Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 87

Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 87
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 87 fólk sér hvað landið okkar er ein- staklega fallegt á sinn hátt. Þetta spyrst hratt út og Ísland er kom- ið til að vera sem ferðamannaland. Enda eru fjölmargir kostir fyrir hendi. Ég sem fararstjóri bendi til dæmis á að hér á landi er stutt á milli margra fallegra og sérstakra staða. Þetta gerir landið mjög hentugt til ferðaþjónustu. Það er líka mjög rík þjónustulund á Íslandi og við búum að góðum mannauð. Reyndar er það svo varðandi þjónustuna að í þeim efnum er árstíðamunur. Á vet- urna hefur fólk betri tíma og svig- rúm til að sinna gestunum heldur en á álagstímanum á sumrin. Ég vinn við fararstjórnina allt árið um kring og sé þetta mjög vel. En heilt yfir þá erum við með mjög gott og hæft fólk í ferðaþjónustu á Íslandi. Ég vil sérstaklega nefna bílstjórana. Ferðir með þeim byggja mikið á samvinnu fararstjóra og bílstjóra. Íslenskir bíl- stjórar eru oftast alveg frábærir, búa yfir mikilli þekkingu og eru mjög liprir í samskiptum, enda hafa þeir fengið bestu meðmæli hjá farþegum Explore af öllum.“ Ágúst segir að þó Ísland geti vel haldið áfram að taka við svona mörg- um ferðamönnum, og jafnvel enn fleiri en nú er, þá séu nokkrir stað- ir vissulega undir miklu álagi. „Það er þó verið að laga mikið af þessu og búa betur í haginn fyrir ferðamann- aumferðina. Ég sé það bara á ferð- um mínum. Svo má líka benda á að við mættum nýta þessi svæði betur. Í landi þar sem bjart er nánast all- an sólarhringinn um sumartímann mætti alveg nýta vinsælustu staðina betur yfir mesta álagstímann.“ Vantar sárlega hótel á Akranesi Af spjalli við Ágúst er greinilegt að hann hefur bæði þekkingu og skoð- anir þegar kemur að starfsgreininni sem er að verða ein sú mikilvæg- asta á Íslandi. Við beinum talinu að heimabænum Akranesi. Ágúst við- urkennir að þar megi bæta úr ýmsu. Þar nefnir hann fyrst og fremst skortinn á hóteli í bænum. „Til þess að það verði einhverjar tekjur eftir af ferðamönnum á Akranesi sem máli skipta, þá verður að vera hótel. Þeg- ar ég kem með ferðamenn á Skag- ann þá förum við alltaf í vitann á Breiðinni til hans Hilmars sem allt- af er boðinn og búinn að opna fyrir okkur og hefur unnið frábært starf.“ Fararstjórinn segir að Akranes hafi vissulega upp á ýmislegt að bjóða en það skorti á að nýta möguleikana betur. „Ég get nefnt Safnasvæðið á Görðum sem dæmi. Á Skógum und- ir Eyjafjöllum er byggðasafn sem ég heimsæki oft með hópa í ferðum um Suðurland. Þar er alltaf starfsfólk sem getur leiðbeint fólki um safn- ið og segir því frá hvað þar er að sjá í svona 20 mínútna fyrirlestri. Það skiptir öllu. Safnasvæðið í Görðum hefur alla burði, þar er feikna yfir- gripsmikið safn. Ferðafólkið þarf að fá að heyra aðeins um lífið á Íslandi fyrrum þó ekki sé nema í stuttu máli. Þegar það hefur fengið slíka fræðslu þá sér það landið í nýju ljósi. Það væri líka mjög gott fyrir ferða- þjónustu á Akranesi ef teknar yrðu upp beinar siglingar hingað á sumr- in úr Reykjavík. En megin vandinn nú að mínu mati er sá að hér er ekki hægt að bjóða fólki upp á gistingu í hóteli sem reist yrði á fallegum stað með fögru útsýni. Það er þegar fólk stoppar til að gista að það fær sér að borða, skoða í verslanir og þar fram eftir götunum og eyðir fé.“ Missir aldrei af smölun á haustin Þrátt fyrir staðgóða menntun í garð- yrkju og umhverfishönnun þá sér Ágúst fyrir sér að starfa áfram í ferða- þjónustunnni. „Ég tek því sem býðst í fararstjórninni. Á þessu ári hef ég bara farið fyrir Explore á þessu ári en það má alltaf bæta á sig blóm- um. Nú er nýtt fyrirtæki, Exploring Iceland að taka við Explore sem ég hef unnið fyrir á þessu ári. Steinunn Guðbjörnsdóttir sem kom mér í far- arstjórnina fyrst hefur stofnað það fyrirtæki. Hún verður með umboð fyrir Explore og ég mun fyrst og fremst vinna fyrir hana.“ Þau Ágúst og Svenja ætla að búa áfram á Akranesi þar sem þau kunna vel við sig. „Það kennir mér margt að vera kvæntur konu sem er fædd og uppalin erlendis. Hún sér Ísland í öðru ljósi en ég. Síðan koma ætt- ingjar hennar og vinir í heimsókn. Þær heimsóknir opna líka augu mín fyrir því að það sem okkur Ís- lendingum finnst sjálfsagt og hvers- dagslegt þykir útlendingum kannski stórmerkilegt. Við sem borin og barnfædd hér á Íslandi sjáum ekki alltaf það sem gestir okkar sjá. Okk- ar gildismat er öðruvísi. Þetta hef- ur nýst mér þegar ég tek svo á móti erlendum hópum og kannski hjálpar það til að fólki virðist hafa fallið vel það sem ég hef verið að sýna þeim sem fararstjóri.“ Ágúst segir að hugur þeirra Svenju leiti þó oft vestur í Dali þar sem þau kynntust fyrst þegar hún kom fyrst til Íslands fyrir tæpum fimmtán árum til að temja hesta. „Bróðir minn og foreldrar búa enn á Sauðafelli. Við förum alltaf vestur í leitir á haustin. Ég myndi frekar fara í hópferðir með erlenda túrista um jólin heldur en að missa af leitun- um heima. Það er ómissandi að fara í smalamennskuna.“ mþh Sendum íbúum Borgarbyggðar, svo og Vestlendingum öllum, okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar Jólakveðja S K E S S U H O R N 2 01 5 Í hestaferð. Áð í hestaferð. Óskum íbúum Hvalfjarðarsveitar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða SK ES SU H O R N 2 01 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.