011. „Auð- vitað hefði verið gott að hafa hann opinn áfram en aðeins átta nem- endur voru þar undir lokin,“ seg- ir hún. „Aksturinn var skipulagður þannig að engin börn þyrftu að vera lengur en klukkutíma á leiðinni í og úr skóla í Búðardal aðra leiðina. Ég held að það hafi náðst þokkaleg sátt um þetta en fólk vill auðvitað aldrei missa það sem það hefur,“ bætir hún við, en yngsta barn þeirra hjóna hóf einmitt sína skólagöngu í Tjarnar- lundi en fer nú með skólabílnum í Búðardal á hverjum morgni. Á síðustu árum hefur verið tek- ið á í viðhaldi eigna, sorpmál Dala- byggðar verið tekin vel í gegn og síðastliðið vor var aðstaðan á tjald- svæðinu stórbætt með nýju þjón- ustuhúsi. „Núna fær það margar, margar stjörnur á tjalda.is,“ skýtur Arnar að og brosir. Kelidýnur fyrir James Bond Í Stórholti var rekin saumastofa um nokkurra ára skeið frá 1997. „Kennitalan var stofnuð í mars og byrjað að grafa fyrir húsinu eiginlega um leið. Svo var byrjað að sauma um miðjan júní,“ segja þau. „Mér þótti svo vænlegra að hætta rekstrinum í kjölfar hruns- ins en að þurfa að flytja inn mikið af efnum í einu og vera svo í óvissu með söluna,“ segir Inga. Sængur og hlífðardýnur voru uppistaðan í framleiðslunni og einhverju sinni barst saumastofunni stór pönt- un úr óvæntri átt. „Þá var verið að taka upp einhverja Bond-mynd á Suðurlandinu. Framleiðendurnir pöntuðu hjá okkur 20-30 kelidýn- ur með mjög stuttum fyrirvara svo við sátum þrjár hér og saumuðum og saumuðum. Um leið og pönt- unin var tilbúin skall á brjálað veð- ur og allar sendingar flutningabíla stöðvuðust,“ segir hún. Úr varð að Arnar fór því af stað með dýnurn- ar og komst ekki á leiðarenda fyrr en daginn eftir. „Svo held ég að við höfum ekki einu sinni horft á myndina,“ segir hún og hlær við. Formaður SSV Fyrir rúmu ári síðan tók Inga við formennsku í stjórn Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi. Hún segir fyrsta árið hafa verið áhugavert og hafa komið víða innan svæðisins. „Ég hef kynnst svæðinu betur og hvað er efst á baugi á hverjum stað. Innan SSV er unnið að hagsmun- um landshlutans í heild og mál- efnin eru af annarri stærðargráðu en í sveitarstjórnunum. Samtökin eru tæki sveitarfélaga til að þrýsta á að ýmis mál verði tekin fyrir hjá ríkinu,“ segir hún og bætir því við að stóru málin hjá SSV á næst- unni séu m.a. samgöngumálin en almenningssamgöngur og málefni fatlaðra hafi verið fyrirferðarmik- il. „Á haustþingi SSV sem haldið var í október var ákveðið að skipa samgönguhóp til að forgangsraða verkefnum á Vesturlandi og verð- ur sá hópur skipaður á næstunni,“ segir Inga. Hvað varðar málefni og þjónustu við fatlað fólk segir Inga að staðan þar sé erfið líkt og verið hafi víðast hvar á landinu undanfarin ár. „Eft- ir að sveitarfélögin tóku yfir þjón- ustu við fatlað fólk skar ríkið niður fé til málaflokksins en jók á sama tíma þær kröfur sem sveitarfélögin þurfa að standast. Það vantar pen- ing í þennan málaflokk,“ segir hún og bætir því við að beðið sé eft- ir skýrslu varðandi rekstur mála- flokksins og fjárveitingar ríkisins til verkefnisins. Fimm áhersluverkefni hafa verið samþykkt í tengslum við Sóknar- áætlun Vesturlands og Uppbygg- ingarsjóð, en þau eru; fjölgun iðn- nema á Vesturlandi, efling náms í ferðaþjónustu og matvælaiðnaði, menningarstefna Vesturlands, efl- ing ferðaþjónustu, þarfagreining og áherslur í markaðssetningu og loks nýsköpun og umhverfi frum- kvöðla. Var undirbúningi að þeim hrundið af stað nú á haustmánuð- um. „Það olli mér reyndar miklum vonbrigðum að ekki hafi fengist meiri hækkun á framlagi til Sókn- aráætlana,“ segir Inga. Stefnt að ferða- þjónustu í Ólafsdal Samhliða sveitarstjórnarstörfum hefur Inga setið í stjórn Ólafs- dalsfélagsins síðan 2008 og gegn- ir stöðu gjaldkera. Félagið vinnur að endurreisn Ólafsdals og held- ur sögu staðarins í heiðri, en þar var fyrsti íslenski búnaðarskólinn starfræktur frá 1880-1907. „Starf Ólafsdalsfélagsins hefur verið mik- il barátta en gengið vel en það er skipað öflugum hóp og ósérhlífn- um,“ segir Inga. Starf félagsmanna hefur skilað árangri því í sumar var skrifað und- ir samkomulag við Minjavernd um að taka að sér endurreisn bygginga í Ólafsdal og er áætlað að heild- arkostnaður geti numið 400-500 milljónum króna. „Það er fram- undan mikil uppbygging með til- komu þessa samkomulags. Ólafs- dalsfélagið mun starfa áfram með svipuðum hætti varðandi móttöku á fólki yfir sumartímann og kynn- ingu sögu staðarins,“ segir hún en bætir því við að framtíðarsýn félagsins sé að hægt verði að opna þar alhliða ferðaþjónustu með gistingu og afþreyingu þar sem saga Ólafsdals verði alltumlykj- andi. Gæti það reynst mikil lyfti- stöng fyrir ferðaþjónustu á svæð- inu og í næsta nágrenni. Úr því umræðuna hefur leitt á þessar brautir minnist Inga á að framundan hjá sveitarstjórn Dala- byggðar sé að gera svæðisskipulag í samvinnu við nágrannasveitar- félögin Reykhólahrepp og Strand- abyggð. „Þar verður lögð áhersla á atvinnumál og sérstaklega komið inn á ferðaþjónustuna. Það verk- efni er ekki farið af stað en hef- ur verið samþykkt í öllum sveitar- stjórnum þessara sveitarfélaga. Til hvers það leiðir er óvíst en við telj- um ráðlegt að vinna saman að þess- um málum,“ segir hún. „Þetta er í raun allt sama ferðamannasvæði,“ skýtur Arnar að og Inga tekur und- ir með honum. kgk Byrjuðu í félagsmálum í gegnum starf ungmennafélagsins Rætt við hjónin Ingveldi og Arnar í Stórholti í Saurbæ Ingveldur Guðmundsdóttir og Arnar Eysteinsson í Stórholti ásamt yngsta syninum Alberti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.